Engin óvissa um afdrif laxfiska ofan Hvammsvirkjunar Gísli Sigurðsson skrifar 24. apríl 2023 07:30 Ennþá einu sinni er Hvammsvirkjun í Þjórsá komin í fréttirnar; nú síðast í rækilegum Kveiksþætti í nýliðinni viku. Vegna síendurtekinna rangfærslna frá Landsvirkjun um áhrif þessarar virkjunar á lífríki árinnar neyðumst við gömlu karlarnir til að kveikja aftur á tölvunni. Til allrar hamingju er nú loksins farið að hlusta á andstöðu heimamanna við virkjanaáformin; fólk sem vill ekki sjá fagurt umhverfi sitt gjörspillast vegna einhvers konar framfærsluskyldu sem við finnum fyrir gagnvart erlendum stórfyrirtækjum og rafmyntargröfurum. Okkur almenningi er talin trú um að það þurfi að virkja meira og meira til þess að við getum haldið áfram að rista brauð og ryksuga – og hlaða bílana okkar. Það hefur aldrei verið útskýrt af hverju er ekki ráðist í að afla orku til innlendrar starfsemi með því að segja upp óhagstæðustu leyniorkusamningunum við erlendu skattaskjólsfyrirtækin. Forsendan fyrir nauðsyn frekari virkjanaframkvæmda er þannig byggð á ósannindum. Það þarf ekki að virkja meira til að afla meiri orku hér á landi. Við erum nú þegar heimsmeistarar í orkuframleiðslu miðað við íbúafjölda. Það þarf bara að ráðstafa hinni virkjuðu orku öðru vísi og losa sig um leið undan áðurnefndri framfærsluskyldu. Það var alltaf ein af forsendunum fyrir því að leyft yrði að ráðast í Hvammsvirkjun að engin óvissa ríkti um afdrif villtra stofna laxfiska í ánni. Með laxfiskum er ekki eingöngu átt við lax heldur líka bleikju og sjóbirting sem gengur upp ána til hrygningar – sömu fiskarnir ár eftir ár. Í Þjórsá er langstærsti villti laxastofn landsins og það er mikilvægt fyrir alla náttúruvernd við Norður Atlantshaf að hlúa að slíkum stofni – ekki síst eins og nú er komið með þeirri yfirþyrmandi ógn sem að villtum laxastofnum stafar frá opnu sjókvíaeldi á norskættum eldislaxi hér við land. Í Kveiksþættinum var talað eins og Landsvirkjun byggi yfir galdralausnum til að forða hruni þeirra villtu laxfiska sem ganga upp á svæðið fyrir ofan fyrirhugaða virkjun – þótt fyrir liggi að sjóbirtingurinn muni tortímast enda forðast Landsvirkjun að nefna hann á nafn. Mikil afföll eru einnig fyrirsjáanleg á laxinum, hvað sem forstjóri Landsvirkjunar segir í sjónvarpinu. Til þess að fá óháð og faglegt utanaðkomandi mat á hugmyndum Landsvirkjunar um laxastiga og seiðafleytur í kringum Hvammsvirkjun leituðum við í Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF) á sínum tíma til þeirrar stofnunar sem hefur vaktað árangur af sambærilegum aðgerðum í Columbia ánni í Bandaríkjunum, Fish Passage Center í Portland, Oregon. Stofnunin sendi okkur ellefu blaðsíðna greinargerð 20. janúar 2016 þar sem það var rakið lið fyrir lið að engin af fyrirhuguðum aðgerðum í kringum Hvammsvirkjun muni virka með þeim hætti sem Landsvirkjun lætur sig dreyma um. Ekkert hefur breyst frá þeim tíma sem haggar þeirri niðurstöðu. Bréf stofnunarinnar, ásamt fleiri fylgigögnum, má finna með umsögn Orra heitins Vigfússonar til verkefnastjórnar rammaáætlunar: https://www.ramma.is/rammaaaetlun/samrad/umsagnir-2016/umsogn/306 Fólki er í sjálfsvald sett hvort það trúir fagurgala og draumórum um sælutíð laxfiska í stigum og seiðafleytum Hvammsvirkjunar — eða faglegu mati rannsóknarstofnunar sem fæst ekki við neitt annað en að taka út og fylgjast með árangursleysi slíkra björgunar- og mótvægisaðgerða í kringum virkjanir í öðrum löndum. Sjálfur er ég ekki í nokkrum vafa um að sérfræðingum Fish Passage Center er betur treystandi í þessu efni en áróðursdeild Landsvirkjunar. Höfundur er íslenskufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Ennþá einu sinni er Hvammsvirkjun í Þjórsá komin í fréttirnar; nú síðast í rækilegum Kveiksþætti í nýliðinni viku. Vegna síendurtekinna rangfærslna frá Landsvirkjun um áhrif þessarar virkjunar á lífríki árinnar neyðumst við gömlu karlarnir til að kveikja aftur á tölvunni. Til allrar hamingju er nú loksins farið að hlusta á andstöðu heimamanna við virkjanaáformin; fólk sem vill ekki sjá fagurt umhverfi sitt gjörspillast vegna einhvers konar framfærsluskyldu sem við finnum fyrir gagnvart erlendum stórfyrirtækjum og rafmyntargröfurum. Okkur almenningi er talin trú um að það þurfi að virkja meira og meira til þess að við getum haldið áfram að rista brauð og ryksuga – og hlaða bílana okkar. Það hefur aldrei verið útskýrt af hverju er ekki ráðist í að afla orku til innlendrar starfsemi með því að segja upp óhagstæðustu leyniorkusamningunum við erlendu skattaskjólsfyrirtækin. Forsendan fyrir nauðsyn frekari virkjanaframkvæmda er þannig byggð á ósannindum. Það þarf ekki að virkja meira til að afla meiri orku hér á landi. Við erum nú þegar heimsmeistarar í orkuframleiðslu miðað við íbúafjölda. Það þarf bara að ráðstafa hinni virkjuðu orku öðru vísi og losa sig um leið undan áðurnefndri framfærsluskyldu. Það var alltaf ein af forsendunum fyrir því að leyft yrði að ráðast í Hvammsvirkjun að engin óvissa ríkti um afdrif villtra stofna laxfiska í ánni. Með laxfiskum er ekki eingöngu átt við lax heldur líka bleikju og sjóbirting sem gengur upp ána til hrygningar – sömu fiskarnir ár eftir ár. Í Þjórsá er langstærsti villti laxastofn landsins og það er mikilvægt fyrir alla náttúruvernd við Norður Atlantshaf að hlúa að slíkum stofni – ekki síst eins og nú er komið með þeirri yfirþyrmandi ógn sem að villtum laxastofnum stafar frá opnu sjókvíaeldi á norskættum eldislaxi hér við land. Í Kveiksþættinum var talað eins og Landsvirkjun byggi yfir galdralausnum til að forða hruni þeirra villtu laxfiska sem ganga upp á svæðið fyrir ofan fyrirhugaða virkjun – þótt fyrir liggi að sjóbirtingurinn muni tortímast enda forðast Landsvirkjun að nefna hann á nafn. Mikil afföll eru einnig fyrirsjáanleg á laxinum, hvað sem forstjóri Landsvirkjunar segir í sjónvarpinu. Til þess að fá óháð og faglegt utanaðkomandi mat á hugmyndum Landsvirkjunar um laxastiga og seiðafleytur í kringum Hvammsvirkjun leituðum við í Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF) á sínum tíma til þeirrar stofnunar sem hefur vaktað árangur af sambærilegum aðgerðum í Columbia ánni í Bandaríkjunum, Fish Passage Center í Portland, Oregon. Stofnunin sendi okkur ellefu blaðsíðna greinargerð 20. janúar 2016 þar sem það var rakið lið fyrir lið að engin af fyrirhuguðum aðgerðum í kringum Hvammsvirkjun muni virka með þeim hætti sem Landsvirkjun lætur sig dreyma um. Ekkert hefur breyst frá þeim tíma sem haggar þeirri niðurstöðu. Bréf stofnunarinnar, ásamt fleiri fylgigögnum, má finna með umsögn Orra heitins Vigfússonar til verkefnastjórnar rammaáætlunar: https://www.ramma.is/rammaaaetlun/samrad/umsagnir-2016/umsogn/306 Fólki er í sjálfsvald sett hvort það trúir fagurgala og draumórum um sælutíð laxfiska í stigum og seiðafleytum Hvammsvirkjunar — eða faglegu mati rannsóknarstofnunar sem fæst ekki við neitt annað en að taka út og fylgjast með árangursleysi slíkra björgunar- og mótvægisaðgerða í kringum virkjanir í öðrum löndum. Sjálfur er ég ekki í nokkrum vafa um að sérfræðingum Fish Passage Center er betur treystandi í þessu efni en áróðursdeild Landsvirkjunar. Höfundur er íslenskufræðingur.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun