Óskar hefur sungið í fjögur þúsund jarðarförum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. apríl 2023 21:16 Óskar, sem hefur sungið í um fjögur þúsund jarðarförum. Stundum syngur hann í þremur á einum degi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Gamlir bílar og gömul bílnúmer eru honum hugleikinn, svo ekki sé talað um sönginn en hann hefur sungið í um fjögur þúsund jarðarförum. Hér erum við að tala um Álftagerðisbróðurinn Óskar Pétursson, sem Magnús Hlynur heimsótti í þætti sínum, „Mig langar að vita“ í hér á Stöð 2 í kvöld. Bifvélavirkinn Óskar Pétursson er með sitt eigið verkstæði á Akureyri þar sem hann er aðallega að gera upp gamla bíla. Þá er kaffistofan hans mjög vinsæl því karlarnir í hverfinu líta reglulega til hans þar sem sögur eru sagðar og mikið hlegið. Óskar hefur alltaf haft gaman af númerum á númeraplötum bíla. „Þetta er einn fyrsti hæluxinn, sem kom hingað til Akureyrar og fór í sveitina líka og ég er búin að vera að laga hann dálítið til hérna,“ segir Óskar. Og þú ert með A1 númerið? „Já og 25, 44 og 12 og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Óskar og skellihlær. Tveir af bílum Óskars á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Óskar er eflaust þekktastur fyrir að vera einn af Álftagerðisbræðrunum frá Álftagerði í Skagafirði, sem allir eru mikli söngmenn og hafa víða komið saman fram. Bræðurnir koma lítið, sem ekkert opinberlega fram lengur enda aldurinn farin að færast yfir þá og önnur verkefni hafa tekið við. Óskar er þó enn þá að syngja á fullum krafti við allskonar tækifæri, ekki síst útfarir eins og í Akureyrarkirkju. Já talandi um útfarir, veit Óskar hvað hann hefur sungið í mörgum útförum ? „Ég giska á að þær séu kannski um fjögur þúsund,“ segir Óskar. Óskar Pétursson bifvélavirki og söngvari á Akureyri, sem hefur nóg að gera við að gera upp gamla bíla og syngja við ýmis tækifæri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þegar ég kom hingað til starfa blautur á bak við bæði eyrun 1998 þá hringdi ég í þennan fræga mann, Óskar Pétursson, sem var að fara að syngja í jarðarför með mér og spurði hvenær hann vildi æfa með mér fyrir jarðarförina? „ Æfa, það er fyrir aumingja,“ sagði Óskar, segir Eyþóri Inga Jónsson, organisti í Akureyrarkirkju. Álftagerðisbræður, allt frábærir söngvarar, sem hafa gert garðinn frægan á Íslandi. Þeir hafa gefið saman út töluvert af efni, sem er alltaf mjög vinsælt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þátturinn með Óskari Péturssyni er nú aðgengilegur á Stöð 2+ Mig langar að vita Akureyri Tónlist Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Bifvélavirkinn Óskar Pétursson er með sitt eigið verkstæði á Akureyri þar sem hann er aðallega að gera upp gamla bíla. Þá er kaffistofan hans mjög vinsæl því karlarnir í hverfinu líta reglulega til hans þar sem sögur eru sagðar og mikið hlegið. Óskar hefur alltaf haft gaman af númerum á númeraplötum bíla. „Þetta er einn fyrsti hæluxinn, sem kom hingað til Akureyrar og fór í sveitina líka og ég er búin að vera að laga hann dálítið til hérna,“ segir Óskar. Og þú ert með A1 númerið? „Já og 25, 44 og 12 og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Óskar og skellihlær. Tveir af bílum Óskars á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Óskar er eflaust þekktastur fyrir að vera einn af Álftagerðisbræðrunum frá Álftagerði í Skagafirði, sem allir eru mikli söngmenn og hafa víða komið saman fram. Bræðurnir koma lítið, sem ekkert opinberlega fram lengur enda aldurinn farin að færast yfir þá og önnur verkefni hafa tekið við. Óskar er þó enn þá að syngja á fullum krafti við allskonar tækifæri, ekki síst útfarir eins og í Akureyrarkirkju. Já talandi um útfarir, veit Óskar hvað hann hefur sungið í mörgum útförum ? „Ég giska á að þær séu kannski um fjögur þúsund,“ segir Óskar. Óskar Pétursson bifvélavirki og söngvari á Akureyri, sem hefur nóg að gera við að gera upp gamla bíla og syngja við ýmis tækifæri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þegar ég kom hingað til starfa blautur á bak við bæði eyrun 1998 þá hringdi ég í þennan fræga mann, Óskar Pétursson, sem var að fara að syngja í jarðarför með mér og spurði hvenær hann vildi æfa með mér fyrir jarðarförina? „ Æfa, það er fyrir aumingja,“ sagði Óskar, segir Eyþóri Inga Jónsson, organisti í Akureyrarkirkju. Álftagerðisbræður, allt frábærir söngvarar, sem hafa gert garðinn frægan á Íslandi. Þeir hafa gefið saman út töluvert af efni, sem er alltaf mjög vinsælt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þátturinn með Óskari Péturssyni er nú aðgengilegur á Stöð 2+
Mig langar að vita Akureyri Tónlist Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira