Enginn Fantasy leikur fyrir kvennadeildina: „Besta-deild karla kemst ekki í top 30“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2023 12:00 Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar. Vísir/Hulda Margrét Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar í Bestu-deild kvenna og íslenska landsliðsins, er ekki sátt við ákvörðun ÍTF (Íslensks Toppfótbolta) um að hafa aðeins Fantasy leik fyrir Bestu-deild karla en engann fyrir Bestu-deild kvenna. Greint var frá því á Fótbolti.net í gær að Fantasy leikur fyrir Bestu-deild karla myndi fara í loftið í dag þar sem spilarar velja sín draumalið skipuð leikmönnum deildarinnar. Leikmenn safna svo stigum fyrir ýmis atriði, svo sem mörk, stoðsendingar og að halda hreinu. ÍTF sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem samtökin greina frá ástæðu þess að aðeins verði haldið úti Fantasy leik fyrir karladeildina í ár, en kvennadeildin sitji á hakanum. Í yfirlýsingu ÍTF kemur fram að leikurinn verði keyrður á lifandi tölfræði frá gagnafyrirtækinu Opta - Stats Perform sem sé leiðandi á sviði íþróttagagna í heiminum. Þau gögn séu hins vegar ekki til fyrir Bestu-deild kvenna og því sé ekki hægt að bjóða upp á Fantasy leik fyrir deildina. Tweets by Toppfotbolti Íris Dögg birti svo færslu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem hún virðist ekki sátt við ákvörðun ÍTF. Hún bendir á að þegar skoaður sé listi yfir sterkustu deildir Evrópu sé Besta-deild kvenna mun ofar í kvennaboltanum en Besta-deild karla í karlaboltanum. „Allt mjög áhugavert sérstaklega þegar Besta-deild kvenna er í 16. sæti á Evrópulistanum og Besta-deild karla kemst ekki í top 30!!“ segir Íris á Facebook-síðu sinni. Facebook-færslan sem Íris birti í morgun.Skjáskot Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ÍTF sætir gagnrýni fyrir misræmi í umfjöllun um karla- og kvennadeildirnar sem nú eru í þann mund að hefjast. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna höfðu til að mynda ýmislegt út á auglýsingu ÍTF fyrir deildirnar að setja þar sem samtökunum þykir halla verulega á þátttöku leikmanna kvennadeildarinnar í auglýsingunni. Besta deild kvenna Besta deild karla Tengdar fréttir „Þá þurfum við að spyrja okkur hvort við séum virkilega að auglýsa báðar deildir“ „Auglýsingin er skemmtileg, það er alveg á hreinu en þegar við horfum á þetta með kynjagleraugunum sjáum við að það hallar verulega á konur í þessari auglýsingu,“ segir Rebekka Sverrisdóttir, varaforseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna um nýja auglýsingu Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. 4. apríl 2023 08:01 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Sjá meira
Greint var frá því á Fótbolti.net í gær að Fantasy leikur fyrir Bestu-deild karla myndi fara í loftið í dag þar sem spilarar velja sín draumalið skipuð leikmönnum deildarinnar. Leikmenn safna svo stigum fyrir ýmis atriði, svo sem mörk, stoðsendingar og að halda hreinu. ÍTF sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem samtökin greina frá ástæðu þess að aðeins verði haldið úti Fantasy leik fyrir karladeildina í ár, en kvennadeildin sitji á hakanum. Í yfirlýsingu ÍTF kemur fram að leikurinn verði keyrður á lifandi tölfræði frá gagnafyrirtækinu Opta - Stats Perform sem sé leiðandi á sviði íþróttagagna í heiminum. Þau gögn séu hins vegar ekki til fyrir Bestu-deild kvenna og því sé ekki hægt að bjóða upp á Fantasy leik fyrir deildina. Tweets by Toppfotbolti Íris Dögg birti svo færslu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem hún virðist ekki sátt við ákvörðun ÍTF. Hún bendir á að þegar skoaður sé listi yfir sterkustu deildir Evrópu sé Besta-deild kvenna mun ofar í kvennaboltanum en Besta-deild karla í karlaboltanum. „Allt mjög áhugavert sérstaklega þegar Besta-deild kvenna er í 16. sæti á Evrópulistanum og Besta-deild karla kemst ekki í top 30!!“ segir Íris á Facebook-síðu sinni. Facebook-færslan sem Íris birti í morgun.Skjáskot Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ÍTF sætir gagnrýni fyrir misræmi í umfjöllun um karla- og kvennadeildirnar sem nú eru í þann mund að hefjast. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna höfðu til að mynda ýmislegt út á auglýsingu ÍTF fyrir deildirnar að setja þar sem samtökunum þykir halla verulega á þátttöku leikmanna kvennadeildarinnar í auglýsingunni.
Besta deild kvenna Besta deild karla Tengdar fréttir „Þá þurfum við að spyrja okkur hvort við séum virkilega að auglýsa báðar deildir“ „Auglýsingin er skemmtileg, það er alveg á hreinu en þegar við horfum á þetta með kynjagleraugunum sjáum við að það hallar verulega á konur í þessari auglýsingu,“ segir Rebekka Sverrisdóttir, varaforseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna um nýja auglýsingu Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. 4. apríl 2023 08:01 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Sjá meira
„Þá þurfum við að spyrja okkur hvort við séum virkilega að auglýsa báðar deildir“ „Auglýsingin er skemmtileg, það er alveg á hreinu en þegar við horfum á þetta með kynjagleraugunum sjáum við að það hallar verulega á konur í þessari auglýsingu,“ segir Rebekka Sverrisdóttir, varaforseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna um nýja auglýsingu Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. 4. apríl 2023 08:01