„Vel gert hjá Grindavík“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2023 23:02 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga, hrósaði andstæðingum liðsins eftir leik. Vísir / Diego Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild karla í körfubolta, var ekki sáttur að öllu leyti, í viðtali við Vísi, eftir nauman sigur hans liðs, 87-84, gegn Grindavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni fyrr í kvöld. Njarðvíkingar náðu mest 20 stiga forystu í leiknum en Grindvíkingar náðu að gera leikinn spennandi í lokin. „Ég veit ekki númer hvað þessi úrslitakeppni er hjá mér á ferlinum en þetta var ekta keppnisleikur. Við vorum með yfirhöndina framan af og svo kemur Grindavík með þvílíkan karakter og gera þetta að leik. Það eru atriði sem ég er kannski ekkert sáttur með hjá mínum mönnum en ég verð að hrósa Grindavík. Þeir sýndu hvað er mikið í þá spunnið.“ Benedikt var ánægðari með frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleik en í þeim seinni. „Mér fannst við spila vel lengi vel og var nokkuð sáttur en það þarf að gera það í 40 mínútur ekki bara hluta af leiknum. Þetta hefur gerst nokkrum sinnum hjá okkur áður að við erum komnir með forskot sem við ætlum að verja. Það hefur aldrei skilað okkur neinu og við þurfum bara að halda áfram.“ Benedikt tók undir að hans menn hefðu látið kæruleysi ná tökum á sér. „Mér fannst það sérstaklega á sumum töpuðu boltunum. Við vorum orðnir hægir og staðir. Það átti að spila niður klukkuna og labba með boltann upp. Við getum ekki leyft okkur það. Þá komast þeir á bragðið. Það var stolinn bolti eftir stolinn bolti og þeir allt í einu komnir inn í þetta.Vel gert hjá Grindavík og þetta verður ennþá erfiðara í Grindavík í næsta leik.“ Benedikt var sammála því að pressan hafi verið mikil á Njarðvík að nýta heimavöllinn í fyrsta leik og þurfa ekki að fara til Grindavíkur 1-0 undir í einvíginu. „Pressan er alltaf á heimaliðinu í fyrsta leik. Nú færist pressan yfir á þá að verja sinn heimavöll. Sem betur fer stóðumst við þetta núna en við þurfum að skoða þennan fjórða leikhluta og fara vel yfir hann,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. Subway-deild karla UMF Njarðvík UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 87-84 | Heimamenn stóðu af sér áhlaup Grindvíkinga Njarðvík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur 87-84 í leik sem lengi vel leit út fyrir að ætla að verða mjög óspennandi. 4. apríl 2023 22:07 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Sjá meira
„Ég veit ekki númer hvað þessi úrslitakeppni er hjá mér á ferlinum en þetta var ekta keppnisleikur. Við vorum með yfirhöndina framan af og svo kemur Grindavík með þvílíkan karakter og gera þetta að leik. Það eru atriði sem ég er kannski ekkert sáttur með hjá mínum mönnum en ég verð að hrósa Grindavík. Þeir sýndu hvað er mikið í þá spunnið.“ Benedikt var ánægðari með frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleik en í þeim seinni. „Mér fannst við spila vel lengi vel og var nokkuð sáttur en það þarf að gera það í 40 mínútur ekki bara hluta af leiknum. Þetta hefur gerst nokkrum sinnum hjá okkur áður að við erum komnir með forskot sem við ætlum að verja. Það hefur aldrei skilað okkur neinu og við þurfum bara að halda áfram.“ Benedikt tók undir að hans menn hefðu látið kæruleysi ná tökum á sér. „Mér fannst það sérstaklega á sumum töpuðu boltunum. Við vorum orðnir hægir og staðir. Það átti að spila niður klukkuna og labba með boltann upp. Við getum ekki leyft okkur það. Þá komast þeir á bragðið. Það var stolinn bolti eftir stolinn bolti og þeir allt í einu komnir inn í þetta.Vel gert hjá Grindavík og þetta verður ennþá erfiðara í Grindavík í næsta leik.“ Benedikt var sammála því að pressan hafi verið mikil á Njarðvík að nýta heimavöllinn í fyrsta leik og þurfa ekki að fara til Grindavíkur 1-0 undir í einvíginu. „Pressan er alltaf á heimaliðinu í fyrsta leik. Nú færist pressan yfir á þá að verja sinn heimavöll. Sem betur fer stóðumst við þetta núna en við þurfum að skoða þennan fjórða leikhluta og fara vel yfir hann,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum.
Subway-deild karla UMF Njarðvík UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 87-84 | Heimamenn stóðu af sér áhlaup Grindvíkinga Njarðvík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur 87-84 í leik sem lengi vel leit út fyrir að ætla að verða mjög óspennandi. 4. apríl 2023 22:07 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 87-84 | Heimamenn stóðu af sér áhlaup Grindvíkinga Njarðvík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur 87-84 í leik sem lengi vel leit út fyrir að ætla að verða mjög óspennandi. 4. apríl 2023 22:07