Ekki enn tapað þegar Casemiro, Fernandes og Eriksen byrja allir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2023 12:00 Á mynd vantar Casemiro. Lewis Storey/Getty Images Manchester United hefur ekki enn tapað leik þegar Casemiro, Bruno Fernandes og Christian Eriksen spila saman. Alls hefur þríeykið spilað 17 leiki saman á leiktíðinni, 15 hafa unnist og tveir endað með jafntefli. Manchester United vann góðan 2-0 útisigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Allir þrír byrjuðu leikinn þó svo að Eriksen hafi upphaflega verið á bekknum. Marcel Sabitzer meiddist hins vegar í upphitun og þá kom Eriksen inn í liðið. Erik Ten Hag, þjálfari Man United, sagði eftir leik að það væri ekki ókostur að þurfa setja Eriksen inn í byrjunarliðið og hann virðist hafa nokkuð til síns máls. Man United var án fjölda leikmanna gegn Forest. Má þar helst nefna Raphaël Varane, Lisandro Martínez, Luke Shaw og Marcus Rashford. Það kom ekki að sök að þessu sinni en sigur Man Utd var síst of stór. Lykillinn að sigri liðsins var þríeykið á miðjunni en þetta var í fyrsta sinn sem Casemiro, Fernandes og Eriksen spila saman síðan 28. janúar þegar sá síðastnefndi meiddist eftir skelfilega tæklingu Andy Carroll. Að fá Eriksen til baka gefur Man United mikið og sú staðreynd að liðið virðist nær ósigrandi með hann, Fernandes og Casemiro saman í byrjunarliðinu gefur góð fyrirheit. Liðið þarf þó að finna leið til að vinna án Fernandes á fimmtudaginn kemur þar sem hann verður í leikbanni gegn Sevilla. #MUFC have never lost when Bruno Fernandes, Casemiro + Christian Eriksen form midfield three. Indeed it s 15 wins + two draws.Their ability to retain the ball + play first-time passes over shoulder from deep is key. Season high possession v Forest: 68% https://t.co/8fUvpp8ZkT— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) April 17, 2023 Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli þar sem Man United henti frá sér tveggja marka forystu. Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist í vikunni en liðið á svo bikarleik gegn Brighton & Hove Albion um næstu helgi. Það gæti því margt breyst á aðeins þremur dögum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Manchester United vann góðan 2-0 útisigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Allir þrír byrjuðu leikinn þó svo að Eriksen hafi upphaflega verið á bekknum. Marcel Sabitzer meiddist hins vegar í upphitun og þá kom Eriksen inn í liðið. Erik Ten Hag, þjálfari Man United, sagði eftir leik að það væri ekki ókostur að þurfa setja Eriksen inn í byrjunarliðið og hann virðist hafa nokkuð til síns máls. Man United var án fjölda leikmanna gegn Forest. Má þar helst nefna Raphaël Varane, Lisandro Martínez, Luke Shaw og Marcus Rashford. Það kom ekki að sök að þessu sinni en sigur Man Utd var síst of stór. Lykillinn að sigri liðsins var þríeykið á miðjunni en þetta var í fyrsta sinn sem Casemiro, Fernandes og Eriksen spila saman síðan 28. janúar þegar sá síðastnefndi meiddist eftir skelfilega tæklingu Andy Carroll. Að fá Eriksen til baka gefur Man United mikið og sú staðreynd að liðið virðist nær ósigrandi með hann, Fernandes og Casemiro saman í byrjunarliðinu gefur góð fyrirheit. Liðið þarf þó að finna leið til að vinna án Fernandes á fimmtudaginn kemur þar sem hann verður í leikbanni gegn Sevilla. #MUFC have never lost when Bruno Fernandes, Casemiro + Christian Eriksen form midfield three. Indeed it s 15 wins + two draws.Their ability to retain the ball + play first-time passes over shoulder from deep is key. Season high possession v Forest: 68% https://t.co/8fUvpp8ZkT— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) April 17, 2023 Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli þar sem Man United henti frá sér tveggja marka forystu. Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist í vikunni en liðið á svo bikarleik gegn Brighton & Hove Albion um næstu helgi. Það gæti því margt breyst á aðeins þremur dögum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira