Meirihluti þjóðarleiðtoga staðfest komu sína til Reykjavíkur Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2023 19:45 Ísland fer með formennsku í Evrópuráðinu um þessar mundir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu í Kænugarði fyrr í mánuðinum meðal annars til að undirbúa leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík dagana 16. til 17. maí. stjórnarráðið Meirihluti þeirra 46 þjóðarleiðtoga sem boðið hefur verið á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík eftir átta vikur hefur staðfest komu sína. Gríðarlegar öryggisráðstafanir verða í kringum fundinn. Það var heimsviðburður þegar forsetar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna funduðu hér í Höfða í október 1986. Fyrirvarinn var stuttur því íslensk stjórnvöld fengu aðeins um tíu daga til að undirbúa fundinn. Fyrirvarinn er öllu lengri fyrir Leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn verður í Hörpu í maí. Umfang fundarins er hins vegar miklu stærra og mun hafa meiri áhrif á nánasta umhverfi fundarstaðarins. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er verkefnisstjóri leiðtogafundarins fyrir forsætisráðuneytið.Stöð 2/Bjarni Rósa Björk Brynjólfsdóttir verkefnastjóri í alþjóðamálum hjá forsætisráðuneytinu stýrir undirbúningi fundarins og segir að mörgu að hyggja. „Þetta er umfangsmesti og stærsti leiðtogafundur sem við höfum nokkurn tíma ráðist í. Enda er hér um að ræða 46 leiðtoga 46 aðildarríkja Evrópuráðsins plús háttsetta fulltrúa Evrópusambandsins og háttsetta embættismenn Evrópuráðsins sjálfs,“ segir Rósa Björk. Erfitt hefði að halda fund sem þennan án tilkomu Hörpu. Fundurinn fer fram dagana 16. - 17 maí og verða málefni Úkraínu aðalefni fundarins. Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands er einn þeirra sem fengið hefur boð á fundinn í Hörpu. Hann hefur ekki staðfest komu sína enda forsetakosningar í Tyrklandi 14. maí eða tveimur dögum fyrir fundinn í Reykjavík.Getty/Utku Ucrak „Við munum sjá útkomuskjal hér á fundinum sem verður sterkur stuðningur við Úkraínu,“ segir Rósa Björk. Úkraínumenn hafi meðal annars þrýst á að sett verði á laggirnar eitthvert réttarbótakerfi vegna þess tjóns sem Rússar hefðu valdið með innrásinni. „Það hafa líka verið umræður á alþjóðavísu um sérstakan dómstól þegar kemur að ófremdarverkum Rússa í Úkraínu. Síðan komi áherslur forsætisráðherra Íslands einnig fram í útgáfuskjalinu. Það er að segja áhersla á að tengja saman mannréttindi og umhverfismál, réttindi barna og jafnréttismálin,“ segir Rósa Björk. Stór hluti af löggæsluliði landsins kemur að fundinum og liðsauki kemur frá öðrum ríkjum. Þá mæta margir leiðtoganna með sína eigin öryggisverði. Búið er að blokka mikinn fjölda hótelherbergja og búast má við hundruðum ef ekki þúsundum blaðamanna. Rósa Björk segir lokanir í kring um Hörpu verða með svipuðu sniði og á Menningarnótt. Borgarbúar muni því vissulega verða fundarins varir. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu hafi lýst áhuga á að sækja fundinn en ekki liggi fyrir hvort hann mæti í eigin persónu eða með fjarfundabúnaði. „Það skiptir máli fyrir Ísland, það skiptir líka máli fyrir Evrópuráðið sjálft og aðildarríki þess að við séum að halda hér fund sem skiptir máli. Ég myndi segja að þótt verkefnið sé stórt fyrir lítið ríki eins og Ísland munum við geta farið frá því stolt og bein í baki,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Ósáttur við aukið myndavélaeftirlit: „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt“ Sósíalistar eru ósáttir við fyrirhuguð áform um stóraukið öryggismyndavélaeftirlit í miðborg Reykjavíkur. Borgarfulltrúi segir óttann ekki mega taka yfir. 15. mars 2023 10:31 Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55 Rósa Björk ráðin verkefnastjóri alþjóðamála eftir auglýsingahringl Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn verkefnastjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu. Rósa er ráðin til sex mánaða, í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í maí. 9. mars 2023 09:55 Kanslari Þýskalands mætir á leiðtogafund á Íslandi Þjóðverjar og bandalagsþjóðir þeirra í Atlantshafsbandalaginu munu senda Úkraínumönnum rúmlega hundrað skriðdreka til að byrja með, samkvæmt ákvörðun sem kanslari Þýskalands greindi frá í dag. Forsætisráðherra segir varkárni Þjóðverja skiljanlega í ljósi sögunnar. 25. janúar 2023 19:21 Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Það var heimsviðburður þegar forsetar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna funduðu hér í Höfða í október 1986. Fyrirvarinn var stuttur því íslensk stjórnvöld fengu aðeins um tíu daga til að undirbúa fundinn. Fyrirvarinn er öllu lengri fyrir Leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn verður í Hörpu í maí. Umfang fundarins er hins vegar miklu stærra og mun hafa meiri áhrif á nánasta umhverfi fundarstaðarins. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er verkefnisstjóri leiðtogafundarins fyrir forsætisráðuneytið.Stöð 2/Bjarni Rósa Björk Brynjólfsdóttir verkefnastjóri í alþjóðamálum hjá forsætisráðuneytinu stýrir undirbúningi fundarins og segir að mörgu að hyggja. „Þetta er umfangsmesti og stærsti leiðtogafundur sem við höfum nokkurn tíma ráðist í. Enda er hér um að ræða 46 leiðtoga 46 aðildarríkja Evrópuráðsins plús háttsetta fulltrúa Evrópusambandsins og háttsetta embættismenn Evrópuráðsins sjálfs,“ segir Rósa Björk. Erfitt hefði að halda fund sem þennan án tilkomu Hörpu. Fundurinn fer fram dagana 16. - 17 maí og verða málefni Úkraínu aðalefni fundarins. Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands er einn þeirra sem fengið hefur boð á fundinn í Hörpu. Hann hefur ekki staðfest komu sína enda forsetakosningar í Tyrklandi 14. maí eða tveimur dögum fyrir fundinn í Reykjavík.Getty/Utku Ucrak „Við munum sjá útkomuskjal hér á fundinum sem verður sterkur stuðningur við Úkraínu,“ segir Rósa Björk. Úkraínumenn hafi meðal annars þrýst á að sett verði á laggirnar eitthvert réttarbótakerfi vegna þess tjóns sem Rússar hefðu valdið með innrásinni. „Það hafa líka verið umræður á alþjóðavísu um sérstakan dómstól þegar kemur að ófremdarverkum Rússa í Úkraínu. Síðan komi áherslur forsætisráðherra Íslands einnig fram í útgáfuskjalinu. Það er að segja áhersla á að tengja saman mannréttindi og umhverfismál, réttindi barna og jafnréttismálin,“ segir Rósa Björk. Stór hluti af löggæsluliði landsins kemur að fundinum og liðsauki kemur frá öðrum ríkjum. Þá mæta margir leiðtoganna með sína eigin öryggisverði. Búið er að blokka mikinn fjölda hótelherbergja og búast má við hundruðum ef ekki þúsundum blaðamanna. Rósa Björk segir lokanir í kring um Hörpu verða með svipuðu sniði og á Menningarnótt. Borgarbúar muni því vissulega verða fundarins varir. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu hafi lýst áhuga á að sækja fundinn en ekki liggi fyrir hvort hann mæti í eigin persónu eða með fjarfundabúnaði. „Það skiptir máli fyrir Ísland, það skiptir líka máli fyrir Evrópuráðið sjálft og aðildarríki þess að við séum að halda hér fund sem skiptir máli. Ég myndi segja að þótt verkefnið sé stórt fyrir lítið ríki eins og Ísland munum við geta farið frá því stolt og bein í baki,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Ósáttur við aukið myndavélaeftirlit: „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt“ Sósíalistar eru ósáttir við fyrirhuguð áform um stóraukið öryggismyndavélaeftirlit í miðborg Reykjavíkur. Borgarfulltrúi segir óttann ekki mega taka yfir. 15. mars 2023 10:31 Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55 Rósa Björk ráðin verkefnastjóri alþjóðamála eftir auglýsingahringl Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn verkefnastjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu. Rósa er ráðin til sex mánaða, í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í maí. 9. mars 2023 09:55 Kanslari Þýskalands mætir á leiðtogafund á Íslandi Þjóðverjar og bandalagsþjóðir þeirra í Atlantshafsbandalaginu munu senda Úkraínumönnum rúmlega hundrað skriðdreka til að byrja með, samkvæmt ákvörðun sem kanslari Þýskalands greindi frá í dag. Forsætisráðherra segir varkárni Þjóðverja skiljanlega í ljósi sögunnar. 25. janúar 2023 19:21 Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Ósáttur við aukið myndavélaeftirlit: „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt“ Sósíalistar eru ósáttir við fyrirhuguð áform um stóraukið öryggismyndavélaeftirlit í miðborg Reykjavíkur. Borgarfulltrúi segir óttann ekki mega taka yfir. 15. mars 2023 10:31
Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55
Rósa Björk ráðin verkefnastjóri alþjóðamála eftir auglýsingahringl Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn verkefnastjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu. Rósa er ráðin til sex mánaða, í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í maí. 9. mars 2023 09:55
Kanslari Þýskalands mætir á leiðtogafund á Íslandi Þjóðverjar og bandalagsþjóðir þeirra í Atlantshafsbandalaginu munu senda Úkraínumönnum rúmlega hundrað skriðdreka til að byrja með, samkvæmt ákvörðun sem kanslari Þýskalands greindi frá í dag. Forsætisráðherra segir varkárni Þjóðverja skiljanlega í ljósi sögunnar. 25. janúar 2023 19:21
Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41