Trjákurlarinn frá FÖRST leysir málið Hreinir Garðar 18. apríl 2023 09:00 Hreinir Garðar selja og leiga út trjákurlara. Sá vinsælasti undir 750 kg. er FÖRST ST6P sem er allt í senn, snöggur, afkastamikill og sparneytinn. FÖRST trjákurlararnir eru með söluhæstu kurlurum Evrópu í dag og þekktir fyrir góða endingu og topp þjónustu frá framleiðanda. „Þeir eru mjög einfaldir í notkun og áreiðanlegir í vinnu," segir Þorsteinn Haraldsson, framkvæmdastjóri Hreinna Garða sem flytur þá inn hér á landi. „Stjórntakkarnir á vélinni eru snerti takkar sem margir kannast við úr neðanjarðarlestunum í Englandi. Vélin er síðan öll hönnuð til þess að vera sem einföldust í viðhaldi.“ Hreinir Garðar er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í viðhaldi og snyrtingu garða á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Fyrirtækið var stofnað árið 2009 og taldi þá tvo starfsmenn. Í dag starfa rúmlega 20 reynslumiklir starfsmenn hjá fyrirtækinu en yfir sumartímann fjölgar starfsfólki mikið. Hreinir Garðar selja bæði og leiga út trjákurlara að sögn Þorsteins. „Við bjóðum upp á nokkrar stærðir til sölu en sá vinsælasti undir 750 kg. er FÖRST ST6P sem er allt í senn, snöggur, afkastamikill og sparneytinn.“ Einfaldur í notkun Eins og er býður fyrirtækið bara upp á eina tegund af FÖRST trjákurlara til leigu en það er einmitt ST6P kurlarinn. „Það sem sá kurlari er undir 750 kg. þýðir það að allir mega draga hann án þess að hafa aukin ökuréttindi. Þessi kurlari er einfaldur í notkun og tekur greinar og trjáboli upp að 15 cm. í þvermál auk þess sem vélin er mjög létt en um leið með öflugan mótor.“ Hreinir Garðar bjóða einnig til leigu stærri og öflugri kurlara á beltum sem tekur greinar og trjáboli upp að 20 cm. í þvermál. „Þessari stærð af kurlara fylgir þó alltaf maður frá okkur sem vinnur verkið fyrir leigutakann.“ Minnkum kostnað, keyrslu og óþarfa bras Þorsteinn segir hentugra fyrir marga að leigja trjákurlara í stað þess að fjárfesta í einum slíkum. „Með leigunni erum við helst að reyna að ná til þeirra sem vilja gera hlutina sjálfir, til dæmis sumarbústaðareigenda sem þurfa að grisja og þess háttar. Eðlilega er miklu ódýrara að leigja ef þú notar kurlarann sjaldan auk þess sem leigjendur fá alltaf vél sem er í topp standi og með hnífana í góðu lagi.“ Hann bendir einnig á að það sé orðið ansi dýrt að farga greinum. „Auk þess getur það tekið margar ferðir með litla kerru að keyra trjábúta og greinar í burtu. Ef það er hægt að nýta efnið minnkum við kostnað, keyrslu og óþarfa bras. Viðskiptavinir sem kjósa að kaupa eru yfirleitt þeir sem búa lengra úti á landi eða þeir sem vinna við grisjun og að fella tré.“ Sýningarsalur Hreinna Garða er í Víkurhvarfi 4 í Kópavogi. „Hér er hægt að skoða þá trjákurlara sem við bjóðum upp á auk fleiri véla. Í Víkurhvarfi má einnig finna varahluta- og viðgerðarþjónustu okkar en við sjáum um allt slíkt fyrir FÖRST Global hér á landi.“ Garðyrkja Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira
„Þeir eru mjög einfaldir í notkun og áreiðanlegir í vinnu," segir Þorsteinn Haraldsson, framkvæmdastjóri Hreinna Garða sem flytur þá inn hér á landi. „Stjórntakkarnir á vélinni eru snerti takkar sem margir kannast við úr neðanjarðarlestunum í Englandi. Vélin er síðan öll hönnuð til þess að vera sem einföldust í viðhaldi.“ Hreinir Garðar er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í viðhaldi og snyrtingu garða á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Fyrirtækið var stofnað árið 2009 og taldi þá tvo starfsmenn. Í dag starfa rúmlega 20 reynslumiklir starfsmenn hjá fyrirtækinu en yfir sumartímann fjölgar starfsfólki mikið. Hreinir Garðar selja bæði og leiga út trjákurlara að sögn Þorsteins. „Við bjóðum upp á nokkrar stærðir til sölu en sá vinsælasti undir 750 kg. er FÖRST ST6P sem er allt í senn, snöggur, afkastamikill og sparneytinn.“ Einfaldur í notkun Eins og er býður fyrirtækið bara upp á eina tegund af FÖRST trjákurlara til leigu en það er einmitt ST6P kurlarinn. „Það sem sá kurlari er undir 750 kg. þýðir það að allir mega draga hann án þess að hafa aukin ökuréttindi. Þessi kurlari er einfaldur í notkun og tekur greinar og trjáboli upp að 15 cm. í þvermál auk þess sem vélin er mjög létt en um leið með öflugan mótor.“ Hreinir Garðar bjóða einnig til leigu stærri og öflugri kurlara á beltum sem tekur greinar og trjáboli upp að 20 cm. í þvermál. „Þessari stærð af kurlara fylgir þó alltaf maður frá okkur sem vinnur verkið fyrir leigutakann.“ Minnkum kostnað, keyrslu og óþarfa bras Þorsteinn segir hentugra fyrir marga að leigja trjákurlara í stað þess að fjárfesta í einum slíkum. „Með leigunni erum við helst að reyna að ná til þeirra sem vilja gera hlutina sjálfir, til dæmis sumarbústaðareigenda sem þurfa að grisja og þess háttar. Eðlilega er miklu ódýrara að leigja ef þú notar kurlarann sjaldan auk þess sem leigjendur fá alltaf vél sem er í topp standi og með hnífana í góðu lagi.“ Hann bendir einnig á að það sé orðið ansi dýrt að farga greinum. „Auk þess getur það tekið margar ferðir með litla kerru að keyra trjábúta og greinar í burtu. Ef það er hægt að nýta efnið minnkum við kostnað, keyrslu og óþarfa bras. Viðskiptavinir sem kjósa að kaupa eru yfirleitt þeir sem búa lengra úti á landi eða þeir sem vinna við grisjun og að fella tré.“ Sýningarsalur Hreinna Garða er í Víkurhvarfi 4 í Kópavogi. „Hér er hægt að skoða þá trjákurlara sem við bjóðum upp á auk fleiri véla. Í Víkurhvarfi má einnig finna varahluta- og viðgerðarþjónustu okkar en við sjáum um allt slíkt fyrir FÖRST Global hér á landi.“
Garðyrkja Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira