„Haukar tóku fleiri brauðmola en við nýttum færin okkar betur“ Andri Már Eggertsson skrifar 17. apríl 2023 22:00 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, fagnaði sigri í Ólafssal Vísir/Bára Dröfn Þór Þorlákshöfn vann tveggja stiga sigur á Haukum í Ólafssal 93-95 og tryggði sér farseðilinn í undanúrslit. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var afar ánægður með sigur í oddaleik. „Við töluðum um að brauðmolarnir myndu ráða úrslitum. Haukar tóku fleiri brauðmola en við nýttum færin okkar betur. Vincent Shahid var frábær og ég var ánægður með hvernig við spiluðum. Þegar við vorum undir þá náðum við að drepa augnablikið hjá þeim,“ sagði Lárus Jónsson og hélt áfram að hrósa leikmönnum Þórs Þorlákshafnar. „Emil [Karel Einarsson] var frábær á tímabili þar sem hann setti góða þrista. Mér fannst Tómas Valur [Þrastarson] stíga vel upp. Mér fannst strákarnir vera yfirvegaðir og voru ekki að einbeita sér að hlutum sem skiptu ekki máli.“ „Mér fannst augnablikið sem vann leikinn vera þegar Tómas Valur varði skot frá Hilmari [Smára Henningssyni] og þá hugsaði ég að við ættum góðan möguleika á að fara áfram í undanúrslitin.“ Lárus Jónsson hrósaði Haukum og þakkaði þeim fyrir gott einvígi. „Ég vil þakka Haukum kærlega fyrir frábært einvígi og þetta var frábært ár hjá þeim. Þeir voru ótrúlega góðir og Máté Dalmay klárlega þjálfari ársins. Hann kom með mikið nýtt sóknarlega sem maður hefur ekki séð áður og það var gaman að fá ferskan þjálfara inn í deildina.“ Þór Þorlákshöfn byrjaði leikinn afar illa og Lárus viðurkenndi að Þórsarar hafi verið stressaðir. „Við settum leikinn þannig upp að við ætluðum ekki að sjá eftir neinu. Við ætluðum að gefa allt í leikinn og berjast til síðasta blóðdropa og tilfinningin hvort sem við hefðum unnið eða tapað þá myndum við labba út sem sigurvegar.“ Lárus var spenntur fyrir undanúrslitunum þar sem Valur og Þór Þorlákshöfn mætast annað tímabilið í röð. „Þetta eru sömu undanúrslitin og í fyrra. Við erum að mæta Val sem er handhafi allra bikaranna og það verður verðugt verkefni. Í deildinni unnum við og töpuðum einum leik gegn Val þannig þetta eru jöfn lið að mætast,“ Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
„Við töluðum um að brauðmolarnir myndu ráða úrslitum. Haukar tóku fleiri brauðmola en við nýttum færin okkar betur. Vincent Shahid var frábær og ég var ánægður með hvernig við spiluðum. Þegar við vorum undir þá náðum við að drepa augnablikið hjá þeim,“ sagði Lárus Jónsson og hélt áfram að hrósa leikmönnum Þórs Þorlákshafnar. „Emil [Karel Einarsson] var frábær á tímabili þar sem hann setti góða þrista. Mér fannst Tómas Valur [Þrastarson] stíga vel upp. Mér fannst strákarnir vera yfirvegaðir og voru ekki að einbeita sér að hlutum sem skiptu ekki máli.“ „Mér fannst augnablikið sem vann leikinn vera þegar Tómas Valur varði skot frá Hilmari [Smára Henningssyni] og þá hugsaði ég að við ættum góðan möguleika á að fara áfram í undanúrslitin.“ Lárus Jónsson hrósaði Haukum og þakkaði þeim fyrir gott einvígi. „Ég vil þakka Haukum kærlega fyrir frábært einvígi og þetta var frábært ár hjá þeim. Þeir voru ótrúlega góðir og Máté Dalmay klárlega þjálfari ársins. Hann kom með mikið nýtt sóknarlega sem maður hefur ekki séð áður og það var gaman að fá ferskan þjálfara inn í deildina.“ Þór Þorlákshöfn byrjaði leikinn afar illa og Lárus viðurkenndi að Þórsarar hafi verið stressaðir. „Við settum leikinn þannig upp að við ætluðum ekki að sjá eftir neinu. Við ætluðum að gefa allt í leikinn og berjast til síðasta blóðdropa og tilfinningin hvort sem við hefðum unnið eða tapað þá myndum við labba út sem sigurvegar.“ Lárus var spenntur fyrir undanúrslitunum þar sem Valur og Þór Þorlákshöfn mætast annað tímabilið í röð. „Þetta eru sömu undanúrslitin og í fyrra. Við erum að mæta Val sem er handhafi allra bikaranna og það verður verðugt verkefni. Í deildinni unnum við og töpuðum einum leik gegn Val þannig þetta eru jöfn lið að mætast,“
Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira