Benedikt bjartsýnn fyrir leik þrjú þrátt fyrir tap í kvöld Aron Guðmundsson skrifar 23. apríl 2023 22:38 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í körfubolta var að vonum svekktur með að hafa tapað leik tvo gegn Tindastól í úrslitakeppni Subway deildarinnar en hann er þó stoltur af frammistöðu sinna leikmanna sem stigu upp eftir algjört afhroð í leik eitt. Tindastólsmenn eru komnir 2-0 yfir í undanúrslitaeinvíginu gegn Njarðvík en allt annað var að sjá til þeirra grænklæddu í kvöld miðað við frammistöðu liðsins í fyrsta leik sem tapaðist nokkuð örugglega í Njarðvík. „Ég hefði viljað fá þessa orku og þennan kraft í leik eitt, þetta var allt annað,“ sagði Benedikt í viðtali við Svala Björgvinsson eftir leik. „Allt annað lið, allt annar kraftur og svona vil ég hafa þetta alltaf og þá erum við alltaf í möguleika á að vinna leiki. Ég er ánægður með það en samt er það aðeins meira svekkelsi núna að við skildum ekki hafa mætt svona í leik eitt en Stólarnir voru bara skrefi á undan í dag. “ Það voru margar villur dæmdar í leiknum í kvöld en Benedikt íjaði að því hvort hann ætti að fara í dómaraumræðu í viðtalinu. „Þetta var harður leikur en við ætluðum bara að spila á þeirri línu sem þeir hafa verið að spila á í seríunni, vera með smá fight, en það þýddi bara að þeir voru hérna á vítalínunni í allt kvöld.“ Bjartsýnn á heimasigur á miðvikudaginn Njarðvík er 2-0 undir í seríunni og það þýðir að Tindastóll þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að klára hana. Njarðvíkingar ætla ekki að láta það gerast. „Eftir leik eitt fór ég heim með algjört óbragð í munninum. Ég get sætt mig við tap, eins ömurlegt og það er, ef menn leggja sig fram líkt og þeir gerðu hér í kvöld. Eftir þennan leik er ég bjartsýnn á heimasigur á miðvikudaginn og að við minnkum þennan mun niður í stöðuna 2-1. Svo mætum við hingað aftur og jöfnum þetta 2-2. Þetta verður ekkert fyrsta serían í úrslitakeppninni í Íslandsmótinu í ár sem fer í oddaleik eftir að annað liðið hefur komist í 2-0.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Tindastólsmenn eru komnir 2-0 yfir í undanúrslitaeinvíginu gegn Njarðvík en allt annað var að sjá til þeirra grænklæddu í kvöld miðað við frammistöðu liðsins í fyrsta leik sem tapaðist nokkuð örugglega í Njarðvík. „Ég hefði viljað fá þessa orku og þennan kraft í leik eitt, þetta var allt annað,“ sagði Benedikt í viðtali við Svala Björgvinsson eftir leik. „Allt annað lið, allt annar kraftur og svona vil ég hafa þetta alltaf og þá erum við alltaf í möguleika á að vinna leiki. Ég er ánægður með það en samt er það aðeins meira svekkelsi núna að við skildum ekki hafa mætt svona í leik eitt en Stólarnir voru bara skrefi á undan í dag. “ Það voru margar villur dæmdar í leiknum í kvöld en Benedikt íjaði að því hvort hann ætti að fara í dómaraumræðu í viðtalinu. „Þetta var harður leikur en við ætluðum bara að spila á þeirri línu sem þeir hafa verið að spila á í seríunni, vera með smá fight, en það þýddi bara að þeir voru hérna á vítalínunni í allt kvöld.“ Bjartsýnn á heimasigur á miðvikudaginn Njarðvík er 2-0 undir í seríunni og það þýðir að Tindastóll þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að klára hana. Njarðvíkingar ætla ekki að láta það gerast. „Eftir leik eitt fór ég heim með algjört óbragð í munninum. Ég get sætt mig við tap, eins ömurlegt og það er, ef menn leggja sig fram líkt og þeir gerðu hér í kvöld. Eftir þennan leik er ég bjartsýnn á heimasigur á miðvikudaginn og að við minnkum þennan mun niður í stöðuna 2-1. Svo mætum við hingað aftur og jöfnum þetta 2-2. Þetta verður ekkert fyrsta serían í úrslitakeppninni í Íslandsmótinu í ár sem fer í oddaleik eftir að annað liðið hefur komist í 2-0.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira