Musk skiptir Twitter-fuglinum út fyrir Doge-hundinn Bjarki Sigurðsson skrifar 4. apríl 2023 10:11 Merki Twitter er ekki lengur fuglinn Larry. Getty/Andreas Arnold Elon Musk hefur skipt Twitter-fuglinum Larry út fyrir Doge-hundinn Kabosu. Hundurinn er ein frægasta skopmynd heims og stendur Musk nú í málaferlum vegna rafmyntar sem notast við sömu mynd af hundinum, Dogecoin. Twitter-fuglinn hefur verið í merki Twitter síðan árið 2010. Fuglinn ber nafnið Larry T Bird í höfuðið á körfuboltaleikmanninum Larry Bird sem spilaði allan sinn feril með Bolton Celtics í NBA-deildinni. Einn stofnenda Twitter, Biz Stone, er mikill aðdáandi Celtics. Svona leit saga Twitter-merkisins út þar til í gærkvöldi. Eftir þrettán ára samfylgd virðist Elon Musk, eigandi Twitter, ætla að aðskilja Twitter og Larry. Nú birtist „meme“-hundurinn Kabosu, oftast þekktur sem Doge-hundurinn, uppi í hægra horni miðilsins. Hundurinn varð heimsfrægur árið 2013 þegar mynd af honum vandræðalegum á svip fór eins og eldur um sinu á netinu. Á myndina voru skrifuð nokkur orð og myndin nefnd „doge“ sem er grínritháttur á enska orðinu fyrir hund, dog. Upprunalega doge-myndin. Musk segist hafa gert breytinguna vegna samskipta sem hann átti við annan notanda á Twitter fyrir ári síðan, áður en hann keypti miðilinn. Þar spurði hann hvort það þurfi ekki nýjan samfélagsmiðil og var honum svarað að hann ætti bara að kaupa Twitter. Já og breyta fuglinum yfir í Doge-hundinn. „Haha það væri geðveikt,“ svaraði Musk á sínum tíma og virðist nú hafa ákveðið að standa við loforð sitt. As promised pic.twitter.com/Jc1TnAqxAV— Elon Musk (@elonmusk) April 3, 2023 Musk er sem stendur í málaferlum vegna umdeildrar rafmyntar sem nefnd var í höfuðið á skopmyndinni af hundinum, Dogecoin. Er hann sakaður um að hafa keyrt virði myntarinnar upp um 36 þúsund prósent á tveimur árum áður en hann lét hana falla jafn hratt niður. Fjöldi fólks tapaði gífurlegum fjárhæðum vegna þessa. Reuters greinir frá því að Musk sé krafinn um 258 milljarða dollara vegna málsins, 35 þúsund milljarða íslenskra króna. Musk hefur krafist þess að málinu sé vísað frá. Merki Twitter var breytt í gærkvöldi og hefur síðan þá virði Dogecoin hækkað um rúmlega 26 prósent. Nokkrir Íslendingar hafa rætt um nýja merkið á Twitter í dag, þar á meðal Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri. Kallar hann Musk fávita fyrir að hafa breytt merkinu. djöfulsins fáviti er þessi maður pic.twitter.com/osGwYJwOpU— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) April 3, 2023 Svona microaggression getur sett daginn minn alveg úr skorðum. Ég held í einlægni að engin mannvera á þessari jörðu sé eins djúpstætt ófyndin og ósniðug og náunginn sem á þessa heimasíðu. pic.twitter.com/musiBt78w0— Bobby Breiðholt (@Breidholt) April 4, 2023 Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Twitter-fuglinn hefur verið í merki Twitter síðan árið 2010. Fuglinn ber nafnið Larry T Bird í höfuðið á körfuboltaleikmanninum Larry Bird sem spilaði allan sinn feril með Bolton Celtics í NBA-deildinni. Einn stofnenda Twitter, Biz Stone, er mikill aðdáandi Celtics. Svona leit saga Twitter-merkisins út þar til í gærkvöldi. Eftir þrettán ára samfylgd virðist Elon Musk, eigandi Twitter, ætla að aðskilja Twitter og Larry. Nú birtist „meme“-hundurinn Kabosu, oftast þekktur sem Doge-hundurinn, uppi í hægra horni miðilsins. Hundurinn varð heimsfrægur árið 2013 þegar mynd af honum vandræðalegum á svip fór eins og eldur um sinu á netinu. Á myndina voru skrifuð nokkur orð og myndin nefnd „doge“ sem er grínritháttur á enska orðinu fyrir hund, dog. Upprunalega doge-myndin. Musk segist hafa gert breytinguna vegna samskipta sem hann átti við annan notanda á Twitter fyrir ári síðan, áður en hann keypti miðilinn. Þar spurði hann hvort það þurfi ekki nýjan samfélagsmiðil og var honum svarað að hann ætti bara að kaupa Twitter. Já og breyta fuglinum yfir í Doge-hundinn. „Haha það væri geðveikt,“ svaraði Musk á sínum tíma og virðist nú hafa ákveðið að standa við loforð sitt. As promised pic.twitter.com/Jc1TnAqxAV— Elon Musk (@elonmusk) April 3, 2023 Musk er sem stendur í málaferlum vegna umdeildrar rafmyntar sem nefnd var í höfuðið á skopmyndinni af hundinum, Dogecoin. Er hann sakaður um að hafa keyrt virði myntarinnar upp um 36 þúsund prósent á tveimur árum áður en hann lét hana falla jafn hratt niður. Fjöldi fólks tapaði gífurlegum fjárhæðum vegna þessa. Reuters greinir frá því að Musk sé krafinn um 258 milljarða dollara vegna málsins, 35 þúsund milljarða íslenskra króna. Musk hefur krafist þess að málinu sé vísað frá. Merki Twitter var breytt í gærkvöldi og hefur síðan þá virði Dogecoin hækkað um rúmlega 26 prósent. Nokkrir Íslendingar hafa rætt um nýja merkið á Twitter í dag, þar á meðal Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri. Kallar hann Musk fávita fyrir að hafa breytt merkinu. djöfulsins fáviti er þessi maður pic.twitter.com/osGwYJwOpU— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) April 3, 2023 Svona microaggression getur sett daginn minn alveg úr skorðum. Ég held í einlægni að engin mannvera á þessari jörðu sé eins djúpstætt ófyndin og ósniðug og náunginn sem á þessa heimasíðu. pic.twitter.com/musiBt78w0— Bobby Breiðholt (@Breidholt) April 4, 2023
Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira