„Haukar tóku fleiri brauðmola en við nýttum færin okkar betur“ Andri Már Eggertsson skrifar 17. apríl 2023 22:00 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, fagnaði sigri í Ólafssal Vísir/Bára Dröfn Þór Þorlákshöfn vann tveggja stiga sigur á Haukum í Ólafssal 93-95 og tryggði sér farseðilinn í undanúrslit. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var afar ánægður með sigur í oddaleik. „Við töluðum um að brauðmolarnir myndu ráða úrslitum. Haukar tóku fleiri brauðmola en við nýttum færin okkar betur. Vincent Shahid var frábær og ég var ánægður með hvernig við spiluðum. Þegar við vorum undir þá náðum við að drepa augnablikið hjá þeim,“ sagði Lárus Jónsson og hélt áfram að hrósa leikmönnum Þórs Þorlákshafnar. „Emil [Karel Einarsson] var frábær á tímabili þar sem hann setti góða þrista. Mér fannst Tómas Valur [Þrastarson] stíga vel upp. Mér fannst strákarnir vera yfirvegaðir og voru ekki að einbeita sér að hlutum sem skiptu ekki máli.“ „Mér fannst augnablikið sem vann leikinn vera þegar Tómas Valur varði skot frá Hilmari [Smára Henningssyni] og þá hugsaði ég að við ættum góðan möguleika á að fara áfram í undanúrslitin.“ Lárus Jónsson hrósaði Haukum og þakkaði þeim fyrir gott einvígi. „Ég vil þakka Haukum kærlega fyrir frábært einvígi og þetta var frábært ár hjá þeim. Þeir voru ótrúlega góðir og Máté Dalmay klárlega þjálfari ársins. Hann kom með mikið nýtt sóknarlega sem maður hefur ekki séð áður og það var gaman að fá ferskan þjálfara inn í deildina.“ Þór Þorlákshöfn byrjaði leikinn afar illa og Lárus viðurkenndi að Þórsarar hafi verið stressaðir. „Við settum leikinn þannig upp að við ætluðum ekki að sjá eftir neinu. Við ætluðum að gefa allt í leikinn og berjast til síðasta blóðdropa og tilfinningin hvort sem við hefðum unnið eða tapað þá myndum við labba út sem sigurvegar.“ Lárus var spenntur fyrir undanúrslitunum þar sem Valur og Þór Þorlákshöfn mætast annað tímabilið í röð. „Þetta eru sömu undanúrslitin og í fyrra. Við erum að mæta Val sem er handhafi allra bikaranna og það verður verðugt verkefni. Í deildinni unnum við og töpuðum einum leik gegn Val þannig þetta eru jöfn lið að mætast,“ Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
„Við töluðum um að brauðmolarnir myndu ráða úrslitum. Haukar tóku fleiri brauðmola en við nýttum færin okkar betur. Vincent Shahid var frábær og ég var ánægður með hvernig við spiluðum. Þegar við vorum undir þá náðum við að drepa augnablikið hjá þeim,“ sagði Lárus Jónsson og hélt áfram að hrósa leikmönnum Þórs Þorlákshafnar. „Emil [Karel Einarsson] var frábær á tímabili þar sem hann setti góða þrista. Mér fannst Tómas Valur [Þrastarson] stíga vel upp. Mér fannst strákarnir vera yfirvegaðir og voru ekki að einbeita sér að hlutum sem skiptu ekki máli.“ „Mér fannst augnablikið sem vann leikinn vera þegar Tómas Valur varði skot frá Hilmari [Smára Henningssyni] og þá hugsaði ég að við ættum góðan möguleika á að fara áfram í undanúrslitin.“ Lárus Jónsson hrósaði Haukum og þakkaði þeim fyrir gott einvígi. „Ég vil þakka Haukum kærlega fyrir frábært einvígi og þetta var frábært ár hjá þeim. Þeir voru ótrúlega góðir og Máté Dalmay klárlega þjálfari ársins. Hann kom með mikið nýtt sóknarlega sem maður hefur ekki séð áður og það var gaman að fá ferskan þjálfara inn í deildina.“ Þór Þorlákshöfn byrjaði leikinn afar illa og Lárus viðurkenndi að Þórsarar hafi verið stressaðir. „Við settum leikinn þannig upp að við ætluðum ekki að sjá eftir neinu. Við ætluðum að gefa allt í leikinn og berjast til síðasta blóðdropa og tilfinningin hvort sem við hefðum unnið eða tapað þá myndum við labba út sem sigurvegar.“ Lárus var spenntur fyrir undanúrslitunum þar sem Valur og Þór Þorlákshöfn mætast annað tímabilið í röð. „Þetta eru sömu undanúrslitin og í fyrra. Við erum að mæta Val sem er handhafi allra bikaranna og það verður verðugt verkefni. Í deildinni unnum við og töpuðum einum leik gegn Val þannig þetta eru jöfn lið að mætast,“
Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira