Gervigreind framleiddi lag með röddum Drake og The Weeknd Bjarki Sigurðsson skrifar 17. apríl 2023 11:25 Drake og The Weeknd á tónleikum árið 2014. Getty/Ollie Millington Gervigreind framleiddi á dögunum lag með röddum tónlistarmannanna Drake og The Weeknd. Drake sjálfur vera kominn með nóg af gervigreindinni en útgáfufyrirtæki þeirra beggja er sagt hafa óskað eftir því að lagið yrði fjarlægt af öllum streymisveitum. Helgin í heimi tónlistarinnar var ansi viðburðarík en fjöldi listamanna flutti lög sín á hinni sívinsælu tónlistarhátíð Coachella í Kaliforníu. Þá lentu margir listamenn í því að gervigreind var búin að setja raddir annarra listamanna yfir lög þeirra. Einnig kom út lag með Drake og The Weeknd, sem þeir komu þó aldrei nálægt því að framleiða. Nýlega hófu netverjar að nota gervigreind til að láta raddir þekktra einstaklinga segja ákveðnar setningar. Til eru sprenghlægileg dæmi um það, eins og TikTok-myndbönd þar sem látið er eins og fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, Barack Obama og Donald Trump, séu að spila tölvuleiki með núverandi forseta Bandaríkjanna, Joe Biden. @ffrosken Presidents play CSGO #csgo #counterstrike #gaming #obama #trump #biden #fyp #fyp #ai #aivoice #elevenlabs #funny #funnyvideos original sound - ffrosken Þá eru raddir þekktra tónlistarmanna notaðar í lög annarra tónlistarmanna og látið eins og þeir hafi búið til ábreiður af þekktum lögum. Til að mynda syngur rödd Rihönnu lagið Cuff It með Beyoncé í myndbandinu hér fyrir neðan. IA Rihanna from ChatGPT singing Beyoncé s "Cuff It" pic.twitter.com/1TAmHEDAKv— Rihanna Facts (@Nevernyny) April 13, 2023 Og í öðru myndbandi má hlusta á útgáfu Kanye West og Drake á laginu WAP sem Meghan Thee Stallion og Cardi B sungu upprunalega. Y all the AI Kanye & Drake WAP is kinda iconic . pic.twitter.com/SCVKGcWWRd— Brielle The Villain (@Goldbloodedkil2) April 15, 2023 Það metnaðarfyllsta sem hefur komið úr þessu fári er þá frumsamið lag sem birtist fyrst á TikTok um helgina þar sem raddir kanadísku poppstjarnanna Drake og The Weeknd eru notaðar. Drake hafði nokkrum dögum áður sagst vera kominn með nóg af gervigreind eftir að rödd hans var notuð til að syngja lagið Munch með Ice Spice. AI got Drake rapping Munch pic.twitter.com/pWYB5rcjgg— Complex Music (@ComplexMusic) April 14, 2023 Lagið var birt á aðganginum Ghostwriter977 og hafa tæplega 8,8 milljónir manna hlustað á það þar. Er það kallað Heart on My Sleeve og hefur nú verið gefið út á öllum helstu streymisveitum. Universal Music Group, rétthafi tónlistar bæði Drake og The Weeknd, er sagt hafa beðið streymisveiturnar um að taka lagið út þar sem þarna er verið að nota raddir þeirra listamanna. Veiturnar hafa ekki brugðist við þessari beiðni enn sem komið er. @ghostwriter977 hi im ghostwriter. #drake #aivoice #theweeknd #ai #aidrake #theweekndai Heart on My Sleeve by Ghostwriter out everywhere. - ghostwriter Gervigreind Tónlist Kanada Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Helgin í heimi tónlistarinnar var ansi viðburðarík en fjöldi listamanna flutti lög sín á hinni sívinsælu tónlistarhátíð Coachella í Kaliforníu. Þá lentu margir listamenn í því að gervigreind var búin að setja raddir annarra listamanna yfir lög þeirra. Einnig kom út lag með Drake og The Weeknd, sem þeir komu þó aldrei nálægt því að framleiða. Nýlega hófu netverjar að nota gervigreind til að láta raddir þekktra einstaklinga segja ákveðnar setningar. Til eru sprenghlægileg dæmi um það, eins og TikTok-myndbönd þar sem látið er eins og fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, Barack Obama og Donald Trump, séu að spila tölvuleiki með núverandi forseta Bandaríkjanna, Joe Biden. @ffrosken Presidents play CSGO #csgo #counterstrike #gaming #obama #trump #biden #fyp #fyp #ai #aivoice #elevenlabs #funny #funnyvideos original sound - ffrosken Þá eru raddir þekktra tónlistarmanna notaðar í lög annarra tónlistarmanna og látið eins og þeir hafi búið til ábreiður af þekktum lögum. Til að mynda syngur rödd Rihönnu lagið Cuff It með Beyoncé í myndbandinu hér fyrir neðan. IA Rihanna from ChatGPT singing Beyoncé s "Cuff It" pic.twitter.com/1TAmHEDAKv— Rihanna Facts (@Nevernyny) April 13, 2023 Og í öðru myndbandi má hlusta á útgáfu Kanye West og Drake á laginu WAP sem Meghan Thee Stallion og Cardi B sungu upprunalega. Y all the AI Kanye & Drake WAP is kinda iconic . pic.twitter.com/SCVKGcWWRd— Brielle The Villain (@Goldbloodedkil2) April 15, 2023 Það metnaðarfyllsta sem hefur komið úr þessu fári er þá frumsamið lag sem birtist fyrst á TikTok um helgina þar sem raddir kanadísku poppstjarnanna Drake og The Weeknd eru notaðar. Drake hafði nokkrum dögum áður sagst vera kominn með nóg af gervigreind eftir að rödd hans var notuð til að syngja lagið Munch með Ice Spice. AI got Drake rapping Munch pic.twitter.com/pWYB5rcjgg— Complex Music (@ComplexMusic) April 14, 2023 Lagið var birt á aðganginum Ghostwriter977 og hafa tæplega 8,8 milljónir manna hlustað á það þar. Er það kallað Heart on My Sleeve og hefur nú verið gefið út á öllum helstu streymisveitum. Universal Music Group, rétthafi tónlistar bæði Drake og The Weeknd, er sagt hafa beðið streymisveiturnar um að taka lagið út þar sem þarna er verið að nota raddir þeirra listamanna. Veiturnar hafa ekki brugðist við þessari beiðni enn sem komið er. @ghostwriter977 hi im ghostwriter. #drake #aivoice #theweeknd #ai #aidrake #theweekndai Heart on My Sleeve by Ghostwriter out everywhere. - ghostwriter
Gervigreind Tónlist Kanada Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira