Sara Sigmunds hættir óvænt hjá WIT og opnar nýjan kafla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 08:31 Sara Sigmundsdóttir hefur hætt samstarfi sínu við WIT Fitnes en á ennþá hlut í fyrirtækinu. Instagram/@sarasigmunds WIT Fitness sendi í gær frá sér óvænta tilkynningu þar sem fyrirtækið þakkaði íslensku CrossFit konunni Söru Sigmundsdóttur fyrir tíma þeirra saman. Sara er þannig hætt samstarfi sínu við WIT en hún gekk til liðs við íþróttavöruframleiðandann í nóvember 2020. Sara hefur upplifað erfiða og krefjandi tíma á samningstímanum inn á keppnisgólfinu og missti alveg af fyrsta tímabilinu vegna hnémeiðsla. Utan keppnisgólfsins hafa hæfileikar Söru hins vegar fengið að njóta sín. Sara og WIT hafa sent frá sér átta fatalínur í hennar nafni og héldu meðal annars tískusýningu þar sem okkar kona fór að sjálfsögðu á kostum. Sérstaka athygli vakti þegar Sara fékk að hanna vörurnar sínar sjálf og en hún virtist njóta sín í því hlutverki. Útkoman vakti líka lukku hjá mörgum. Þrátt fyrir að Sara sé hætt hjá WIT þá mun hún áfram eiga hlut í fyrirtækinu. Það er því ekki alveg klippt á tengslin þrátt fyrir þessa ákvörðun. „WIT leyfði mér svo sannarlega að láta ástríðu mína fyrir fatahönnun verða að veruleika með því að gefa út nokkrar fatalínur þar sem sköpunargáfa mín fékk að njóta sín betur en ég hefði getað ímyndað mér. Ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri og fyrir allt sem ég hef lært á þessum tíma,“ sagði Sara við Morning Chalk Up. „Þó að leiðir okkar skilji núna og að ég sé á leiðinni að hefja nýjan kafla á mínum ferli þá get ég sagt það af heilum hug að WIT mun alltaf eiga stað í hjarta mínu. Einu sinni í liði WIT, alltaf hluti af WIT,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Sara er þannig hætt samstarfi sínu við WIT en hún gekk til liðs við íþróttavöruframleiðandann í nóvember 2020. Sara hefur upplifað erfiða og krefjandi tíma á samningstímanum inn á keppnisgólfinu og missti alveg af fyrsta tímabilinu vegna hnémeiðsla. Utan keppnisgólfsins hafa hæfileikar Söru hins vegar fengið að njóta sín. Sara og WIT hafa sent frá sér átta fatalínur í hennar nafni og héldu meðal annars tískusýningu þar sem okkar kona fór að sjálfsögðu á kostum. Sérstaka athygli vakti þegar Sara fékk að hanna vörurnar sínar sjálf og en hún virtist njóta sín í því hlutverki. Útkoman vakti líka lukku hjá mörgum. Þrátt fyrir að Sara sé hætt hjá WIT þá mun hún áfram eiga hlut í fyrirtækinu. Það er því ekki alveg klippt á tengslin þrátt fyrir þessa ákvörðun. „WIT leyfði mér svo sannarlega að láta ástríðu mína fyrir fatahönnun verða að veruleika með því að gefa út nokkrar fatalínur þar sem sköpunargáfa mín fékk að njóta sín betur en ég hefði getað ímyndað mér. Ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri og fyrir allt sem ég hef lært á þessum tíma,“ sagði Sara við Morning Chalk Up. „Þó að leiðir okkar skilji núna og að ég sé á leiðinni að hefja nýjan kafla á mínum ferli þá get ég sagt það af heilum hug að WIT mun alltaf eiga stað í hjarta mínu. Einu sinni í liði WIT, alltaf hluti af WIT,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness)
CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira