„Leikmennirnir sem eru með mér hafa lært að gefa inn á línu“ Jón Már Ferro skrifar 13. apríl 2023 12:01 Einar Ingi Hrafnsson, leikmaður Aftureldingar. Vísir/Bára „Leikmennirnir sem eru með mér hafa lært að gefa inn á línu. Ég er búinn að tuða í þeim í 6 ár, það er byrjað að skila sér. Svo er nálgunin búin að vera rétt allt tímabilið,“ sagði hinn 39 ára gamli leikmaður Aftureldingar, Einar Ingi Hrafnsson. Einar var valinn besti línumaður Olís deildar karla í handbolta af sérfræðingum Handkastsins. Ágúst Birgisson og Jón Bjarni Ólafsson, leikmenn FH, Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV og Þórður Tandri Ágústsson, leikmaður Stjörnunnar, voru einnig tilnefndir. „Þegar menn átta sig á að þegar þú gefur á línu kemur það alltaf allt til baka til þín aftur. Það skilar sér margfalt til baka til skyttana og miðjunnar þegar þú gefur á línu. Það er stór þáttur í því að menn eru búnir að vaxa og þroskast í Mosfellsbænum.“ Einar segist ekki vilja gefa út hvort hann hætti eftir tímabilið vegna þess hve spennandi hlutir séu að gerast í Aftureldingu. Hann segir aukna trú vera að byggjast upp og spilamennska liðsins hafi vaxið í vetur. Það geri honum erfitt fyrir að hætta. „Ég er allavega ekki að fara að opinbera neitt í Handkastinu. Ég er allavega undir feldi, mjög þykkum feldi.“ Einar Ingi Hrafnsson er erfiður viðureignar.Vísir/Daníel Einar var spurður að því hvort hann væri í betra líkamlegu formi á nú á lokametrum ferilsins en áður á ferlinum. „Þetta er ósköp svipað þannig séð. Ég held að hausinn sé kærulausari. Framan af á ferlinum hugsaði maður bara um að skora mörk, maður hélt að það væri það sem skipti máli. Aldurinn hefur kennt manni að það skiptir ekki mestu máli heldur stoðsendingar. Án stoðsendinga eru engin mörk.“ Á dögunum varð Afturelding bikarmeistari. „Já það var eitthvað sem losnaði við þennan bikartitil. Ég sagði við ykkur síðast, ungu strákarnir eru svolítið vitlausir, vita ekki alveg hvað þetta þýðir. Við bara lentum, tókum 95oktan bensín á vélina og aftur á loft. Við erum bara á leiðinni hærra.“ Umræðu um þetta má hlusta í spilarnum að neðan. Umræðan um Einar Inga byrjar eftir 29 mínútur. Olís-deild karla Handkastið Afturelding Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Einar var valinn besti línumaður Olís deildar karla í handbolta af sérfræðingum Handkastsins. Ágúst Birgisson og Jón Bjarni Ólafsson, leikmenn FH, Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV og Þórður Tandri Ágústsson, leikmaður Stjörnunnar, voru einnig tilnefndir. „Þegar menn átta sig á að þegar þú gefur á línu kemur það alltaf allt til baka til þín aftur. Það skilar sér margfalt til baka til skyttana og miðjunnar þegar þú gefur á línu. Það er stór þáttur í því að menn eru búnir að vaxa og þroskast í Mosfellsbænum.“ Einar segist ekki vilja gefa út hvort hann hætti eftir tímabilið vegna þess hve spennandi hlutir séu að gerast í Aftureldingu. Hann segir aukna trú vera að byggjast upp og spilamennska liðsins hafi vaxið í vetur. Það geri honum erfitt fyrir að hætta. „Ég er allavega ekki að fara að opinbera neitt í Handkastinu. Ég er allavega undir feldi, mjög þykkum feldi.“ Einar Ingi Hrafnsson er erfiður viðureignar.Vísir/Daníel Einar var spurður að því hvort hann væri í betra líkamlegu formi á nú á lokametrum ferilsins en áður á ferlinum. „Þetta er ósköp svipað þannig séð. Ég held að hausinn sé kærulausari. Framan af á ferlinum hugsaði maður bara um að skora mörk, maður hélt að það væri það sem skipti máli. Aldurinn hefur kennt manni að það skiptir ekki mestu máli heldur stoðsendingar. Án stoðsendinga eru engin mörk.“ Á dögunum varð Afturelding bikarmeistari. „Já það var eitthvað sem losnaði við þennan bikartitil. Ég sagði við ykkur síðast, ungu strákarnir eru svolítið vitlausir, vita ekki alveg hvað þetta þýðir. Við bara lentum, tókum 95oktan bensín á vélina og aftur á loft. Við erum bara á leiðinni hærra.“ Umræðu um þetta má hlusta í spilarnum að neðan. Umræðan um Einar Inga byrjar eftir 29 mínútur.
Olís-deild karla Handkastið Afturelding Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti