Barnastjarna segir tröllin munu drepa sig með ásökunum um barnagirnd Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. apríl 2023 23:12 Drake Bell hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Getty/Gregg DeGuire Leikarinn og barnastjarnan Drake Bell segir ásakanir nettrölla um meinta barnagirnd sína hafa haft gríðarlega slæm áhrif á geðheilsuna. Hann þvertekur fyrir ásakanirnar sem eru tilkomnar eftir að hann var dæmdur fyrir að senda óviðeigandi skilaboð á fimmtán ára stúlku árið 2021. Drake Bell, þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum Drake & Josh á Nickelodeon, hefur staðið í ströngu á samfélagsmiðlum undanfarið við að svara ásökunum þess efnis að hann sé barnaperri. Drake Bell hefur svarað ásökunum um barnagirnd fullum hálsi.Skjáskot/Twitter Síðastliðinn miðvikudag skrifaði einn Twitter-notandi „Gleymum því ekki að hann er barnaperri“ í tísti sem nú hefur verið eytt. Drake sagði viðkomandi að sinna smá heimildavinnu og að hann þyrfti að lifa við daglegar ásakanir sem myndu draga hann til dauða. Að lokum sagði hann „Það er blóð á höndum þeirra.“ Óviðeigandi og skaðleg skilaboð Bell hefur ítrekað verið uppnefndur barnaperri eftir að hann var dæmdur fyrir að senda óviðeigandi skilaboð á fimmtán ára stúlku árið 2021. Hann var þá ákærður í tveimur liðum, fyrir að stofna barni í hættu og fyrir að dreifa skaðlegu efni til barns. Bell játaði sekt sína og var sakfelldur. Í kjölfarið var hann dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og gert að vinna 200 klukkutíma af samfélagsþjónustu. Eftir að dómurinn féll fór Bell á Instagram til að reyna að skýra mál sitt. Þar sagðist hann hafa svarað aðdáenda án þess að vita aldur hennar og hann hafi hætt samskiptum við hana um leið og hann komst að því hvað hún væri gömul. View this post on Instagram A post shared by Drake Campana (@drakebell) Hann sagðist aðeins hafa gengist við því að hafa sent „gáleysisleg og ábyrgðarlaus skilaboð“ en hann hafi ekki sent neinar kynferðislegar myndir. Þá hafi ekkert „líkamlegt“ átt sér stað milli þeirra tveggja heldur hafi aðeins verið um textaskilaboð að ræða. Hann segist hafa játað ásökununum til að klára málið eins fljótt og auðið var og svo allir hlutaðeigandi gætu haldið áfram með líf sitt. Hins vegar hafa netverjar ekki leyft honum að gleyma málinu. Segir tröllin vera grimm Eftir að Bell svaraði ásökunum á miðvikudag skrifaði hann annað tíst þar sem hann sagðist ekki skilja það hvað fólk á Twitter væri grimmt við annað fólk sem væri „greinilega að glíma við andlega erfiðleika“ og átti væntanlega við sína eigin erfiðleika. Í lok tístsins sagði hann „Það er ótrúlegt hvað þið getið öll verið grimm.“ Bell hefur sjálfur verið að glíma við andlega erfiðleika undanfarið. Þann 13. apríl síðastliðinn lýsti lögregluna eftir honum þar sem hann var talinn týndur og í hættu eftir að hann hafði hótað því að fremja sjálfsmorð. Sjálfur gaf Bell lítið fyrir fréttir um að hann hefði týnst, hann hefði bara gleymt símanum sínum í bílnum yfir nótt. Þar að auki skildu Bell og Janet Von Schmeling, eiginkona hans til fjögurra ára, í janúar. Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs á hún að hafa farið frá honum eftir að það sást til hans sniffa gasblöðrur á bílastæði fyrir framan rafrettubúllu á meðan ungur sonur hans var í aftursætinu. Von Schmeling sótti síðan opinberlega um skilnað á fimmtudaginn í síðustu viku. Á Twitter sagðist Bell hafa heyrt fréttirnar á TMZ og deildi um leið myndbandi af nýjasta lagi sínu. Það hefur því verið stormasamt undanfarið hjá barnastjörnunni. I found out my wife filed for divorce from TMZ...check out my new song https://t.co/34cYh4JsMA— DrakeBell.eth (@DrakeBell) April 21, 2023 Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Sjá meira
Drake Bell, þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum Drake & Josh á Nickelodeon, hefur staðið í ströngu á samfélagsmiðlum undanfarið við að svara ásökunum þess efnis að hann sé barnaperri. Drake Bell hefur svarað ásökunum um barnagirnd fullum hálsi.Skjáskot/Twitter Síðastliðinn miðvikudag skrifaði einn Twitter-notandi „Gleymum því ekki að hann er barnaperri“ í tísti sem nú hefur verið eytt. Drake sagði viðkomandi að sinna smá heimildavinnu og að hann þyrfti að lifa við daglegar ásakanir sem myndu draga hann til dauða. Að lokum sagði hann „Það er blóð á höndum þeirra.“ Óviðeigandi og skaðleg skilaboð Bell hefur ítrekað verið uppnefndur barnaperri eftir að hann var dæmdur fyrir að senda óviðeigandi skilaboð á fimmtán ára stúlku árið 2021. Hann var þá ákærður í tveimur liðum, fyrir að stofna barni í hættu og fyrir að dreifa skaðlegu efni til barns. Bell játaði sekt sína og var sakfelldur. Í kjölfarið var hann dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og gert að vinna 200 klukkutíma af samfélagsþjónustu. Eftir að dómurinn féll fór Bell á Instagram til að reyna að skýra mál sitt. Þar sagðist hann hafa svarað aðdáenda án þess að vita aldur hennar og hann hafi hætt samskiptum við hana um leið og hann komst að því hvað hún væri gömul. View this post on Instagram A post shared by Drake Campana (@drakebell) Hann sagðist aðeins hafa gengist við því að hafa sent „gáleysisleg og ábyrgðarlaus skilaboð“ en hann hafi ekki sent neinar kynferðislegar myndir. Þá hafi ekkert „líkamlegt“ átt sér stað milli þeirra tveggja heldur hafi aðeins verið um textaskilaboð að ræða. Hann segist hafa játað ásökununum til að klára málið eins fljótt og auðið var og svo allir hlutaðeigandi gætu haldið áfram með líf sitt. Hins vegar hafa netverjar ekki leyft honum að gleyma málinu. Segir tröllin vera grimm Eftir að Bell svaraði ásökunum á miðvikudag skrifaði hann annað tíst þar sem hann sagðist ekki skilja það hvað fólk á Twitter væri grimmt við annað fólk sem væri „greinilega að glíma við andlega erfiðleika“ og átti væntanlega við sína eigin erfiðleika. Í lok tístsins sagði hann „Það er ótrúlegt hvað þið getið öll verið grimm.“ Bell hefur sjálfur verið að glíma við andlega erfiðleika undanfarið. Þann 13. apríl síðastliðinn lýsti lögregluna eftir honum þar sem hann var talinn týndur og í hættu eftir að hann hafði hótað því að fremja sjálfsmorð. Sjálfur gaf Bell lítið fyrir fréttir um að hann hefði týnst, hann hefði bara gleymt símanum sínum í bílnum yfir nótt. Þar að auki skildu Bell og Janet Von Schmeling, eiginkona hans til fjögurra ára, í janúar. Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs á hún að hafa farið frá honum eftir að það sást til hans sniffa gasblöðrur á bílastæði fyrir framan rafrettubúllu á meðan ungur sonur hans var í aftursætinu. Von Schmeling sótti síðan opinberlega um skilnað á fimmtudaginn í síðustu viku. Á Twitter sagðist Bell hafa heyrt fréttirnar á TMZ og deildi um leið myndbandi af nýjasta lagi sínu. Það hefur því verið stormasamt undanfarið hjá barnastjörnunni. I found out my wife filed for divorce from TMZ...check out my new song https://t.co/34cYh4JsMA— DrakeBell.eth (@DrakeBell) April 21, 2023
Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Sjá meira