Urriðarnir farnir að taka í Þjóðgarðinum Karl Lúðvíksson skrifar 21. apríl 2023 10:41 Mynd: www.veidihornid.is Veiði hófst við Þjóðgarðinn á Þingvöllum í gær og eru fyrstu fréttir af veiðum á þessu svæði allar urriðatengdar. það eru fáir veiðimenn jafn viðkvæmir fyrir samtali um veiði og þeir sem veiða urriða í þjóðgarðinum enda eru þessir veiðimenn flestir búnir að eyða miklum tíma í að kortleggja svæðið. Það væri þess vegna viðbúið ef það færi í allra manna tal hvar þeir taka og á hvað að staðirnir sem búið er að finna yrðu fljótt þéttsetnir. Við höfum heyrt í tveimur veiðimönnum sem hafa einmitt undanfarin ár átt góða vordaga við vatnið og dagurinn í gær var ekkert frábrugðin, eiginlega bara betri ef eitthvað er. Annars þeirra fékk tvo rígvæna urriða í gær, 75 og 83 sm og báða á Black Ghost Olive Streamerinn hans Nils Folmer en þessi fluga hefur reynst afar vel í urriðann á vorinn. Hinn fékk þrjá urriða, stærstur af þeim var tæplega 70 sm en við fengum ekki með neinum hætti hvar hann var eða hvað þeir voru að taka en "litrík fluga" var eina svarið sem við fengum. Það er vel skiljanlegt að þeir sem læra á svæði með mikilli ástundun séu ekkert að auglýsa það hvar þeir gera góða veiði, það hefur líklega alltaf verið þannig þagnareðli hjá veiðimönnum sem finna loksins staðinn sinn á sínu svæði. Stangveiði Mest lesið Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Að eiga sér uppáhalds veiðistað Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Fín veiði í Langá þrátt fyrir mikið vatn Veiði
það eru fáir veiðimenn jafn viðkvæmir fyrir samtali um veiði og þeir sem veiða urriða í þjóðgarðinum enda eru þessir veiðimenn flestir búnir að eyða miklum tíma í að kortleggja svæðið. Það væri þess vegna viðbúið ef það færi í allra manna tal hvar þeir taka og á hvað að staðirnir sem búið er að finna yrðu fljótt þéttsetnir. Við höfum heyrt í tveimur veiðimönnum sem hafa einmitt undanfarin ár átt góða vordaga við vatnið og dagurinn í gær var ekkert frábrugðin, eiginlega bara betri ef eitthvað er. Annars þeirra fékk tvo rígvæna urriða í gær, 75 og 83 sm og báða á Black Ghost Olive Streamerinn hans Nils Folmer en þessi fluga hefur reynst afar vel í urriðann á vorinn. Hinn fékk þrjá urriða, stærstur af þeim var tæplega 70 sm en við fengum ekki með neinum hætti hvar hann var eða hvað þeir voru að taka en "litrík fluga" var eina svarið sem við fengum. Það er vel skiljanlegt að þeir sem læra á svæði með mikilli ástundun séu ekkert að auglýsa það hvar þeir gera góða veiði, það hefur líklega alltaf verið þannig þagnareðli hjá veiðimönnum sem finna loksins staðinn sinn á sínu svæði.
Stangveiði Mest lesið Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Að eiga sér uppáhalds veiðistað Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Fín veiði í Langá þrátt fyrir mikið vatn Veiði