Segir Bayern álitið minni máttar í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2023 08:01 Bæjarar unnu Freiburg um helgina þar sem Matthijs de Ligt skoraði sigurmarkið. Getty/Harry Langer Þrátt fyrir alla velgengni Þýskalandsmeistara Bayern München í gegnum árin telur nýi knattspyrnustjórinn hjá félaginu, Thomas Tuchel, að Manchester City sé álitið sigurstranglegra fyrir stórleik liðanna í kvöld. City tekur á móti Bayern í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Etihad-vellinum í kvöld klukkan 19. Á sama tíma mætast Benfica og Inter. Tuchel þekkir það að eyðileggja Evrópudrauma City-manna en hann stóð í brúnni hjá Chelsea árið 2021 þegar liðið vann lærisveina Pep Guardiola í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hann tók við Bayern í síðasta mánuði, eftir að Julian Nagelsmann var rekinn, og hefur gengið verið upp og ofan. Liðið féll úr þýska bikarnum eftir tap gegn Freiburg fyrir viku síðan en vann sama lið í þýsku deildinni um helgina og er með tveggja stiga forskot á Dortmund. Bayern hefur sex sinnum orðið Evrópumeistari en City hefur aldrei náð þeim áfanga. Þrátt fyrir það telur Tuchel City-menn sigurstranglegri. „[Í kvöld] verðum við í hlutverki undirmálsmannsins [e. underdog] og það er alveg í lagi. Við verðum að halda sjálfstraustinu og spila okkar besta leik,“ sagði Tuchel á blaðamannafundi í gær. Aðspurður hvernig Bayern myndi takast á við City svaraði Þjóðverjinn: „Lið Peps eru alltaf með einstakan stíl. Við reynum að finna leiðir til að eiga við þá bæði með og án boltans. Það munu koma stundir þar sem að við eigum undir högg að sækja og þurfum að verjast þétt, komast í gegnum það og ná að halda boltanum meira,“ sagði Tuchel. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
City tekur á móti Bayern í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Etihad-vellinum í kvöld klukkan 19. Á sama tíma mætast Benfica og Inter. Tuchel þekkir það að eyðileggja Evrópudrauma City-manna en hann stóð í brúnni hjá Chelsea árið 2021 þegar liðið vann lærisveina Pep Guardiola í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hann tók við Bayern í síðasta mánuði, eftir að Julian Nagelsmann var rekinn, og hefur gengið verið upp og ofan. Liðið féll úr þýska bikarnum eftir tap gegn Freiburg fyrir viku síðan en vann sama lið í þýsku deildinni um helgina og er með tveggja stiga forskot á Dortmund. Bayern hefur sex sinnum orðið Evrópumeistari en City hefur aldrei náð þeim áfanga. Þrátt fyrir það telur Tuchel City-menn sigurstranglegri. „[Í kvöld] verðum við í hlutverki undirmálsmannsins [e. underdog] og það er alveg í lagi. Við verðum að halda sjálfstraustinu og spila okkar besta leik,“ sagði Tuchel á blaðamannafundi í gær. Aðspurður hvernig Bayern myndi takast á við City svaraði Þjóðverjinn: „Lið Peps eru alltaf með einstakan stíl. Við reynum að finna leiðir til að eiga við þá bæði með og án boltans. Það munu koma stundir þar sem að við eigum undir högg að sækja og þurfum að verjast þétt, komast í gegnum það og ná að halda boltanum meira,“ sagði Tuchel.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira