Demi Moore og Bruce Willis orðin amma og afi Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 26. apríl 2023 10:02 Leikararnir og fyrrverandi hjónin Bruce Willis og Demi Moore hafa eignast sitt fyrsta barnabarn. Getty/Phil Faraone Leikkonan Rumer Willis er orðin móðir. Hún eignaðist sitt fyrsta barn þann 18. apríl síðastliðinn en barnið er jafnframt fyrsta barnabarn leikaranna Bruce Willis og Demi Moore. Í desember tilkynnti Rumer að hún ætti von á barni með tónlistarmanninum Derek Richard Thomas. Í gær birti hún svo fallega mynd á Instagram þar sem hún tilkynnti að þeim hefði fæðst dóttir fyrir rúmri viku síðan. Sú stutta hefur fengið nafnið Louetta Isley Thomas Willis. „Þú ert meira en okkur hafði nokkurn tímann dreymt um,“ skrifar Rumer undir fallega mynd af dótturinni. Hamingjuóskum rignir yfir fjölskylduna en á meðal þeirra sem hafa skrifað athugasemd undir myndina eru Sharon Stone, Hilary Duff, Jenna Dewan, Melanie Griffith og amman Demi Moore. View this post on Instagram A post shared by Rumer Glenn Willis (@rumerwillis) Góðir vinir eftir skilnaðinn Rumer Willis er elsta dóttir leikkonunnar Demi Moore og leikarans Bruce Willis. Demi og Willis voru gift frá árinu 1987 til ársins 2000. Þau eiga saman þrjár dætur, Rumer, Scout og Talluluh. Í dag er Bruce Willis giftur fyrirsætunni Emmu Heming Willis og á með henni tvær dætur, Evelyn og Mabel. Vinasamband Demi og Bruce hefur vakið mikla athygli eftir skilnaðinn. Á síðasta ári greindist Bruce með málstol og tilkynnti hann í kjölfarið að hann væri hættur að leika. Í febrúar síðastliðinn tilkynnti fjölskyldan að Bruce hefði verið greindur með framheilabilun. Bruce er 68 ára gamall en í tilkynningunni kom fram að það væri mikill léttir að hann væri loksins kominn með skýra greiningu. Rumer Willis, Bruce Willis, Demi Moore og Tallulah Belle Willis.Getty/Phil Faraone Fetaði í fótspor foreldranna Hin nýbakaða móðir Rumer Willis er fædd árið 1988. Það varð fljótt ljóst að hún ætlaði sér að feta í fótspor foreldranna. Hún byrjaði að leika aðeins sjö ára gömul þegar hún fór með hlutverk í myndinni Now and Then ásamt móður sinni. Síðan þá hefur hún leikið í myndum á borð við Hostage, The House Bunny,Sorority Row og Once Upon a Time in Hollywood. Þá sigraði hún Dancing with the Stars árið 2015. Derek, barnsfaðir hennar, er aðalsöngvari hljómsveitarinnar Vista Kicks. Þau opinberuðu samband sitt fyrir nokkrum mánuðum síðan. View this post on Instagram A post shared by Rumer Glenn Willis (@rumerwillis) Hollywood Barnalán Tengdar fréttir Moore birti hjartnæmt myndband á afmæli Willis Hjartnæmt myndband sem leikkonan Demi Moore birti í tilefni 68 ára afmælis fyrrverandi eiginmanns síns, leikarans Bruce Willis, hefur vakið gífurlega athygli. Ljóst er að samband Moore og Willis er ennþá gott þrátt fyrir að rúmir tveir áratugir eru liðnir síðan þau skildu. 21. mars 2023 14:44 Bruce Willis með framheilabilun Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur greinst með framheilabilun. Í mars á síðasta ári greindi leikarinn frá því að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. 16. febrúar 2023 22:44 Gerir Demi Moore og Bruce Willis að ömmu og afa Leikkonan Rumer Willis á von á sínu fyrsta barni með tónlistarmanninum Derek Richard Thomas. Rumer er elsta dóttir leikkonunnar Demi Moore og leikarans Bruce Willis og verður þetta þeirra fyrsta barnabarn. 21. desember 2022 14:34 Bruce Willis greindur með málstol og hættir að leika Leikarinn ástkæri Bruce Willis hefur greinst með málstol sem hefur áhrif á hugræna getu hans og kveður hann í kjölfarið leiklistarferilinn sinn. Fjölskylda leikarans tilkynnti fréttirnar á samfélagsmiðlum. 30. mars 2022 18:19 Glímdi við lítið sjálfstraust eftir að hafa verið kölluð „kartöfluhaus“ Rumer Willis, elsta dóttir leikaranna Bruce Willis og Demi Moore, segir það hafa verið erfitt að alast upp í sviðsljósinu. 8. ágúst 2019 23:03 Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Í desember tilkynnti Rumer að hún ætti von á barni með tónlistarmanninum Derek Richard Thomas. Í gær birti hún svo fallega mynd á Instagram þar sem hún tilkynnti að þeim hefði fæðst dóttir fyrir rúmri viku síðan. Sú stutta hefur fengið nafnið Louetta Isley Thomas Willis. „Þú ert meira en okkur hafði nokkurn tímann dreymt um,“ skrifar Rumer undir fallega mynd af dótturinni. Hamingjuóskum rignir yfir fjölskylduna en á meðal þeirra sem hafa skrifað athugasemd undir myndina eru Sharon Stone, Hilary Duff, Jenna Dewan, Melanie Griffith og amman Demi Moore. View this post on Instagram A post shared by Rumer Glenn Willis (@rumerwillis) Góðir vinir eftir skilnaðinn Rumer Willis er elsta dóttir leikkonunnar Demi Moore og leikarans Bruce Willis. Demi og Willis voru gift frá árinu 1987 til ársins 2000. Þau eiga saman þrjár dætur, Rumer, Scout og Talluluh. Í dag er Bruce Willis giftur fyrirsætunni Emmu Heming Willis og á með henni tvær dætur, Evelyn og Mabel. Vinasamband Demi og Bruce hefur vakið mikla athygli eftir skilnaðinn. Á síðasta ári greindist Bruce með málstol og tilkynnti hann í kjölfarið að hann væri hættur að leika. Í febrúar síðastliðinn tilkynnti fjölskyldan að Bruce hefði verið greindur með framheilabilun. Bruce er 68 ára gamall en í tilkynningunni kom fram að það væri mikill léttir að hann væri loksins kominn með skýra greiningu. Rumer Willis, Bruce Willis, Demi Moore og Tallulah Belle Willis.Getty/Phil Faraone Fetaði í fótspor foreldranna Hin nýbakaða móðir Rumer Willis er fædd árið 1988. Það varð fljótt ljóst að hún ætlaði sér að feta í fótspor foreldranna. Hún byrjaði að leika aðeins sjö ára gömul þegar hún fór með hlutverk í myndinni Now and Then ásamt móður sinni. Síðan þá hefur hún leikið í myndum á borð við Hostage, The House Bunny,Sorority Row og Once Upon a Time in Hollywood. Þá sigraði hún Dancing with the Stars árið 2015. Derek, barnsfaðir hennar, er aðalsöngvari hljómsveitarinnar Vista Kicks. Þau opinberuðu samband sitt fyrir nokkrum mánuðum síðan. View this post on Instagram A post shared by Rumer Glenn Willis (@rumerwillis)
Hollywood Barnalán Tengdar fréttir Moore birti hjartnæmt myndband á afmæli Willis Hjartnæmt myndband sem leikkonan Demi Moore birti í tilefni 68 ára afmælis fyrrverandi eiginmanns síns, leikarans Bruce Willis, hefur vakið gífurlega athygli. Ljóst er að samband Moore og Willis er ennþá gott þrátt fyrir að rúmir tveir áratugir eru liðnir síðan þau skildu. 21. mars 2023 14:44 Bruce Willis með framheilabilun Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur greinst með framheilabilun. Í mars á síðasta ári greindi leikarinn frá því að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. 16. febrúar 2023 22:44 Gerir Demi Moore og Bruce Willis að ömmu og afa Leikkonan Rumer Willis á von á sínu fyrsta barni með tónlistarmanninum Derek Richard Thomas. Rumer er elsta dóttir leikkonunnar Demi Moore og leikarans Bruce Willis og verður þetta þeirra fyrsta barnabarn. 21. desember 2022 14:34 Bruce Willis greindur með málstol og hættir að leika Leikarinn ástkæri Bruce Willis hefur greinst með málstol sem hefur áhrif á hugræna getu hans og kveður hann í kjölfarið leiklistarferilinn sinn. Fjölskylda leikarans tilkynnti fréttirnar á samfélagsmiðlum. 30. mars 2022 18:19 Glímdi við lítið sjálfstraust eftir að hafa verið kölluð „kartöfluhaus“ Rumer Willis, elsta dóttir leikaranna Bruce Willis og Demi Moore, segir það hafa verið erfitt að alast upp í sviðsljósinu. 8. ágúst 2019 23:03 Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Moore birti hjartnæmt myndband á afmæli Willis Hjartnæmt myndband sem leikkonan Demi Moore birti í tilefni 68 ára afmælis fyrrverandi eiginmanns síns, leikarans Bruce Willis, hefur vakið gífurlega athygli. Ljóst er að samband Moore og Willis er ennþá gott þrátt fyrir að rúmir tveir áratugir eru liðnir síðan þau skildu. 21. mars 2023 14:44
Bruce Willis með framheilabilun Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur greinst með framheilabilun. Í mars á síðasta ári greindi leikarinn frá því að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. 16. febrúar 2023 22:44
Gerir Demi Moore og Bruce Willis að ömmu og afa Leikkonan Rumer Willis á von á sínu fyrsta barni með tónlistarmanninum Derek Richard Thomas. Rumer er elsta dóttir leikkonunnar Demi Moore og leikarans Bruce Willis og verður þetta þeirra fyrsta barnabarn. 21. desember 2022 14:34
Bruce Willis greindur með málstol og hættir að leika Leikarinn ástkæri Bruce Willis hefur greinst með málstol sem hefur áhrif á hugræna getu hans og kveður hann í kjölfarið leiklistarferilinn sinn. Fjölskylda leikarans tilkynnti fréttirnar á samfélagsmiðlum. 30. mars 2022 18:19
Glímdi við lítið sjálfstraust eftir að hafa verið kölluð „kartöfluhaus“ Rumer Willis, elsta dóttir leikaranna Bruce Willis og Demi Moore, segir það hafa verið erfitt að alast upp í sviðsljósinu. 8. ágúst 2019 23:03