Aðhaldsaðgerðir ógna nýliðun innan háskólasamfélagsins, rannsóknum og þekkingarsköpun á Íslandi Hópur fulltrúa doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands skrifar 19. apríl 2023 15:01 (English below) Talsverður hluti af framlagi Háskóla Íslands til rannsókna og þekkingarsköpunar á Íslandi og alþjóðlega byggist á vinnu doktorsnema og nýdoktora. Doktorsnemar og nýdoktorar við Háskóla Íslands finna í auknum mæli fyrir því að grafið er undan skilyrðum rannsókna, fræðistarfa og háskólakennslu og hafa miklar áhyggjur af framtíð Háskólans, nýliðun og starfsmöguleikum í háskólasamfélaginu. Á fundi Háskólaráðs í janúar sl. voru teknar ákvarðanir um að draga saman seglin og aðhaldsaðgerðir Háskólans (sjá fundargerð Háskólaráðs) koma sérstaklega hart niður á nýdoktorum, aðjúnktum, stundakennurum, doktorsnemum og öðrum stúdentum - sem sagt fólkinu sem saman myndar framtíð vísinda- og fræðasamfélags landsins. Sem dæmi má nefna að styrkjum sem veittir hafa verið úr Doktorsstyrkjasjóði Háskóla Íslands hefur farið fækkandi. Nú þegar stundar stór hluti doktorsnema nám sitt án þess að hafa styrk og eiga mörg erfitt með að sinna rannsóknarvinnu sinni af fullum krafti. Mörg taka dýr námslán til að fjármagna doktorsnám og að námi loknu tekur við ótryggur vinnumarkaður. Þá fer staða doktorsnema sem hafa hlotið styrk úr Doktorsstyrkjasjóði Háskóla Ísland sífellt versnandi þar sem styrkirnir eru föst krónutala og halda ekki í við aðrar hækkanir. Fjöldi doktorsnema á slíkum styrkjum hafa tjáð undrun og óánægju yfir því að starfshlutfall þeirra í ráðningarsamningi sé lækkað til að bregðast við fjárskorti. Við óttumst að aðhaldsaðgerðir Háskóla Íslands geti haft í för með sér frekari raunskerðingar doktorsstyrkja þannig að doktorsnemum verði gert að stunda fullt nám en á 75% launum eða jafnvel minna. Tilgangur Doktorsstyrkjasjóðs er að efla Háskólann sem alþjóðlegan rannsóknarháskóla og gera hann eftirsóknarverðan kost fyrir doktorsnema. Miðað við núverandi ástand er ólíklegt að hann standi undir þeim tilgangi. Á fundi sínum samþykkti Háskólaráð ennfremur að almennt verði ekki ráðið í störf við fræðasviðin nema þau skili hallalausum rekstri og að allar nýráðningar þurfi að bera undir fjármálanefnd - sem í raun þýðir ráðningarstöðvun. Að auki er fræðasviðum gert að draga úr magni kennslustunda. Saman munu þessar aðgerðir skila sér í auknu álagi á kennara, lægri launum og minna starfsöryggi ungs fræða- og vísindafólks. Minna framboð námskeiða og fækkun kennslustunda mun þar að auki rýra gæði háskólamenntunar. Loks má nefna að Háskóli Íslands er ekki undanskilinn í nýsamþykktri stefnu ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum opinberra stofnana, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Verkefnamiðuðum vinnurýmum er ætlað að spara ríkinu miklar fjárhæðir og hefur ungt vísinda- og fræðafólk miklar áhyggjur af þessari stöðu. Hætta er á að kostnaður við vinnuaðstöðu lendi í auknum mæli á starfsfólkinu sjálfu því mörg munu að öllum líkindum velja að vinna heima vegna skorts á næði og samfellu sem það fær ekki í þessu fyrirhugaða rými. Þetta er kostnaður og álag sem leggst á hóp sem þegar býr við lítið starfs- og launaöryggi. Að auki er ungt vísinda- og fræðafólk líklegt til búa þröngt og hafa börn á heimilinu og hafa síður möguleika á að koma sér upp vinnuaðstöðu heima við. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld og stjórn háskólans kanni áhrif þessarar nýju stefnu í húsnæðismálum, sem að okkar mati er einnig ný mannauðsstefna, á mismunandi hópa innan háskólasamfélagsins og taki frekara frumkvæði til stuðnings ungu vísinda- og fræðafólki. Til að tryggja framtíð vísinda- og fræðasamfélags og gæði háskólamenntunar verður Háskóli Íslands að vera í stakk búinn að bjóða starfsfólki sínu upp á boðlegar vinnuaðstæður sem hvetja til nýsköpunar og samstarfs en veita jafnframt næði til að stunda bæði gagnrýnin og hagnýt fræða- og vísindastörf. Afleiðingar ofangreindra aðhaldsaðgerða ógna háskólakennslu, vísinda- og fræðastörfum á Íslandi og geta valdið ómældum skaða fyrir samfélagið. FEDON, Mentadok, Hugdok og Seigla fordæma stefnu stjórnvalda í málefnum Háskóla Íslands og telja hana aðför að vísinda- og fræðasamfélagi framtíðarinnar. Austerity measures pose a threat to academic recruitment, research, and knowledge production in Iceland A significant share of University of Icelands‘s contribution to research and knowledge production in Iceland is conducted by PhD-students and post-doctoral researchers. However, PhD and post-doctoral researchers across various schools at the University of Iceland are experiencing an overwhelming sense of concern. State budget cuts to higher education risk undermining the conditions for research and higher education in Iceland, leaving young researchers worried about the impact on their current and future careers. The financial state of the University of Iceland is causing concern among post-doctoral researchers, adjuncts, part-time lecturers, and students - in other words, the very people who make up Iceland's future scientific and academic community. The University, which is considered the country’s premier higher education and research institution, has been forced to reduce its operations due to budget cuts, despite an influx of new students during the COVID-19 pandemic (see the minutes from the University Council fundargerð Háskólaráðs). This has not gone unnoticed by students, researchers, or even the Rector. The University of Iceland’s Doctoral Fund is dwindling, resulting in fewer grants being given out to PhD students. Currently, many doctoral students are pursuing their studies without any funding, making it challenging to fully devote themselves to their research. Many resort to expensive student loans to finance their doctoral studies, which often leads to job insecurity after graduation. Even those who receive funding from the Doctoral Fund have expressed surprise and anger because their work percentages in their contracts are continually reduced without consultation or negotiation, despite having a full-time grant. While salaries are supposed to be increasing, grants are not, resulting in fewer working hours covered by the grant. The purpose of the Doctoral Fund is to strengthen the University of Iceland as an international research university and attract doctoral candidates. However, given the current situation, it is unlikely that the fund will achieve this goal. Despite recent reports of upcoming budget increases, the University Council agreed upon austerity measures in January that have had a harsh impact. Ongoing budget shortfalls have resulted in a general hiring freeze for academic departments unless they can operate within budget constraints. Faculties have also been required to reduce teaching hours, which will increase workloads for teachers, lower salaries, and reduce job security for young scholars and scientists. Furthermore, the reduction in available courses and teaching hours will likely diminish the overall quality of university education, resulting in serious setbacks to the conditions of scientific and academic work in Iceland. Furthermore, young researchers are worried that the University’s new policy of activity-based working in building planning, which is currently being implemented, will contribute even further to the undermining of the conditions for academic work. While the activity-based work plans are expected to save great amounts in housing costs, there is a risk that these costs will, to a great extent, be transferred to the employees themselves, who will have to install their own workspaces at home. Not only are young researchers already suffering from precarious working conditions, including lack of work security and low income, but they are also likely to live in small apartments, or have young children, and thus have limited opportunities to work at home. It is imperative for the University to prioritize creating a supportive work environment that inspires, leads by example, and paves the way for innovation. Therefore, it is crucial for the University to consider the potential impact of its policies and practices on all members of its community, and to take necessary actions to support its young researchers. Neglecting these obligations may hinder the progress of young researchers and discourage them from pursuing a career in academia. Thus, the university’s ability to meet its obligations will ultimately determine the future of scientific and academic work in Iceland. We in FEDON, Menntadoc, Hugdok and Seigla condemn the government's current policy concerning state higher education. The current policy risks undermining the future of academia as a workplace, and as a place for innovation, and a provider of critical knowledge about the past, present and future of our society. We also urge the University leadership to resist the government’s austerity measures and fight for its young researchers. Fyrir hönd FEDON / On behalf of FEDON: Brynjólfur G. Guðrúnar Jónsson Haukur Logi Karlsson Johanna Raudsepp Pontus Järvstad Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir Svava Dögg Jónsdóttir Valgerður Pálmadóttir Fyrir hönd Hugdok: Meritxell Risco de la Torre Piergiorgio Consagra Sigrún Hannesdóttir Fyrir hönd Menntadoc: Adam Janusz Switala Elizabeth Bik Yee Lay Flora Tietgen Ingibjörg J. Kolka Fyrir hönd Seiglu: Eva Jörgensen Hulda Guðmunda Óskarsdóttir Marcello Milanezi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
(English below) Talsverður hluti af framlagi Háskóla Íslands til rannsókna og þekkingarsköpunar á Íslandi og alþjóðlega byggist á vinnu doktorsnema og nýdoktora. Doktorsnemar og nýdoktorar við Háskóla Íslands finna í auknum mæli fyrir því að grafið er undan skilyrðum rannsókna, fræðistarfa og háskólakennslu og hafa miklar áhyggjur af framtíð Háskólans, nýliðun og starfsmöguleikum í háskólasamfélaginu. Á fundi Háskólaráðs í janúar sl. voru teknar ákvarðanir um að draga saman seglin og aðhaldsaðgerðir Háskólans (sjá fundargerð Háskólaráðs) koma sérstaklega hart niður á nýdoktorum, aðjúnktum, stundakennurum, doktorsnemum og öðrum stúdentum - sem sagt fólkinu sem saman myndar framtíð vísinda- og fræðasamfélags landsins. Sem dæmi má nefna að styrkjum sem veittir hafa verið úr Doktorsstyrkjasjóði Háskóla Íslands hefur farið fækkandi. Nú þegar stundar stór hluti doktorsnema nám sitt án þess að hafa styrk og eiga mörg erfitt með að sinna rannsóknarvinnu sinni af fullum krafti. Mörg taka dýr námslán til að fjármagna doktorsnám og að námi loknu tekur við ótryggur vinnumarkaður. Þá fer staða doktorsnema sem hafa hlotið styrk úr Doktorsstyrkjasjóði Háskóla Ísland sífellt versnandi þar sem styrkirnir eru föst krónutala og halda ekki í við aðrar hækkanir. Fjöldi doktorsnema á slíkum styrkjum hafa tjáð undrun og óánægju yfir því að starfshlutfall þeirra í ráðningarsamningi sé lækkað til að bregðast við fjárskorti. Við óttumst að aðhaldsaðgerðir Háskóla Íslands geti haft í för með sér frekari raunskerðingar doktorsstyrkja þannig að doktorsnemum verði gert að stunda fullt nám en á 75% launum eða jafnvel minna. Tilgangur Doktorsstyrkjasjóðs er að efla Háskólann sem alþjóðlegan rannsóknarháskóla og gera hann eftirsóknarverðan kost fyrir doktorsnema. Miðað við núverandi ástand er ólíklegt að hann standi undir þeim tilgangi. Á fundi sínum samþykkti Háskólaráð ennfremur að almennt verði ekki ráðið í störf við fræðasviðin nema þau skili hallalausum rekstri og að allar nýráðningar þurfi að bera undir fjármálanefnd - sem í raun þýðir ráðningarstöðvun. Að auki er fræðasviðum gert að draga úr magni kennslustunda. Saman munu þessar aðgerðir skila sér í auknu álagi á kennara, lægri launum og minna starfsöryggi ungs fræða- og vísindafólks. Minna framboð námskeiða og fækkun kennslustunda mun þar að auki rýra gæði háskólamenntunar. Loks má nefna að Háskóli Íslands er ekki undanskilinn í nýsamþykktri stefnu ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum opinberra stofnana, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Verkefnamiðuðum vinnurýmum er ætlað að spara ríkinu miklar fjárhæðir og hefur ungt vísinda- og fræðafólk miklar áhyggjur af þessari stöðu. Hætta er á að kostnaður við vinnuaðstöðu lendi í auknum mæli á starfsfólkinu sjálfu því mörg munu að öllum líkindum velja að vinna heima vegna skorts á næði og samfellu sem það fær ekki í þessu fyrirhugaða rými. Þetta er kostnaður og álag sem leggst á hóp sem þegar býr við lítið starfs- og launaöryggi. Að auki er ungt vísinda- og fræðafólk líklegt til búa þröngt og hafa börn á heimilinu og hafa síður möguleika á að koma sér upp vinnuaðstöðu heima við. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld og stjórn háskólans kanni áhrif þessarar nýju stefnu í húsnæðismálum, sem að okkar mati er einnig ný mannauðsstefna, á mismunandi hópa innan háskólasamfélagsins og taki frekara frumkvæði til stuðnings ungu vísinda- og fræðafólki. Til að tryggja framtíð vísinda- og fræðasamfélags og gæði háskólamenntunar verður Háskóli Íslands að vera í stakk búinn að bjóða starfsfólki sínu upp á boðlegar vinnuaðstæður sem hvetja til nýsköpunar og samstarfs en veita jafnframt næði til að stunda bæði gagnrýnin og hagnýt fræða- og vísindastörf. Afleiðingar ofangreindra aðhaldsaðgerða ógna háskólakennslu, vísinda- og fræðastörfum á Íslandi og geta valdið ómældum skaða fyrir samfélagið. FEDON, Mentadok, Hugdok og Seigla fordæma stefnu stjórnvalda í málefnum Háskóla Íslands og telja hana aðför að vísinda- og fræðasamfélagi framtíðarinnar. Austerity measures pose a threat to academic recruitment, research, and knowledge production in Iceland A significant share of University of Icelands‘s contribution to research and knowledge production in Iceland is conducted by PhD-students and post-doctoral researchers. However, PhD and post-doctoral researchers across various schools at the University of Iceland are experiencing an overwhelming sense of concern. State budget cuts to higher education risk undermining the conditions for research and higher education in Iceland, leaving young researchers worried about the impact on their current and future careers. The financial state of the University of Iceland is causing concern among post-doctoral researchers, adjuncts, part-time lecturers, and students - in other words, the very people who make up Iceland's future scientific and academic community. The University, which is considered the country’s premier higher education and research institution, has been forced to reduce its operations due to budget cuts, despite an influx of new students during the COVID-19 pandemic (see the minutes from the University Council fundargerð Háskólaráðs). This has not gone unnoticed by students, researchers, or even the Rector. The University of Iceland’s Doctoral Fund is dwindling, resulting in fewer grants being given out to PhD students. Currently, many doctoral students are pursuing their studies without any funding, making it challenging to fully devote themselves to their research. Many resort to expensive student loans to finance their doctoral studies, which often leads to job insecurity after graduation. Even those who receive funding from the Doctoral Fund have expressed surprise and anger because their work percentages in their contracts are continually reduced without consultation or negotiation, despite having a full-time grant. While salaries are supposed to be increasing, grants are not, resulting in fewer working hours covered by the grant. The purpose of the Doctoral Fund is to strengthen the University of Iceland as an international research university and attract doctoral candidates. However, given the current situation, it is unlikely that the fund will achieve this goal. Despite recent reports of upcoming budget increases, the University Council agreed upon austerity measures in January that have had a harsh impact. Ongoing budget shortfalls have resulted in a general hiring freeze for academic departments unless they can operate within budget constraints. Faculties have also been required to reduce teaching hours, which will increase workloads for teachers, lower salaries, and reduce job security for young scholars and scientists. Furthermore, the reduction in available courses and teaching hours will likely diminish the overall quality of university education, resulting in serious setbacks to the conditions of scientific and academic work in Iceland. Furthermore, young researchers are worried that the University’s new policy of activity-based working in building planning, which is currently being implemented, will contribute even further to the undermining of the conditions for academic work. While the activity-based work plans are expected to save great amounts in housing costs, there is a risk that these costs will, to a great extent, be transferred to the employees themselves, who will have to install their own workspaces at home. Not only are young researchers already suffering from precarious working conditions, including lack of work security and low income, but they are also likely to live in small apartments, or have young children, and thus have limited opportunities to work at home. It is imperative for the University to prioritize creating a supportive work environment that inspires, leads by example, and paves the way for innovation. Therefore, it is crucial for the University to consider the potential impact of its policies and practices on all members of its community, and to take necessary actions to support its young researchers. Neglecting these obligations may hinder the progress of young researchers and discourage them from pursuing a career in academia. Thus, the university’s ability to meet its obligations will ultimately determine the future of scientific and academic work in Iceland. We in FEDON, Menntadoc, Hugdok and Seigla condemn the government's current policy concerning state higher education. The current policy risks undermining the future of academia as a workplace, and as a place for innovation, and a provider of critical knowledge about the past, present and future of our society. We also urge the University leadership to resist the government’s austerity measures and fight for its young researchers. Fyrir hönd FEDON / On behalf of FEDON: Brynjólfur G. Guðrúnar Jónsson Haukur Logi Karlsson Johanna Raudsepp Pontus Järvstad Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir Svava Dögg Jónsdóttir Valgerður Pálmadóttir Fyrir hönd Hugdok: Meritxell Risco de la Torre Piergiorgio Consagra Sigrún Hannesdóttir Fyrir hönd Menntadoc: Adam Janusz Switala Elizabeth Bik Yee Lay Flora Tietgen Ingibjörg J. Kolka Fyrir hönd Seiglu: Eva Jörgensen Hulda Guðmunda Óskarsdóttir Marcello Milanezi
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun