„Það var allt annað að sjá okkur í dag“ Jón Már Ferro skrifar 24. apríl 2023 23:59 Ásgeir skoraði fallegt skallamark í kvöld. vísir/diego Ásgeir Eyþórsson, varnarmaður Fylkis, stangaði boltann í netið þegar hann skoraði þriðja mark sinna manna í 4-2 sigri á FH í 3. umferð Bestu deildarinnar. Ásgeir lenti í samstuði um miðbik seinni hálfleiks og þurfti hann aðhlynningu í kjölfarið. Sjúkraþjálfarateymi Fylkismanna vafði umbúðum um höfuðið á honum og fékk hann leyfi til að skokka aftur inn á völlinn stuttu síðar. „Þetta var skelfilega klaufalegt. Ég hljóp á Elís í miðjum teignum í einhverju horni. Þetta var nett pirrandi en maður spilar bara betur með smá skurð.“ Eftir erfiða byrjun á mótinu voru Fylkismenn staðráðnir í að svara fyrir sig. Ásgeir sagði mikinn kraft hafa einkennt spilamennsku síns liðs í kvöld. „Við vorum kannski ekki sáttir með spilamennskuna í fyrstu tveimur leikjunum. Mér fannst við nær þeim á réttum augnablikum í kvöld. Við byrjuðum leikinn vel en duttum kannski aðeins niður í lok fyrri hálfleiks. Svo var alvöru andi í okkur og í lokin var aldrei spurning um að við værum að fara að sigla þessu heim,“ sagði Ásgeir. Sóknarleikur Fylkis byggðist upp á hröðum og skilvirkum skyndisóknum og oftar en ekki særðu þeir lánlausa FH-inga. Til þess að komast í skyndisóknir voru heimamenn aggressívir og fljótir að setja pressu á boltamanninn. „Við töluðum um það eftir Keflavíkurleikinn að við höfum verið of passívir. Þar ætluðum við að halda fengnum hlut, en það var allt annað að sjá okkur í dag. Við vitum það alveg að við erum með eldfljóta menn fram á við. Við erum alveg sáttir við að fá liðin aðeins hærra á móti okkur og breika fyrir aftan þá. Það gekk bara vel í dag,“ sagði Ásgeir. Fylkir FH Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - FH 4-2 | Nýliðarnir komnir á blað Nýliðar Fylkis eru komnir á blað í Bestu deild karla eftir 4-2 sigur á FH í 3. umferð en þetta var fyrsta tap FH á tímabilinu. 24. apríl 2023 21:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Ásgeir lenti í samstuði um miðbik seinni hálfleiks og þurfti hann aðhlynningu í kjölfarið. Sjúkraþjálfarateymi Fylkismanna vafði umbúðum um höfuðið á honum og fékk hann leyfi til að skokka aftur inn á völlinn stuttu síðar. „Þetta var skelfilega klaufalegt. Ég hljóp á Elís í miðjum teignum í einhverju horni. Þetta var nett pirrandi en maður spilar bara betur með smá skurð.“ Eftir erfiða byrjun á mótinu voru Fylkismenn staðráðnir í að svara fyrir sig. Ásgeir sagði mikinn kraft hafa einkennt spilamennsku síns liðs í kvöld. „Við vorum kannski ekki sáttir með spilamennskuna í fyrstu tveimur leikjunum. Mér fannst við nær þeim á réttum augnablikum í kvöld. Við byrjuðum leikinn vel en duttum kannski aðeins niður í lok fyrri hálfleiks. Svo var alvöru andi í okkur og í lokin var aldrei spurning um að við værum að fara að sigla þessu heim,“ sagði Ásgeir. Sóknarleikur Fylkis byggðist upp á hröðum og skilvirkum skyndisóknum og oftar en ekki særðu þeir lánlausa FH-inga. Til þess að komast í skyndisóknir voru heimamenn aggressívir og fljótir að setja pressu á boltamanninn. „Við töluðum um það eftir Keflavíkurleikinn að við höfum verið of passívir. Þar ætluðum við að halda fengnum hlut, en það var allt annað að sjá okkur í dag. Við vitum það alveg að við erum með eldfljóta menn fram á við. Við erum alveg sáttir við að fá liðin aðeins hærra á móti okkur og breika fyrir aftan þá. Það gekk bara vel í dag,“ sagði Ásgeir.
Fylkir FH Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - FH 4-2 | Nýliðarnir komnir á blað Nýliðar Fylkis eru komnir á blað í Bestu deild karla eftir 4-2 sigur á FH í 3. umferð en þetta var fyrsta tap FH á tímabilinu. 24. apríl 2023 21:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - FH 4-2 | Nýliðarnir komnir á blað Nýliðar Fylkis eru komnir á blað í Bestu deild karla eftir 4-2 sigur á FH í 3. umferð en þetta var fyrsta tap FH á tímabilinu. 24. apríl 2023 21:15