Aurarnir hverfa Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. apríl 2023 16:22 Aurarnir eru fyrir löngu horfnir sem mynt og munu á morgun hverfa úr greiðslukortakerfum. Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. Samkvæmt greiðslumiðlunarfyrirtækinu Rapyd.net er þessi kerfisbreyting gerð að frumkvæði kortafyrirtækjanna til þess að lagfæra ósamræmi gagnvart ISO staðli um gjaldmiðla. Þetta getur haft áhrif á það hvernig upphæðir færslna birtast korthöfum. Rapyd búast ekki við því að upp komi nein vandkvæði vegna þessarar breytingar. Unnið hafi verið að því að fyrirbyggja slíkt. „Ef óvænt tilvik koma upp sem varða misræmi í upphæðum þá hvetjum við korthafa til að hafa samband við viðskiptabanka sinn og söluaðila að hafa samband við Rapyd til að fá það leiðrétt,“ segir Jónína Ingvadóttir markaðsstjóri Rapyd. „Gagnvart íslenskum korthöfum mun ekkert breytast. Seðlabanki kemur ekki að þessu máli um helgina á neinn hátt og breytingin er til góðs út frá öryggi greiðslukortaviðskipta. Einingarverð einstakra vara á Íslandi mun áfram geta verið tilgreint í aurum en heildarfjárhæð kortafærslu verður tilgreint í heilum krónum,“ segir Sigurður Valgeirsson upplýsingafulltrúi Seðlabankans um breytinguna. En PayPal hafa einnig tilkynnt að aurarnir hverfi úr þeirra kerfi. Tilgangur laga að draga úr sviksamlegum færslum Samkvæmt Seðlabankanum er bakgrunnur málsins sá að í apríl 1998 samþykkti Alþingi breytingu á gjaldmiðlalögum er hljóðar svo: „Að tillögu Seðlabanka Íslands er ráðherra heimilt að ákveða að fjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skuli greind og greidd með heilli krónu. Skal lægri fjárhæð en fimmtíu aurum sleppt, en fimmtíu aurar eða hærri fjárhæð hækkuð í eina krónu.“ Í september 2002 var svo sett reglugerð um að heildarfjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skyldi greind og greidd með heilli krónu. „Hins vegar skyldu aurar eftir sem áður vera til sem eining í gjaldmiðli Íslands jafnvel þótt sláttu aura hafi verið hætt. Aurar eru enn þá notaðir í viðskiptum á Íslandi og svo mun vera áfram í einstökum viðskiptum svo sem við kaup á olíu og bensíni þar sem lítraverð er tilgreint í aurum en heildarreikningsfjárhæð færð upp eða niður í heila krónu gagnvart kaupanda,“ segir Sigurður. Var ISO staðli íslensku krónunnar breytt til samræmis við þetta og hafa greiðslukortasamsteypurnar viljað gera slíkt hið sama. „Þannig breyting hefði haft áhrif á hugbúnað í öllum posum á Íslandi samtímis auk þess sem allir útgefendur á Íslandi þyrftu að breyta sínum kerfum samtímis. Undanþága var veitt af alþjóðlegu kortasamsteypunum gagnvart íslenskum útgefendum hvað þetta varðaði en nú var komið að því út frá öryggi í greiðslumiðlun þ.e. sterkri sannvottun að ráðast þurfti í ofangreindar breytingar,“ segir Sigurður. Frá 2021 hafa kortasamsteypurnar og EBA, bankastofnun Evrópu, gert kröfu um að útgefendur og færsluhirðar uppfylli kröfu Evróputilskipunar um greiðsluþjónustu til sterkrar sannvottunar. „Tilgangurinn er að draga úr sviksamlegum færslum og tryggja að korthafi sé sá eini sem getur heimilað færslu,“ Greiðslumiðlun Íslenska krónan Tengdar fréttir Paypal kastar íslenska aurnum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Samkvæmt greiðslumiðlunarfyrirtækinu Rapyd.net er þessi kerfisbreyting gerð að frumkvæði kortafyrirtækjanna til þess að lagfæra ósamræmi gagnvart ISO staðli um gjaldmiðla. Þetta getur haft áhrif á það hvernig upphæðir færslna birtast korthöfum. Rapyd búast ekki við því að upp komi nein vandkvæði vegna þessarar breytingar. Unnið hafi verið að því að fyrirbyggja slíkt. „Ef óvænt tilvik koma upp sem varða misræmi í upphæðum þá hvetjum við korthafa til að hafa samband við viðskiptabanka sinn og söluaðila að hafa samband við Rapyd til að fá það leiðrétt,“ segir Jónína Ingvadóttir markaðsstjóri Rapyd. „Gagnvart íslenskum korthöfum mun ekkert breytast. Seðlabanki kemur ekki að þessu máli um helgina á neinn hátt og breytingin er til góðs út frá öryggi greiðslukortaviðskipta. Einingarverð einstakra vara á Íslandi mun áfram geta verið tilgreint í aurum en heildarfjárhæð kortafærslu verður tilgreint í heilum krónum,“ segir Sigurður Valgeirsson upplýsingafulltrúi Seðlabankans um breytinguna. En PayPal hafa einnig tilkynnt að aurarnir hverfi úr þeirra kerfi. Tilgangur laga að draga úr sviksamlegum færslum Samkvæmt Seðlabankanum er bakgrunnur málsins sá að í apríl 1998 samþykkti Alþingi breytingu á gjaldmiðlalögum er hljóðar svo: „Að tillögu Seðlabanka Íslands er ráðherra heimilt að ákveða að fjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skuli greind og greidd með heilli krónu. Skal lægri fjárhæð en fimmtíu aurum sleppt, en fimmtíu aurar eða hærri fjárhæð hækkuð í eina krónu.“ Í september 2002 var svo sett reglugerð um að heildarfjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skyldi greind og greidd með heilli krónu. „Hins vegar skyldu aurar eftir sem áður vera til sem eining í gjaldmiðli Íslands jafnvel þótt sláttu aura hafi verið hætt. Aurar eru enn þá notaðir í viðskiptum á Íslandi og svo mun vera áfram í einstökum viðskiptum svo sem við kaup á olíu og bensíni þar sem lítraverð er tilgreint í aurum en heildarreikningsfjárhæð færð upp eða niður í heila krónu gagnvart kaupanda,“ segir Sigurður. Var ISO staðli íslensku krónunnar breytt til samræmis við þetta og hafa greiðslukortasamsteypurnar viljað gera slíkt hið sama. „Þannig breyting hefði haft áhrif á hugbúnað í öllum posum á Íslandi samtímis auk þess sem allir útgefendur á Íslandi þyrftu að breyta sínum kerfum samtímis. Undanþága var veitt af alþjóðlegu kortasamsteypunum gagnvart íslenskum útgefendum hvað þetta varðaði en nú var komið að því út frá öryggi í greiðslumiðlun þ.e. sterkri sannvottun að ráðast þurfti í ofangreindar breytingar,“ segir Sigurður. Frá 2021 hafa kortasamsteypurnar og EBA, bankastofnun Evrópu, gert kröfu um að útgefendur og færsluhirðar uppfylli kröfu Evróputilskipunar um greiðsluþjónustu til sterkrar sannvottunar. „Tilgangurinn er að draga úr sviksamlegum færslum og tryggja að korthafi sé sá eini sem getur heimilað færslu,“
Greiðslumiðlun Íslenska krónan Tengdar fréttir Paypal kastar íslenska aurnum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Paypal kastar íslenska aurnum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25