Ekki hlustað á starfsfólk sem vill halda sínu vinnurými Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. apríl 2023 22:30 Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir, prófessor við hugvísindasvið Háskóla Íslands, segir að taka þurfi mið að eðli starfs þeirra en það hafi ekki verið gert. Stöð 2/Steingrímur Dúi Mjög mikil óánægja er meðal starfsmanna Háskóla Íslands vegna fyrirhugaðra breytinga á vinnuumhverfi að sögn prófessors við skólann. Rannsóknir sýni að afköst og starfsánægja minnki við breytingarnar. Leita þurfi annarra lausna og taka mið af eðli starfsins en ekki hafi verið hlustað á þeirra sjónarmið. Háskóli Íslands stendur fyrir framkvæmdum á Hótel Sögu um þessar mundir en þar eiga að rísa stúdentaíbúðir auk þess sem unnið er að flutningi á starfsemi menntavísindasviðs, sem áður var til húsa í Stakkahlíð meðal annars. Með flutningunum mun starfsfólk færast yfir í svokallað verkefnamiðað vinnuumhverfi, sem gengur einna út á það að fólk sé ekki með fasta vinnuaðstöðu heldur færi sig á milli staða eftir því hvað þau eru að gera að hverju sinni. Vanalegast er um mjög opin rými að ræða. „Ég heyri ekki annað en það sé bara mjög mikil óánægja, að það lítist eiginlega engum á þetta af akademíska starfsfólkinu alla vega. Það er svo mikilvægt að geta einbeitt sér og það er bara ekkert hægt að gera það í hvaða rými sem er,“ segir Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki við HÍ, um málið. „Fólk sem vinnur við háskólann er yfirleitt með mikið af bókum og alls konar rannsóknargögnum í kringum sig innan seilingar og það er ekki hægt í svona rými. Það á að vera sem minnst af áþreifanlegum gögnum og gert ráð fyrir að það sé allt meira og minna á tölvutæku formi, sem er bara ekki raunin. Fólk heldur kannski að það sé allt komið á netið en það er bara ekki þannig,“ segir hún enn fremur. Ekki hlustað á gagnrýni starfsfólks Háskóli Íslands hefur ráðið hollenska ráðgjafafyrirtækið Veldhoen + Company, sem sérhæfir sig í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi, til að þróa hugmyndir um vinnurými starfsfólks á Hótel sögu. Í kynningu frá fyrirtækinu má finna nokkur dæmi lögð fram um uppsetningu rýmanna en í flestum tilvikum eru rýmin að mestu opin, með nokkrum afmörkuðum svæðum þar sem fólk getur fengið örlítið næði. Hér má sjá dæmi af rými sem ráðgjafafyrirtækið kynnti á dögunum. Veldhoen + Company Starfsfólk hafi reynt að koma athugasemdum og áhyggjum sínum á framfæri til fyrirtækisins, án árangurs. „Skilaboðin hafa verið á þann veg að ef starfsfólkið segir að því lítist ekki á þessar hugmyndir þá eru svörin að við kunnum ekki að skipuleggja okkur rétt og þurfum að læra að vinna öðruvísi,“ segir Eyja. Verkefnamiðuð vinnuumhverfi eru ekki ný af nálinni en þau hafa til að mynda verið rannsökuð erlendis. Með breytingunni muni þeir sem geta fara að vinna heima, sem hafi ekki góð áhrif á starfsandann eða möguleikann til samvinnu. „Rannsóknir hafa sýnt að afköst minnka, veikindi aukast og starfsánægja minnkar auk þess sem möguleikinn á að einbeita sér, það er mikið kvartað yfir því að hann sé ekki til staðar,“ segir Eyja. Markmið ríkisstjórnarinnar er að 65 prósent allra ríkisaðila muni vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi árið 2028. Grafík/Sara Rut Fyrirhugaðar eru breytingar á rými starfsfólks annarra sviða með tímanum en markmið ríkisstjórnarinnar samkvæmt fjármálaáætlun til næstu fimm ára er að 25 prósent ríkisaðila muni vinna í verkefnamiðuðu umhverfi árið 2024 og 65 prósent árið 2028. Þó umhverfið henti eflaust sumum telja starfsmenn háskólans að taka þurfi tillit til þeirra eðli þeirra starfa, sem hafi ekki verið gert hingað til. „Auðvitað mætti skoða hvort það eru einhverjar aðrar leiðir en það þarf þá að vera í fullri samvinnu við starfsfólkið, hvað það telur sig geta og hvað það telur að sé mögulegt,“ segir Eyja. Háskólar Skóla - og menntamál Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Opinbert starfsfólk færist úr lokuðum skrifstofum Samkvæmt viðmiðum fjármálaráðuneytis frá árinu 2019 eiga skrifstofurými hins opinbera að færast frá lokuðum skrifstofum og yfir í verkefnamiðaða vinnuaðstöðu. Upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslunnar segir þessa aðstöðu taka allt inn í jöfnuna, líðan starfsfólks, skilvirkni og kostnað. 17. mars 2023 11:41 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Háskóli Íslands stendur fyrir framkvæmdum á Hótel Sögu um þessar mundir en þar eiga að rísa stúdentaíbúðir auk þess sem unnið er að flutningi á starfsemi menntavísindasviðs, sem áður var til húsa í Stakkahlíð meðal annars. Með flutningunum mun starfsfólk færast yfir í svokallað verkefnamiðað vinnuumhverfi, sem gengur einna út á það að fólk sé ekki með fasta vinnuaðstöðu heldur færi sig á milli staða eftir því hvað þau eru að gera að hverju sinni. Vanalegast er um mjög opin rými að ræða. „Ég heyri ekki annað en það sé bara mjög mikil óánægja, að það lítist eiginlega engum á þetta af akademíska starfsfólkinu alla vega. Það er svo mikilvægt að geta einbeitt sér og það er bara ekkert hægt að gera það í hvaða rými sem er,“ segir Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki við HÍ, um málið. „Fólk sem vinnur við háskólann er yfirleitt með mikið af bókum og alls konar rannsóknargögnum í kringum sig innan seilingar og það er ekki hægt í svona rými. Það á að vera sem minnst af áþreifanlegum gögnum og gert ráð fyrir að það sé allt meira og minna á tölvutæku formi, sem er bara ekki raunin. Fólk heldur kannski að það sé allt komið á netið en það er bara ekki þannig,“ segir hún enn fremur. Ekki hlustað á gagnrýni starfsfólks Háskóli Íslands hefur ráðið hollenska ráðgjafafyrirtækið Veldhoen + Company, sem sérhæfir sig í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi, til að þróa hugmyndir um vinnurými starfsfólks á Hótel sögu. Í kynningu frá fyrirtækinu má finna nokkur dæmi lögð fram um uppsetningu rýmanna en í flestum tilvikum eru rýmin að mestu opin, með nokkrum afmörkuðum svæðum þar sem fólk getur fengið örlítið næði. Hér má sjá dæmi af rými sem ráðgjafafyrirtækið kynnti á dögunum. Veldhoen + Company Starfsfólk hafi reynt að koma athugasemdum og áhyggjum sínum á framfæri til fyrirtækisins, án árangurs. „Skilaboðin hafa verið á þann veg að ef starfsfólkið segir að því lítist ekki á þessar hugmyndir þá eru svörin að við kunnum ekki að skipuleggja okkur rétt og þurfum að læra að vinna öðruvísi,“ segir Eyja. Verkefnamiðuð vinnuumhverfi eru ekki ný af nálinni en þau hafa til að mynda verið rannsökuð erlendis. Með breytingunni muni þeir sem geta fara að vinna heima, sem hafi ekki góð áhrif á starfsandann eða möguleikann til samvinnu. „Rannsóknir hafa sýnt að afköst minnka, veikindi aukast og starfsánægja minnkar auk þess sem möguleikinn á að einbeita sér, það er mikið kvartað yfir því að hann sé ekki til staðar,“ segir Eyja. Markmið ríkisstjórnarinnar er að 65 prósent allra ríkisaðila muni vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi árið 2028. Grafík/Sara Rut Fyrirhugaðar eru breytingar á rými starfsfólks annarra sviða með tímanum en markmið ríkisstjórnarinnar samkvæmt fjármálaáætlun til næstu fimm ára er að 25 prósent ríkisaðila muni vinna í verkefnamiðuðu umhverfi árið 2024 og 65 prósent árið 2028. Þó umhverfið henti eflaust sumum telja starfsmenn háskólans að taka þurfi tillit til þeirra eðli þeirra starfa, sem hafi ekki verið gert hingað til. „Auðvitað mætti skoða hvort það eru einhverjar aðrar leiðir en það þarf þá að vera í fullri samvinnu við starfsfólkið, hvað það telur sig geta og hvað það telur að sé mögulegt,“ segir Eyja.
Háskólar Skóla - og menntamál Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Opinbert starfsfólk færist úr lokuðum skrifstofum Samkvæmt viðmiðum fjármálaráðuneytis frá árinu 2019 eiga skrifstofurými hins opinbera að færast frá lokuðum skrifstofum og yfir í verkefnamiðaða vinnuaðstöðu. Upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslunnar segir þessa aðstöðu taka allt inn í jöfnuna, líðan starfsfólks, skilvirkni og kostnað. 17. mars 2023 11:41 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Opinbert starfsfólk færist úr lokuðum skrifstofum Samkvæmt viðmiðum fjármálaráðuneytis frá árinu 2019 eiga skrifstofurými hins opinbera að færast frá lokuðum skrifstofum og yfir í verkefnamiðaða vinnuaðstöðu. Upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslunnar segir þessa aðstöðu taka allt inn í jöfnuna, líðan starfsfólks, skilvirkni og kostnað. 17. mars 2023 11:41