Þjálfarinn sagður rekinn eftir megna óánægju Ronaldos Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2023 08:31 Rudi Garcia með Cristiano Ronaldo eftir að stórstjarnan gekk í raðir Al Nassr. Getty Dagar franska þjálfarans Rudi García sem þjálfari Al Nassr í Sádi-Arabíu virðast vera taldir. Spænska blaðið Marca fullyrðir að hann hafi þegar verið rekinn og vísar í sádi-arabíska miðla. Ástæðan mun meðal annars vera megn óánægja aðalstjörnu liðsins, Cristiano Ronaldo, og fleiri leikmanna í garð Frakkans. Ronaldo kom til Al Nassr frá Manchester United eftir HM í Katar í desember, og skrifaði undir samning sem tryggir honum langhæstu laun knattspyrnuheimsins í dag eða um það bil 30 milljarða króna á ári. Ronaldo hefur skorað ellefu mörk í tíu leikjum en það hefur ekki dugað til fyrir Al Nassr sem er nú þremur stigum á eftir toppliði Al Ittihad þegar sjö umferðir eru eftir af sádi-arabísku deildinni. Ronaldo var sérstaklega ósáttur eftir markalaust jafntefli við Al Feiha í síðasta leik. Cristiano Ronaldo's Al-Nassr manager Rudi Garcia 'is at risk of being dismissed by the Saudi side after a dressing room row with his players' https://t.co/aTuCn8WYWm— MailOnline Sport (@MailSport) April 12, 2023 Í frétt spænska blaðsins Marca segir að þó að úrslit leikja eigi sinn þátt í brotthvarfi García þá hafi samband hans við leikmenn ráðið úrslitum, og deila við þá í búningsklefanum. Spænska blaðið AS segir auk þess að Ronaldo hafi haldið leynifund með stjórnendum Al Nassr þar sem hann lýsti óánægju sinni með störf Garcia. García tók við Al Nassr síðasta sumar af Miguel Ángel Russo. Þessi 59 ára gamli þjálfari hefur áður stýrt liðum á borð við Lille, Roma, Marseille og Lyon. Uppfært 10.30: Bandaríski miðillinn ESPN segist hafa heimildir fyrir því að García fái einn leik til viðbótar til þess að bjarga starfi sínu. Cristiano Ronaldo s coach, Rudi Garcia, has been given one game to save his job at Al Nassr, sources have told ESPN's @MarkOgden_. pic.twitter.com/SdcTSc07dL— ESPN FC (@ESPNFC) April 12, 2023 Sádiarabíski boltinn Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Ronaldo kom til Al Nassr frá Manchester United eftir HM í Katar í desember, og skrifaði undir samning sem tryggir honum langhæstu laun knattspyrnuheimsins í dag eða um það bil 30 milljarða króna á ári. Ronaldo hefur skorað ellefu mörk í tíu leikjum en það hefur ekki dugað til fyrir Al Nassr sem er nú þremur stigum á eftir toppliði Al Ittihad þegar sjö umferðir eru eftir af sádi-arabísku deildinni. Ronaldo var sérstaklega ósáttur eftir markalaust jafntefli við Al Feiha í síðasta leik. Cristiano Ronaldo's Al-Nassr manager Rudi Garcia 'is at risk of being dismissed by the Saudi side after a dressing room row with his players' https://t.co/aTuCn8WYWm— MailOnline Sport (@MailSport) April 12, 2023 Í frétt spænska blaðsins Marca segir að þó að úrslit leikja eigi sinn þátt í brotthvarfi García þá hafi samband hans við leikmenn ráðið úrslitum, og deila við þá í búningsklefanum. Spænska blaðið AS segir auk þess að Ronaldo hafi haldið leynifund með stjórnendum Al Nassr þar sem hann lýsti óánægju sinni með störf Garcia. García tók við Al Nassr síðasta sumar af Miguel Ángel Russo. Þessi 59 ára gamli þjálfari hefur áður stýrt liðum á borð við Lille, Roma, Marseille og Lyon. Uppfært 10.30: Bandaríski miðillinn ESPN segist hafa heimildir fyrir því að García fái einn leik til viðbótar til þess að bjarga starfi sínu. Cristiano Ronaldo s coach, Rudi Garcia, has been given one game to save his job at Al Nassr, sources have told ESPN's @MarkOgden_. pic.twitter.com/SdcTSc07dL— ESPN FC (@ESPNFC) April 12, 2023
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti