Hopp óttast ekki samkeppni við Uber Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 1. apríl 2023 19:20 Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp er spenntur fyrir komandi tímum. Vísir/Steingrímur Dúi Það kann að hljóma eins og aprílgabb, en Hopp, sem flestir tengja við rafhlaupahjól, hefur hafið innreið sína á leigubílamarkað í krafti nýrrar löggjafar sem tók gildi í dag. Framkvæmdastjórinn er spenntur fyrir komandi tímum. „Við erum að boða fyrsta skrefið í aðgengisbyltingu að leigubílasamgöngum á Íslandi. Við erum að nýta þessa nýju löggjöf sem tekur gildi núna 1. apríl þar sem að við getum orðið leigubílastöð og boðið upp á ferðir eins og farveitur annarra tíma,“ segir Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp. Sem stendur munu aðeins skráðir leigubílstjórar með atvinnu- og rekstrarleyfi geta ekið fyrir Hopp, en Eyþór segist vongóður um frekari rýmkanir á löggjöfinni til framtíðar. Nokkuð hefur borið á gagnrýni þeirra sem vilja halda leigubílamálum í fyrra horfi, sér í lagi um að með rýmkun löggjafarinnar sé öryggi farþega teflt í tvísýnu. Eyþór segir svo ekki vera. „Við viljum jafnvel segja að við séum að auka á öryggi, gagnsæi og gæði þessarar þjónustu því í okkar kerfi verður hægt að gefa einkunn og vita hver er að keyra hvern bíl á hverjum tímapunkti, bæði fyrir farþega og bílstjóra. Við tökum við greiðslu í gegnum appið sem þýðir að það verður enn þá öruggara að bílstjórinn fái greitt fyrir.“ Mikill áhugi meðal leigubílstjóra Stefnt er að því að notendur geti byrjað að notfæra sér þjónustuna síðar í vor. „En við erum núna að bjóða bílstjórum að skrá sig þar sem við getum raðað inn bílstjórum inn í appið áður en við opnum fyrir notendur að þjónustunni. Við erum náttúrlega með meira en 200 þúsund notendur á höfuðborgarsvæðinu sem eru örugglega öll ólm í betra aðgengi að leigubílum, bæði þegar kemur að þjónustu og verði,“ bætir Eyþór við. Hann segir mikinn áhuga meðal þeirra sem eru með atvinnuleyfi til að aka fyrir Hopp, til að mynda í hlutastarfi. „Það er einmitt fegurðin við nýju löggjöfina og hvernig við erum að stilla þessu upp. Við erum ekki með einhver föst stöðvargjöld eða í raun og veru nein föst gjöld svo við erum nú í fyrsta skipti með nýju löggjöfinni að gera fólki kleift að vera leigubílstjóri almennilega í hlutastarfi af því að hingað til hefur eina leiðin til þess að gera það verið að vera með svokallað harkerapróf og vinna í raun og veru í afleysingum annarra leigubílstjóra.“ Hopp hefur talað fyrir frekari rýmkunum á leigubílalöggjöfinni en er hætta á því að alþjóðarisinn Uber mæti skyndilega til Íslands og steypi Hopp af stóli? „Það er í raun og veru ekkert sem fyrirbyggir það að Uber komi nú þegar og við fögnum samkeppni af öllum toga,“ segir Eyþór að lokum. Leigubílar Tengdar fréttir Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
„Við erum að boða fyrsta skrefið í aðgengisbyltingu að leigubílasamgöngum á Íslandi. Við erum að nýta þessa nýju löggjöf sem tekur gildi núna 1. apríl þar sem að við getum orðið leigubílastöð og boðið upp á ferðir eins og farveitur annarra tíma,“ segir Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp. Sem stendur munu aðeins skráðir leigubílstjórar með atvinnu- og rekstrarleyfi geta ekið fyrir Hopp, en Eyþór segist vongóður um frekari rýmkanir á löggjöfinni til framtíðar. Nokkuð hefur borið á gagnrýni þeirra sem vilja halda leigubílamálum í fyrra horfi, sér í lagi um að með rýmkun löggjafarinnar sé öryggi farþega teflt í tvísýnu. Eyþór segir svo ekki vera. „Við viljum jafnvel segja að við séum að auka á öryggi, gagnsæi og gæði þessarar þjónustu því í okkar kerfi verður hægt að gefa einkunn og vita hver er að keyra hvern bíl á hverjum tímapunkti, bæði fyrir farþega og bílstjóra. Við tökum við greiðslu í gegnum appið sem þýðir að það verður enn þá öruggara að bílstjórinn fái greitt fyrir.“ Mikill áhugi meðal leigubílstjóra Stefnt er að því að notendur geti byrjað að notfæra sér þjónustuna síðar í vor. „En við erum núna að bjóða bílstjórum að skrá sig þar sem við getum raðað inn bílstjórum inn í appið áður en við opnum fyrir notendur að þjónustunni. Við erum náttúrlega með meira en 200 þúsund notendur á höfuðborgarsvæðinu sem eru örugglega öll ólm í betra aðgengi að leigubílum, bæði þegar kemur að þjónustu og verði,“ bætir Eyþór við. Hann segir mikinn áhuga meðal þeirra sem eru með atvinnuleyfi til að aka fyrir Hopp, til að mynda í hlutastarfi. „Það er einmitt fegurðin við nýju löggjöfina og hvernig við erum að stilla þessu upp. Við erum ekki með einhver föst stöðvargjöld eða í raun og veru nein föst gjöld svo við erum nú í fyrsta skipti með nýju löggjöfinni að gera fólki kleift að vera leigubílstjóri almennilega í hlutastarfi af því að hingað til hefur eina leiðin til þess að gera það verið að vera með svokallað harkerapróf og vinna í raun og veru í afleysingum annarra leigubílstjóra.“ Hopp hefur talað fyrir frekari rýmkunum á leigubílalöggjöfinni en er hætta á því að alþjóðarisinn Uber mæti skyndilega til Íslands og steypi Hopp af stóli? „Það er í raun og veru ekkert sem fyrirbyggir það að Uber komi nú þegar og við fögnum samkeppni af öllum toga,“ segir Eyþór að lokum.
Leigubílar Tengdar fréttir Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent