„Þetta var ekki auðvelt,“ segir Swank en bætir við að þetta hafi aldeilis verið þess virði.
Leikkonan deilir mynd af sér þar sem hún heldur á dreng og stúlku og hún fylgist með sólarlaginu.
Fjölmargir frægir vinir leikkonunnar óska henni til hamingju með tímamótin, meðal annars þau Sharon Stone, Viola Davis og Jesse Tyler Ferguson.
Swank greindi frá því í október síðastliðnum að hún og eiginmaðurinn Philip Scheiner ættu von á tvíburum og að þetta væri nokkuð sem hún hefði óskað eftir mjög lengi.
Hilary Swank sló í gegn í Buffy the Vampire Slayer og The Next Karate Kid og vann svo til Óskarsverðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Boys Don't Cry árið 1999 og Million Dollar Baby árið 2005.