„Það var allt annað að sjá okkur í dag“ Jón Már Ferro skrifar 24. apríl 2023 23:59 Ásgeir skoraði fallegt skallamark í kvöld. vísir/diego Ásgeir Eyþórsson, varnarmaður Fylkis, stangaði boltann í netið þegar hann skoraði þriðja mark sinna manna í 4-2 sigri á FH í 3. umferð Bestu deildarinnar. Ásgeir lenti í samstuði um miðbik seinni hálfleiks og þurfti hann aðhlynningu í kjölfarið. Sjúkraþjálfarateymi Fylkismanna vafði umbúðum um höfuðið á honum og fékk hann leyfi til að skokka aftur inn á völlinn stuttu síðar. „Þetta var skelfilega klaufalegt. Ég hljóp á Elís í miðjum teignum í einhverju horni. Þetta var nett pirrandi en maður spilar bara betur með smá skurð.“ Eftir erfiða byrjun á mótinu voru Fylkismenn staðráðnir í að svara fyrir sig. Ásgeir sagði mikinn kraft hafa einkennt spilamennsku síns liðs í kvöld. „Við vorum kannski ekki sáttir með spilamennskuna í fyrstu tveimur leikjunum. Mér fannst við nær þeim á réttum augnablikum í kvöld. Við byrjuðum leikinn vel en duttum kannski aðeins niður í lok fyrri hálfleiks. Svo var alvöru andi í okkur og í lokin var aldrei spurning um að við værum að fara að sigla þessu heim,“ sagði Ásgeir. Sóknarleikur Fylkis byggðist upp á hröðum og skilvirkum skyndisóknum og oftar en ekki særðu þeir lánlausa FH-inga. Til þess að komast í skyndisóknir voru heimamenn aggressívir og fljótir að setja pressu á boltamanninn. „Við töluðum um það eftir Keflavíkurleikinn að við höfum verið of passívir. Þar ætluðum við að halda fengnum hlut, en það var allt annað að sjá okkur í dag. Við vitum það alveg að við erum með eldfljóta menn fram á við. Við erum alveg sáttir við að fá liðin aðeins hærra á móti okkur og breika fyrir aftan þá. Það gekk bara vel í dag,“ sagði Ásgeir. Fylkir FH Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - FH 4-2 | Nýliðarnir komnir á blað Nýliðar Fylkis eru komnir á blað í Bestu deild karla eftir 4-2 sigur á FH í 3. umferð en þetta var fyrsta tap FH á tímabilinu. 24. apríl 2023 21:15 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Ásgeir lenti í samstuði um miðbik seinni hálfleiks og þurfti hann aðhlynningu í kjölfarið. Sjúkraþjálfarateymi Fylkismanna vafði umbúðum um höfuðið á honum og fékk hann leyfi til að skokka aftur inn á völlinn stuttu síðar. „Þetta var skelfilega klaufalegt. Ég hljóp á Elís í miðjum teignum í einhverju horni. Þetta var nett pirrandi en maður spilar bara betur með smá skurð.“ Eftir erfiða byrjun á mótinu voru Fylkismenn staðráðnir í að svara fyrir sig. Ásgeir sagði mikinn kraft hafa einkennt spilamennsku síns liðs í kvöld. „Við vorum kannski ekki sáttir með spilamennskuna í fyrstu tveimur leikjunum. Mér fannst við nær þeim á réttum augnablikum í kvöld. Við byrjuðum leikinn vel en duttum kannski aðeins niður í lok fyrri hálfleiks. Svo var alvöru andi í okkur og í lokin var aldrei spurning um að við værum að fara að sigla þessu heim,“ sagði Ásgeir. Sóknarleikur Fylkis byggðist upp á hröðum og skilvirkum skyndisóknum og oftar en ekki særðu þeir lánlausa FH-inga. Til þess að komast í skyndisóknir voru heimamenn aggressívir og fljótir að setja pressu á boltamanninn. „Við töluðum um það eftir Keflavíkurleikinn að við höfum verið of passívir. Þar ætluðum við að halda fengnum hlut, en það var allt annað að sjá okkur í dag. Við vitum það alveg að við erum með eldfljóta menn fram á við. Við erum alveg sáttir við að fá liðin aðeins hærra á móti okkur og breika fyrir aftan þá. Það gekk bara vel í dag,“ sagði Ásgeir.
Fylkir FH Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - FH 4-2 | Nýliðarnir komnir á blað Nýliðar Fylkis eru komnir á blað í Bestu deild karla eftir 4-2 sigur á FH í 3. umferð en þetta var fyrsta tap FH á tímabilinu. 24. apríl 2023 21:15 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - FH 4-2 | Nýliðarnir komnir á blað Nýliðar Fylkis eru komnir á blað í Bestu deild karla eftir 4-2 sigur á FH í 3. umferð en þetta var fyrsta tap FH á tímabilinu. 24. apríl 2023 21:15