Þrír kylfingar efstir og jafnir eftir fyrsta dag Masters Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2023 23:15 Viktor Hovland og Tiger Woods fylgjast með Xander Schauffele slá teighögg af tólfta teig í dag. Vísir/Getty Þrír kylfingar eru efstir og jafnir eftir fyrsta dag Masters risamótsins í golfi. Tiger Woods mun há baráttu við niðurskurðarlínuna á morgun og hæðir og lægðir einkenndu daginn hjá Rory McIlroy. Norðmaðurinn Viktor Hovland gaf tóninn strax á annarri braut í dag þegar hann náði erni en hann var með besta skorið þegar hann lauk keppni og kláraði fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari. Jon Rahm byrjaði fyrstu holuna á tvöföldum skolla en vann sig heldur betur til baka og var jafn Hovland þegar hann kláraði 18. holuna. Brooks Koepka er sömuleiðis á sjö höggum undir pari en hann náði alls átta fuglum á hringnum en lék þrettándu brautina á skolla. Eagle on No. 2 propels Viktor Hovland into a tie for the lead. #themasters pic.twitter.com/1UDqVvJPsU— The Masters (@TheMasters) April 6, 2023 Fimmfaldi sigurvegari á Mastersmótinu Tiger Woods er á meðal keppenda á Augusta vellinum og átti misjafnan dag. Hann var kominn þrjú högg yfir par eftir sjö holur en lauk keppni á tveimur yfir eftir svekkjandi skolla á átjándu braut. Dagurinn var sömuleiðis nokkuð erfiður hjá Rory McIlroy. Norður-Írinn fékk fimm fugla en þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla þar að auki og lauk keppni á pari. Meistarinn frá því í fyrra, Scottie Scheffler, lék ágætlega í dag. Hann kláraði hringinn á fjórum höggum undir pari en Scheffler var í smá vandræðum með púttin. Nearly an eagle for Tiger Woods on hole No. 8. #themasters pic.twitter.com/7XfulYE6JL— The Masters (@TheMasters) April 6, 2023 Spáð er rigningu á morgun sem og á laugardag á mótssvæðinu sem gæti haft áhrif á skor keppenda. Eftir morgundaginn verður skorið niður og er búist við að niðurskurðarlínan verði tveir yfir par og liggja skipuleggjendur mótsins eflaust á bæn um að Tiger Woods komist í gegnum niðurskurðinn. Masters mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsending á morgun klukkan 19:00. Three tied for the lead. Brooks Koepka birdies No. 18 to match the leaders with a 65. #themasters pic.twitter.com/7Z4XWIsRFR— The Masters (@TheMasters) April 6, 2023 Masters-mótið Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Norðmaðurinn Viktor Hovland gaf tóninn strax á annarri braut í dag þegar hann náði erni en hann var með besta skorið þegar hann lauk keppni og kláraði fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari. Jon Rahm byrjaði fyrstu holuna á tvöföldum skolla en vann sig heldur betur til baka og var jafn Hovland þegar hann kláraði 18. holuna. Brooks Koepka er sömuleiðis á sjö höggum undir pari en hann náði alls átta fuglum á hringnum en lék þrettándu brautina á skolla. Eagle on No. 2 propels Viktor Hovland into a tie for the lead. #themasters pic.twitter.com/1UDqVvJPsU— The Masters (@TheMasters) April 6, 2023 Fimmfaldi sigurvegari á Mastersmótinu Tiger Woods er á meðal keppenda á Augusta vellinum og átti misjafnan dag. Hann var kominn þrjú högg yfir par eftir sjö holur en lauk keppni á tveimur yfir eftir svekkjandi skolla á átjándu braut. Dagurinn var sömuleiðis nokkuð erfiður hjá Rory McIlroy. Norður-Írinn fékk fimm fugla en þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla þar að auki og lauk keppni á pari. Meistarinn frá því í fyrra, Scottie Scheffler, lék ágætlega í dag. Hann kláraði hringinn á fjórum höggum undir pari en Scheffler var í smá vandræðum með púttin. Nearly an eagle for Tiger Woods on hole No. 8. #themasters pic.twitter.com/7XfulYE6JL— The Masters (@TheMasters) April 6, 2023 Spáð er rigningu á morgun sem og á laugardag á mótssvæðinu sem gæti haft áhrif á skor keppenda. Eftir morgundaginn verður skorið niður og er búist við að niðurskurðarlínan verði tveir yfir par og liggja skipuleggjendur mótsins eflaust á bæn um að Tiger Woods komist í gegnum niðurskurðinn. Masters mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsending á morgun klukkan 19:00. Three tied for the lead. Brooks Koepka birdies No. 18 to match the leaders with a 65. #themasters pic.twitter.com/7Z4XWIsRFR— The Masters (@TheMasters) April 6, 2023
Masters-mótið Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira