„Hún er fullkomin,“ skrifar Elísabet undir fallega mynd af nýfæddri dömunni.
Stúlkan er þeirra annað barn saman en fyrir eiga þau soninn Stíg, þriggja ára. Þá á Aðalsteinn tvo drengi úr fyrra sambandi.
Aðalsteinn hefur komið víða við í fjölmiðlabransanum og vakti til að mynda mikla athygli fyrir aðkomu sína að fréttaskýringaþættinum Kveik. Í dag starfar Aðalsteinn sem blaðamaður á Heimildinni. Elísabet starfar sem vöruflokkastjóri hjá Ekrunni.