Ein róttæk hugmynd um breytt páskafrí Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 7. apríl 2023 12:01 Ég legg til að við gerum róttæka breytingu á fríinu sem við fáum um páska. Þar eru nokkur atrið sem valda. Í fyrsta lagi stappar það nærri brjálæði hvernig tímasetning páska er ákveðin. Þeir geta verið einhversstaða í glugga sem er víðari en heill mánuður. Hugsið ykkur ef jólin væru einversstaðar á bilinu 10. des til 10. jan, mismunandi ár hvert. Mismunandi tímasetning páska er óhentug fyrir margt í þjóðlífinu. Skólastarf á vorönn er t.d. erfiðara en ella vegna síbreytilegra páska frá ári til árs. Dreifing frídaga ársins er afar ójöfn og að mörgu leyti óheppileg. Engir frídagar eru að hausti fram til jóla. Að vori eru þeir hins vegar margir um allar trissur. Mín tillaga er að það verði frívika snemma vors. Fimm frídagar í röð frá mánudegi til föstudags. Þannig fái flestir samfellt níu daga frí. Á þeim tíma er hægt að gera margt skemmtilegt. Þessi vika væri alltaf á sama stað, t.d. um mánaðarmótin mars/apríl. Í staðinn væru skírdagur, föstudagurinn langi og annar í páskum ekki frídagar. Þeir myndu þó stundum hitta á frívikuna. Uppstigningardagur og annar í hvítasunnu yrðu heldur ekki frídagar. Það sem almenningur fengi út úr þessu er rúmur tími til að endurhlaða batteríin og með þessu móti væri oftast hægt að fara til útlanda með fjölskylduna eða í æfingaferð eða eitthvað á ódýrari hátt en nú. Hótel eru ódýr á þessum tíma en verðið hækkar um páskana. Á sama hátt gætum við oftast tekið á móti útlendingum um páska á sómasamlegan hátt án þess að veitingastaðir og önnur þjóusta væri í lamasessi. Páskar eru stærsta trúarhátíð kristinna manna. Þeir sem vilja halda páskana hátíðlega munu gera það áfram, páskadagur verður áfram á sunnudegi og sumir munu fara til kirkju eins og áður og flestir éta páskaegg af miklum móð eins og hefð er fyrir. En það verða ekki lengur sérsniðnir aðrir frídagar að einum trúarbrögðum, enda er trúfrelsi í landinu. Eftir standa sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní þannig að það verða vissulega fleiri frídagar fyrri hluta árs. Þeim hefur ekki öllum verið smalað á frívikuna. Ég veit að þetta er róttæk hugmynd. Ég veit að einhverjir eru henni mjög andsnúnir. Hugsunin á bak við hana er þó einungis að gera lífið örlítið einfaldara og skemmtilegra. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páskar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég legg til að við gerum róttæka breytingu á fríinu sem við fáum um páska. Þar eru nokkur atrið sem valda. Í fyrsta lagi stappar það nærri brjálæði hvernig tímasetning páska er ákveðin. Þeir geta verið einhversstaða í glugga sem er víðari en heill mánuður. Hugsið ykkur ef jólin væru einversstaðar á bilinu 10. des til 10. jan, mismunandi ár hvert. Mismunandi tímasetning páska er óhentug fyrir margt í þjóðlífinu. Skólastarf á vorönn er t.d. erfiðara en ella vegna síbreytilegra páska frá ári til árs. Dreifing frídaga ársins er afar ójöfn og að mörgu leyti óheppileg. Engir frídagar eru að hausti fram til jóla. Að vori eru þeir hins vegar margir um allar trissur. Mín tillaga er að það verði frívika snemma vors. Fimm frídagar í röð frá mánudegi til föstudags. Þannig fái flestir samfellt níu daga frí. Á þeim tíma er hægt að gera margt skemmtilegt. Þessi vika væri alltaf á sama stað, t.d. um mánaðarmótin mars/apríl. Í staðinn væru skírdagur, föstudagurinn langi og annar í páskum ekki frídagar. Þeir myndu þó stundum hitta á frívikuna. Uppstigningardagur og annar í hvítasunnu yrðu heldur ekki frídagar. Það sem almenningur fengi út úr þessu er rúmur tími til að endurhlaða batteríin og með þessu móti væri oftast hægt að fara til útlanda með fjölskylduna eða í æfingaferð eða eitthvað á ódýrari hátt en nú. Hótel eru ódýr á þessum tíma en verðið hækkar um páskana. Á sama hátt gætum við oftast tekið á móti útlendingum um páska á sómasamlegan hátt án þess að veitingastaðir og önnur þjóusta væri í lamasessi. Páskar eru stærsta trúarhátíð kristinna manna. Þeir sem vilja halda páskana hátíðlega munu gera það áfram, páskadagur verður áfram á sunnudegi og sumir munu fara til kirkju eins og áður og flestir éta páskaegg af miklum móð eins og hefð er fyrir. En það verða ekki lengur sérsniðnir aðrir frídagar að einum trúarbrögðum, enda er trúfrelsi í landinu. Eftir standa sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní þannig að það verða vissulega fleiri frídagar fyrri hluta árs. Þeim hefur ekki öllum verið smalað á frívikuna. Ég veit að þetta er róttæk hugmynd. Ég veit að einhverjir eru henni mjög andsnúnir. Hugsunin á bak við hana er þó einungis að gera lífið örlítið einfaldara og skemmtilegra. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun