Málefni Hamarshallarinnar í Hveragerði – Nú verður skynsemin að ráða för Hjalti Helgason skrifar 12. apríl 2023 07:31 Ástæðan fyrir því að ég sting niður penna nú er að sú að ég hef verulegar áhyggjur málefnum Hamarshallarinnar, í Hveragerði og hvaða áhrif það hefur á íþróttastarfið hér í bæ. Nú á dögunum voru opnuð tilboð í fyrsta áfanga Hamarshallarinnar, niðurstaðan var sú að öll tilboð reyndust vel yfir kostnaðaráætlun. Ljóst má vera að verið væri að tefla fjármálum bæjarins í verulega hættu með því að ráðast í framkvæmd af þessari stærðargráðu, á þessum óvissutímum sem nú eru uppi. Með verðbólgu í hæstu hæðum, hækkanir á aðföngum ásamt öðrum fjárfrekum framkvæmdum sem liggja fyrir í sveitarfélaginu, svo sem stækkun grunnskólans, nýr leikskóli og möguleg stækkun á fráveitumannvirki. Það er stutt á milli feigs og ófeigs í fjármálum sveitarfélaga það þekkja meðal annars nágrannar okkar í Árborg svo nærtækt dæmi sé tekið. Við aðstöðuleysi verður ekki unað og það er heldur ekki hægt að bjóða bæjarbúum upp á það að fara með þessi málefni ofan í pólitískar skotgrafir. Ég var formaður aðalstjórnar Hamars þegar Hamarshöllin var reist á sínum tíma. Ég held að flestir geti verið sammála um það að þar var um að ræða algjöra byltingu hvað varðar aðstöðu til íþróttaiðkunar, sennilega þá mestu síðan fyrri áfangi íþróttahúss við Skólamörk var byggður. Ákvörðun um bygginguna var umdeild á sínum tíma og var það fyrst og fremst pólitísk ákvörðun þáverandi meirihluta að reisa mannvirkið. Við í aðalstjórn Hamars vorum alveg skýr með það að við tókum ekki afstöðu til þess hvers konar mannvirki skildi rísa en fögnuðum að sjálfsögðu þeim gríðarlegu umskiptum sem urðu með tilkomu Hamarshallarinnar. Í 10 ár nýttist höllin með eindæmum vel, hvort sem það var fyrir okkar yngstu borgara sem voru að taka sín fyrstu skref í íþróttum eða okkar elstu borgara sem nýttu húsið sér til heilsubótar. Núverandi meirihluti hefur verið alveg skýr með það að nýja Hamarshöll skuli reisa úr föstum efnum, þær skoðanir ber að virða, enda unnu flokkarnir sem nú mynda meirihluta afgerandi sigur í síðustu kosningum. Þær tillögur sem meirihlutinn hefur lagt fram eru áhugaverðar og gott innlegg í umræður um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði. Hvað er þá til ráða í þeirri stöðu sem nú er uppi? Væri hægt að hugsa sér það sem bráðabirgðalausn að setja upp nýjan dúk til að koma aðstöðunni í lag fyrir veturinn? Flest sem tengist mannvirkinu er til staðar. Lagfæra þyrfti fjölnota gólf, ljós og annan búnað og koma mætti fyrir nýjum snyrtilegum gámahúsum inni, fyrir starfsmannaðstöðu, salerni og fleira. Hafa verður í huga að dúkurinn sjálfur er ekki nema hluti af fjárfestingunni, sennilega um 20% (ekki staðfestar upplýsingar), annað er til staðar í dag. Upp í þetta gengju tryggingabætur og leitast væri til að halda öðrum kostnaði í lágmarki. Íþróttafélagið Hamar og aðrir velunnarar kæmu að því að koma dúknum upp og húsið væri klárt til notkunar fyrir næsta vetur. Samhliða væri unnið með að setja upp vindbrjóta og styrkja aðrar varnir þar sem vindálag er hvað mest á húsinu. Værum við mögulega að tala um kostnað upp á 150 m.kr að teknu tilliti til tryggingabóta ef uppsetning dúksins væri unnin í sjálfboðavinnu? Áfram yrði svo unnið með þær hugmyndir sem meirihlutinn hefur lagt fram og stefnt að því að koma þeim í framkvæmd síðar. Nú verður skynsemin að ráða för. Best væri að það næðist þverpólitísk samstaða um næstu skref, öllum þeim sem sitja í bæjarstjórn treysti ég til að stíga þessi skref. Höfundur er fyrrverandi formaður Íþróttafélagsins Hamars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hamar Hveragerði Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Ástæðan fyrir því að ég sting niður penna nú er að sú að ég hef verulegar áhyggjur málefnum Hamarshallarinnar, í Hveragerði og hvaða áhrif það hefur á íþróttastarfið hér í bæ. Nú á dögunum voru opnuð tilboð í fyrsta áfanga Hamarshallarinnar, niðurstaðan var sú að öll tilboð reyndust vel yfir kostnaðaráætlun. Ljóst má vera að verið væri að tefla fjármálum bæjarins í verulega hættu með því að ráðast í framkvæmd af þessari stærðargráðu, á þessum óvissutímum sem nú eru uppi. Með verðbólgu í hæstu hæðum, hækkanir á aðföngum ásamt öðrum fjárfrekum framkvæmdum sem liggja fyrir í sveitarfélaginu, svo sem stækkun grunnskólans, nýr leikskóli og möguleg stækkun á fráveitumannvirki. Það er stutt á milli feigs og ófeigs í fjármálum sveitarfélaga það þekkja meðal annars nágrannar okkar í Árborg svo nærtækt dæmi sé tekið. Við aðstöðuleysi verður ekki unað og það er heldur ekki hægt að bjóða bæjarbúum upp á það að fara með þessi málefni ofan í pólitískar skotgrafir. Ég var formaður aðalstjórnar Hamars þegar Hamarshöllin var reist á sínum tíma. Ég held að flestir geti verið sammála um það að þar var um að ræða algjöra byltingu hvað varðar aðstöðu til íþróttaiðkunar, sennilega þá mestu síðan fyrri áfangi íþróttahúss við Skólamörk var byggður. Ákvörðun um bygginguna var umdeild á sínum tíma og var það fyrst og fremst pólitísk ákvörðun þáverandi meirihluta að reisa mannvirkið. Við í aðalstjórn Hamars vorum alveg skýr með það að við tókum ekki afstöðu til þess hvers konar mannvirki skildi rísa en fögnuðum að sjálfsögðu þeim gríðarlegu umskiptum sem urðu með tilkomu Hamarshallarinnar. Í 10 ár nýttist höllin með eindæmum vel, hvort sem það var fyrir okkar yngstu borgara sem voru að taka sín fyrstu skref í íþróttum eða okkar elstu borgara sem nýttu húsið sér til heilsubótar. Núverandi meirihluti hefur verið alveg skýr með það að nýja Hamarshöll skuli reisa úr föstum efnum, þær skoðanir ber að virða, enda unnu flokkarnir sem nú mynda meirihluta afgerandi sigur í síðustu kosningum. Þær tillögur sem meirihlutinn hefur lagt fram eru áhugaverðar og gott innlegg í umræður um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði. Hvað er þá til ráða í þeirri stöðu sem nú er uppi? Væri hægt að hugsa sér það sem bráðabirgðalausn að setja upp nýjan dúk til að koma aðstöðunni í lag fyrir veturinn? Flest sem tengist mannvirkinu er til staðar. Lagfæra þyrfti fjölnota gólf, ljós og annan búnað og koma mætti fyrir nýjum snyrtilegum gámahúsum inni, fyrir starfsmannaðstöðu, salerni og fleira. Hafa verður í huga að dúkurinn sjálfur er ekki nema hluti af fjárfestingunni, sennilega um 20% (ekki staðfestar upplýsingar), annað er til staðar í dag. Upp í þetta gengju tryggingabætur og leitast væri til að halda öðrum kostnaði í lágmarki. Íþróttafélagið Hamar og aðrir velunnarar kæmu að því að koma dúknum upp og húsið væri klárt til notkunar fyrir næsta vetur. Samhliða væri unnið með að setja upp vindbrjóta og styrkja aðrar varnir þar sem vindálag er hvað mest á húsinu. Værum við mögulega að tala um kostnað upp á 150 m.kr að teknu tilliti til tryggingabóta ef uppsetning dúksins væri unnin í sjálfboðavinnu? Áfram yrði svo unnið með þær hugmyndir sem meirihlutinn hefur lagt fram og stefnt að því að koma þeim í framkvæmd síðar. Nú verður skynsemin að ráða för. Best væri að það næðist þverpólitísk samstaða um næstu skref, öllum þeim sem sitja í bæjarstjórn treysti ég til að stíga þessi skref. Höfundur er fyrrverandi formaður Íþróttafélagsins Hamars.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun