Fær ekki að búa í sama landi og eiginmaðurinn Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 6. apríl 2023 09:00 Rannveig fær hvorki búsetuleyfi eða ríkisborgararétt og eins og er getur hún einungis dvalið í Bretlandi í sex mánuði í senn, sem ferðamaður. Lögheimili hennar er ennþá skráð í Svíþjóð. Aðsend Íslensk kona sem vill búa í Bretlandi fær hvorki dvalarleyfi né ríkisborgararétt, þrátt fyrir að hafa verið gift breskum manni í tvo áratugi og eiga tvö börn sem eru með breskt vegabréf. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu árið 2020 hefur skapað mikil vandræði fyrir íbúa innan EES. „Það eina sem ég bið um er að fá að vera með manninum mínum, að við getum komið okkur fyrir í hans heimalandi þar sem hann er fæddur og uppalinn. Mér finnst yndislegt að vera í Bretlandi og ég elska menninguna og fólkið. Fjölskylda mannsins mín er hérna og allt hans fólk,“ segir Rannveig Parry -Davies. Draumur um gistiheimili Rannveig flutti til Svíþjóðar árið 1985 og nokkrum árum síðar kynntist hún eiginmanni sínum, Dominic Parry-Davies í brúðkaupi hjá sameiginlegum vinum. Dominic var á þeim tíma búsettur í Bretlandi en hann flutti til Svíþjóðar til að vera með Rannveigu. Þau komu sér upp heimili í Lundi og eignuðust tvö börn sem í dag eru 24 ára og 25 ára gömul. Þau voru búsett í Lundi þar til á seinasta ári. „Við höfðum rætt það áður að flytja til Bretlands, en við vildum bíða þar til börnin væru orðin fullorðin og flutt að heiman, við vildum leyfa þeim að klára skólann í Svíþjóð,“ segir Rannveig. Rannveig starfaði sem hjúkrunarfræðingur í Svíþjóð og Dominic starfaði sem smiður. Þau hafa lengi átt sér þann draum að flytja til Oxford og opna þar lítið gistiheimili. Það var síðan fyrir tæpu ári að þau hjónin fóru að huga að búferlaflutningum til Bretlands. Þau seldu húsið sitt í Lundi og Rannveig sagði upp starfinu sínu. „Þar sem að við erum búin að vera gift í 21 ár, og eigum tvö börn sem eru breskir ríkisborgarar þá héldum við að þetta væri bara formerkt að ég kæmist inn í landið. Ef við hefðum sótt um það fyrir þremur árum, fyrir Brexit, þá hefði þetta ekki verið neitt mál, þá hefði ég fengið svokallað ,,permanent leave.“ Rannveig segir þau ekki hafa órað fyrir þeim hindrunum sem áttu eftir að mæta þeim. Ferlið hófst í ágúst á seinasta ári. Hjónunum hefur verið tjáð að hjúskaparstaða þeirra veiti þeim enga tryggingu fyrir dvalarleyfi (residence permit) handa Rannveigu. Á umsóknareyðublaðinu sem þau fyllt út, þar sem spurt var hvort Rannveig væri gift breskum ríkisborgara, fylgdi á eftir spurning um hvort hjónabandið hefði verið skipulagt af þriðja aðila. Þá hefur þeim verið tjáð að umsóknarferlið muni taka allt að fimm ár. Kostnaðurinn er í kringum 17 þúsund evrur. Rannveig fær hvorki búsetuleyfi eða ríkisborgararétt og eins og er getur hún einungis dvalið í Bretlandi í sex mánuði í senn, sem ferðamaður. Lögheimili hennar er ennþá skráð í Svíþjóð. „Við töluðum við nokkra lögfræðinga í byrjun en fengum mjög misvísandi svör. Við töluðum síðan við lögfræðing sem sagði að gætum farið í sendiráðið í Svíþjóð eða á Íslandi og sótt um svokallað spouse settlement visa. Ef það fer í gegn fæ ég að vera í Bretlandi í tvö og hálft ár og þarf svo að sækja um það aftur. Eftir fimm ár á ég síðan að geta sótt um að vera ríkisborgari. Og það er ekki einu sinni víst að ég fái það, þeir geta alveg sagt nei. Ég hef samt engan áhuga á að vera breskur ríkisborgari, mig langar bara að vera þar sem maðurinn minn er.“ Allt í lausu lofti Rannveig og Dominic fóru til Íslands í seinasta mánuði og ætluðu þá að skila inn umsókn hjá breska sendiráðinu. „Þá var okkur sagt að það væri hætt að gera þetta hjá þeim, það væri búið að prívatísera þetta og það væri bara opið einu sinni í mánuði. Við komum auðvitað á vitlausum tíma.“ Rannveig vonast nú til að geta sótt um leyfið hjá sendiráðinu í Svíþjóð eða Danmörku. „Það ferli getur hins vegar tekið þrjá til sex mánuði og kostar þar að auki nokkur hundruð þúsund. Þegar allt þetta ferli verður loksins búið verðum við búin að leggja fram rúmlega tvær milljónir.“ Í dag búa Rannveig og eiginmaður hennar heima hjá móður Dominic í Hampstead. „En við getum auðvitað ekki búið þar endalaust. Okkur langar að kaupa hús hér en vitum ekki hvort eða hvenær við getum gert það." Þetta ferli setur allt lífið okkar í bið einhvern veginn. Ég segi við fólk að ég búi í Lala landi núna.“ Rannveig segir sárt og erfitt að standa í þessu ferli. „Á meðan geta börnin mín farið inn og út úr landinu eins og þau vilja. Það er eins og að það sé verið að gera þetta eins erfitt og flókið og hægt er. Ég er ekki að koma til hanga á kerfinu eða eitthvað þannig, ég er að fara að koma með peninga inn í landið. Ég vil vinna í landinu og borga skatta og gefa til samfélagsins.“ Íslendingar erlendis England Svíþjóð Innflytjendamál Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
„Það eina sem ég bið um er að fá að vera með manninum mínum, að við getum komið okkur fyrir í hans heimalandi þar sem hann er fæddur og uppalinn. Mér finnst yndislegt að vera í Bretlandi og ég elska menninguna og fólkið. Fjölskylda mannsins mín er hérna og allt hans fólk,“ segir Rannveig Parry -Davies. Draumur um gistiheimili Rannveig flutti til Svíþjóðar árið 1985 og nokkrum árum síðar kynntist hún eiginmanni sínum, Dominic Parry-Davies í brúðkaupi hjá sameiginlegum vinum. Dominic var á þeim tíma búsettur í Bretlandi en hann flutti til Svíþjóðar til að vera með Rannveigu. Þau komu sér upp heimili í Lundi og eignuðust tvö börn sem í dag eru 24 ára og 25 ára gömul. Þau voru búsett í Lundi þar til á seinasta ári. „Við höfðum rætt það áður að flytja til Bretlands, en við vildum bíða þar til börnin væru orðin fullorðin og flutt að heiman, við vildum leyfa þeim að klára skólann í Svíþjóð,“ segir Rannveig. Rannveig starfaði sem hjúkrunarfræðingur í Svíþjóð og Dominic starfaði sem smiður. Þau hafa lengi átt sér þann draum að flytja til Oxford og opna þar lítið gistiheimili. Það var síðan fyrir tæpu ári að þau hjónin fóru að huga að búferlaflutningum til Bretlands. Þau seldu húsið sitt í Lundi og Rannveig sagði upp starfinu sínu. „Þar sem að við erum búin að vera gift í 21 ár, og eigum tvö börn sem eru breskir ríkisborgarar þá héldum við að þetta væri bara formerkt að ég kæmist inn í landið. Ef við hefðum sótt um það fyrir þremur árum, fyrir Brexit, þá hefði þetta ekki verið neitt mál, þá hefði ég fengið svokallað ,,permanent leave.“ Rannveig segir þau ekki hafa órað fyrir þeim hindrunum sem áttu eftir að mæta þeim. Ferlið hófst í ágúst á seinasta ári. Hjónunum hefur verið tjáð að hjúskaparstaða þeirra veiti þeim enga tryggingu fyrir dvalarleyfi (residence permit) handa Rannveigu. Á umsóknareyðublaðinu sem þau fyllt út, þar sem spurt var hvort Rannveig væri gift breskum ríkisborgara, fylgdi á eftir spurning um hvort hjónabandið hefði verið skipulagt af þriðja aðila. Þá hefur þeim verið tjáð að umsóknarferlið muni taka allt að fimm ár. Kostnaðurinn er í kringum 17 þúsund evrur. Rannveig fær hvorki búsetuleyfi eða ríkisborgararétt og eins og er getur hún einungis dvalið í Bretlandi í sex mánuði í senn, sem ferðamaður. Lögheimili hennar er ennþá skráð í Svíþjóð. „Við töluðum við nokkra lögfræðinga í byrjun en fengum mjög misvísandi svör. Við töluðum síðan við lögfræðing sem sagði að gætum farið í sendiráðið í Svíþjóð eða á Íslandi og sótt um svokallað spouse settlement visa. Ef það fer í gegn fæ ég að vera í Bretlandi í tvö og hálft ár og þarf svo að sækja um það aftur. Eftir fimm ár á ég síðan að geta sótt um að vera ríkisborgari. Og það er ekki einu sinni víst að ég fái það, þeir geta alveg sagt nei. Ég hef samt engan áhuga á að vera breskur ríkisborgari, mig langar bara að vera þar sem maðurinn minn er.“ Allt í lausu lofti Rannveig og Dominic fóru til Íslands í seinasta mánuði og ætluðu þá að skila inn umsókn hjá breska sendiráðinu. „Þá var okkur sagt að það væri hætt að gera þetta hjá þeim, það væri búið að prívatísera þetta og það væri bara opið einu sinni í mánuði. Við komum auðvitað á vitlausum tíma.“ Rannveig vonast nú til að geta sótt um leyfið hjá sendiráðinu í Svíþjóð eða Danmörku. „Það ferli getur hins vegar tekið þrjá til sex mánuði og kostar þar að auki nokkur hundruð þúsund. Þegar allt þetta ferli verður loksins búið verðum við búin að leggja fram rúmlega tvær milljónir.“ Í dag búa Rannveig og eiginmaður hennar heima hjá móður Dominic í Hampstead. „En við getum auðvitað ekki búið þar endalaust. Okkur langar að kaupa hús hér en vitum ekki hvort eða hvenær við getum gert það." Þetta ferli setur allt lífið okkar í bið einhvern veginn. Ég segi við fólk að ég búi í Lala landi núna.“ Rannveig segir sárt og erfitt að standa í þessu ferli. „Á meðan geta börnin mín farið inn og út úr landinu eins og þau vilja. Það er eins og að það sé verið að gera þetta eins erfitt og flókið og hægt er. Ég er ekki að koma til hanga á kerfinu eða eitthvað þannig, ég er að fara að koma með peninga inn í landið. Ég vil vinna í landinu og borga skatta og gefa til samfélagsins.“
Íslendingar erlendis England Svíþjóð Innflytjendamál Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira