Þjálfarinn sagður rekinn eftir megna óánægju Ronaldos Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2023 08:31 Rudi Garcia með Cristiano Ronaldo eftir að stórstjarnan gekk í raðir Al Nassr. Getty Dagar franska þjálfarans Rudi García sem þjálfari Al Nassr í Sádi-Arabíu virðast vera taldir. Spænska blaðið Marca fullyrðir að hann hafi þegar verið rekinn og vísar í sádi-arabíska miðla. Ástæðan mun meðal annars vera megn óánægja aðalstjörnu liðsins, Cristiano Ronaldo, og fleiri leikmanna í garð Frakkans. Ronaldo kom til Al Nassr frá Manchester United eftir HM í Katar í desember, og skrifaði undir samning sem tryggir honum langhæstu laun knattspyrnuheimsins í dag eða um það bil 30 milljarða króna á ári. Ronaldo hefur skorað ellefu mörk í tíu leikjum en það hefur ekki dugað til fyrir Al Nassr sem er nú þremur stigum á eftir toppliði Al Ittihad þegar sjö umferðir eru eftir af sádi-arabísku deildinni. Ronaldo var sérstaklega ósáttur eftir markalaust jafntefli við Al Feiha í síðasta leik. Cristiano Ronaldo's Al-Nassr manager Rudi Garcia 'is at risk of being dismissed by the Saudi side after a dressing room row with his players' https://t.co/aTuCn8WYWm— MailOnline Sport (@MailSport) April 12, 2023 Í frétt spænska blaðsins Marca segir að þó að úrslit leikja eigi sinn þátt í brotthvarfi García þá hafi samband hans við leikmenn ráðið úrslitum, og deila við þá í búningsklefanum. Spænska blaðið AS segir auk þess að Ronaldo hafi haldið leynifund með stjórnendum Al Nassr þar sem hann lýsti óánægju sinni með störf Garcia. García tók við Al Nassr síðasta sumar af Miguel Ángel Russo. Þessi 59 ára gamli þjálfari hefur áður stýrt liðum á borð við Lille, Roma, Marseille og Lyon. Uppfært 10.30: Bandaríski miðillinn ESPN segist hafa heimildir fyrir því að García fái einn leik til viðbótar til þess að bjarga starfi sínu. Cristiano Ronaldo s coach, Rudi Garcia, has been given one game to save his job at Al Nassr, sources have told ESPN's @MarkOgden_. pic.twitter.com/SdcTSc07dL— ESPN FC (@ESPNFC) April 12, 2023 Sádiarabíski boltinn Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Ronaldo kom til Al Nassr frá Manchester United eftir HM í Katar í desember, og skrifaði undir samning sem tryggir honum langhæstu laun knattspyrnuheimsins í dag eða um það bil 30 milljarða króna á ári. Ronaldo hefur skorað ellefu mörk í tíu leikjum en það hefur ekki dugað til fyrir Al Nassr sem er nú þremur stigum á eftir toppliði Al Ittihad þegar sjö umferðir eru eftir af sádi-arabísku deildinni. Ronaldo var sérstaklega ósáttur eftir markalaust jafntefli við Al Feiha í síðasta leik. Cristiano Ronaldo's Al-Nassr manager Rudi Garcia 'is at risk of being dismissed by the Saudi side after a dressing room row with his players' https://t.co/aTuCn8WYWm— MailOnline Sport (@MailSport) April 12, 2023 Í frétt spænska blaðsins Marca segir að þó að úrslit leikja eigi sinn þátt í brotthvarfi García þá hafi samband hans við leikmenn ráðið úrslitum, og deila við þá í búningsklefanum. Spænska blaðið AS segir auk þess að Ronaldo hafi haldið leynifund með stjórnendum Al Nassr þar sem hann lýsti óánægju sinni með störf Garcia. García tók við Al Nassr síðasta sumar af Miguel Ángel Russo. Þessi 59 ára gamli þjálfari hefur áður stýrt liðum á borð við Lille, Roma, Marseille og Lyon. Uppfært 10.30: Bandaríski miðillinn ESPN segist hafa heimildir fyrir því að García fái einn leik til viðbótar til þess að bjarga starfi sínu. Cristiano Ronaldo s coach, Rudi Garcia, has been given one game to save his job at Al Nassr, sources have told ESPN's @MarkOgden_. pic.twitter.com/SdcTSc07dL— ESPN FC (@ESPNFC) April 12, 2023
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira