FH-ingar steinlágu síðast þegar þeir spiluðu á frjálsíþróttavellinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. apríl 2023 11:31 Úr leik FH og Fylkis 20. maí 2002. Allt bendir til þess að FH mæti Stjörnunni á frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika á morgun. Þegar FH-ingar léku síðast á vellinum í deildarleik steinlágu þeir. Það kemur endanlega í ljós í dag hvort FH fær leyfi til að spila leikinn gegn Stjörnunni á frjálsíþróttavellinum. FH-ingar vilja hlífa aðalvellinum og Stjörnumenn voru ekki tilbúnir að skipta á heimaleikjum. Aðstaðan á frjálsíþróttavellinum verður tekin út af fulltrúum KSÍ í dag og þá verður tekin endanleg ákvörðun um hvort spila megi leikinn á vellinum sem er jafnan kallaður miðvöllurinn. Ef FH-ingar fá grænt ljós frá KSÍ verður því leikur í efstu deild á frjálsíþróttavellinum í fyrsta sinn í 21 ár, eða síðan FH og Fylkir mættust þar í 1. umferð Símadeildarinnar 2002. Vonandi fyrir FH-inga fer leikurinn á morgun betur en leikurinn fyrir 21 ári, því þeir töpuðu honum 0-3. Þetta var fyrsti deildarleikur FH undir stjórn Sigurðar Jónssonar. Alls voru 1530 manns á leiknum og þeir sáu Fylkismenn í fantaformi. Sævar Þór Gíslason kom Árbæingum yfir strax á 4. mínútu. Hann bætti öðru marki við á 21. mínútu. Björn Viðar Ásbjörnsson skoraði svo þriðja mark Fylkis fjórum mínútum fyrir hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki og Fylkismenn fóru heim í Árbæinn með stigin þrjú. Á miðju FH í leiknum var Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari liðsins. Fyrirliði FH í leiknum var Hilmar Björnsson sem er íþróttastjóri RÚV í dag. Meðal annarra leikmanna Fimleikafélagsins á þessum tíma má nefna markvörðinn Daða Lárusson, Frey Bjarnason, Jónas Grana Garðarsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og Jón Þorgrímur Stefánsson. „Byrjunin var alveg hræðileg og reyndar fyrri hálfleikur allur og þeir fara þrisvar yfir miðju og skora þrjú mörk,“ sagði Jón Þorgrímur við DV eftir leikinn. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá mörkin úr umræddum leik FH og Fylkis 20. maí 2002. Klippa: FH 0-3 Fylkir 2002 FH endaði í 6. sæti Símadeildarinnar tímabilið 2002. Eftir það tók Ólafur Jóhannesson við liðinu og blómaskeið þess hófst. FH-ingar enduðu í 1. eða 2. sæti efstu deildar á árunum 2003-16 og unnu samtals átta Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla. Fylkir endaði aftur á móti í 2. sæti og rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum til KR. Annað sætið 2000 og 2002 er besti árangur Fylkismanna í sögunni. Leikur FH og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Besta deild karla FH Fylkir Hafnarfjörður Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Það kemur endanlega í ljós í dag hvort FH fær leyfi til að spila leikinn gegn Stjörnunni á frjálsíþróttavellinum. FH-ingar vilja hlífa aðalvellinum og Stjörnumenn voru ekki tilbúnir að skipta á heimaleikjum. Aðstaðan á frjálsíþróttavellinum verður tekin út af fulltrúum KSÍ í dag og þá verður tekin endanleg ákvörðun um hvort spila megi leikinn á vellinum sem er jafnan kallaður miðvöllurinn. Ef FH-ingar fá grænt ljós frá KSÍ verður því leikur í efstu deild á frjálsíþróttavellinum í fyrsta sinn í 21 ár, eða síðan FH og Fylkir mættust þar í 1. umferð Símadeildarinnar 2002. Vonandi fyrir FH-inga fer leikurinn á morgun betur en leikurinn fyrir 21 ári, því þeir töpuðu honum 0-3. Þetta var fyrsti deildarleikur FH undir stjórn Sigurðar Jónssonar. Alls voru 1530 manns á leiknum og þeir sáu Fylkismenn í fantaformi. Sævar Þór Gíslason kom Árbæingum yfir strax á 4. mínútu. Hann bætti öðru marki við á 21. mínútu. Björn Viðar Ásbjörnsson skoraði svo þriðja mark Fylkis fjórum mínútum fyrir hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki og Fylkismenn fóru heim í Árbæinn með stigin þrjú. Á miðju FH í leiknum var Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari liðsins. Fyrirliði FH í leiknum var Hilmar Björnsson sem er íþróttastjóri RÚV í dag. Meðal annarra leikmanna Fimleikafélagsins á þessum tíma má nefna markvörðinn Daða Lárusson, Frey Bjarnason, Jónas Grana Garðarsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og Jón Þorgrímur Stefánsson. „Byrjunin var alveg hræðileg og reyndar fyrri hálfleikur allur og þeir fara þrisvar yfir miðju og skora þrjú mörk,“ sagði Jón Þorgrímur við DV eftir leikinn. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá mörkin úr umræddum leik FH og Fylkis 20. maí 2002. Klippa: FH 0-3 Fylkir 2002 FH endaði í 6. sæti Símadeildarinnar tímabilið 2002. Eftir það tók Ólafur Jóhannesson við liðinu og blómaskeið þess hófst. FH-ingar enduðu í 1. eða 2. sæti efstu deildar á árunum 2003-16 og unnu samtals átta Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla. Fylkir endaði aftur á móti í 2. sæti og rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum til KR. Annað sætið 2000 og 2002 er besti árangur Fylkismanna í sögunni. Leikur FH og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Besta deild karla FH Fylkir Hafnarfjörður Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti