Veiði

Veiðiævintýri í Norðlingafljóti með Ólafi

Karl Lúðvíksson skrifar
Það veiðast flottir urriðar í Norðlingafljóti
Það veiðast flottir urriðar í Norðlingafljóti

Ólafur Tómas Guðbjartsson sem veiðimenn þekkja betur sem Óla í Dagbók Urriða ætlar að taka hóp í sannkallaða ævintýraferð í Norðlingafljót.

Norðlingafljót er ein af þessum perlum sem fáir hafa veitt, það er að segja efri parturinn, en þar má finna væna urriða. Svæðið er slungið og krefjandi en verðlaunar þá sem veiða það vel og skynsamlega oftar en ekki með fallegum urriðum. Fish Partner í samstarfi við Ólaf eru með eina ferð í Norðlingafljót í sumar og þetta er ferð sem engin hálendis veiðisjúklingur ætti að missa af. Hér er brot úr frétt frá Fish Partner:

"Hinar geysivinsælu Silungasafarí ferðir með Dagbók Urriða í Norðlingafljót eru komnar aftur! 3 daga ævintýraferð á hálendi Íslands með Dagbók Urriða.

Norðlingafljót er frábær silungsveiðiá sem geymir stóra urriða og rígvænar bleikjur. Veiðisvæðið er víðáttumikið, eða um 35 km með beygjum, fossum, flúðum, lygnum, bökkum og hyljum. Það er því nægt svæði undir til að rannsaka og finna draumafiskana á. Fyrir þá sem eru tilbúnir að leggja á sig að leita og skrá hjá sér, er hér einstakt tækifæri til þess að hitta aðra slíka veiðimenn- og konur og bera saman bækur í enda dags.

Svæðinu verður skipt upp í svæði og síðan róterað eftir hvern dag. Þetta eru jú 3 heilir veiðidagar og pláss fyrir 11 upplýsingaþyrsta veiðimenn. Það ætti því ekki að taka langan tíma að kortleggja góða veiðistaði til viðbótar við þá sem nú þegar er vitað um og geyma væna fiska.

Við hittumst við brúnna við Helluvað um kl 10, 13. ágúst og skiptum svæðinu upp. Við veiðum síðan allan daginn og í lok dags hittumst við Álftakrók og borðum saman.

Um kvöldið fer Dagbók Urriða yfir þá fiska sem veiddust yfir daginn á skjávarpa og sýnir myndir. Með hverju leyfi fylgir lítil veiðibók þar sem menn geta skráð inn og merkt á kort. Þeir veiðimenn sem fengu fiska segja okkur hinum aðeins frá hvað þeir tóku og hvaða aðferðum var beitt. Það eru því ansi gagnlegar upplýsingar að skrá hjá sér.

Síðan tekur við kvöldskemmtun, þar sem meðal annars er farið í kastkeppni sem heitir “Kastað í veiðileyfið” og menn geta síðan spjallað og haft gaman saman fram á kvöld. Á morgni 14. Ágúst er svæðum róterað og ævintýraþyrstir veiðimenn halda til veiða.

Um kvöldið er hisst í Álftarkrók og borðað saman. Síðan fer svipað ferli í gagn hvað varðar að bera saman bækur, fara yfir þá fiska sem veiddust ofl. Næst tekur við Veiði-pubquiz með vinningum, verðlaunaafhending fyrir fallegasta fiskinn enn sem komið er, veiðistaðakynning og safaríþáttakenndur hafa gaman saman fram á kvöld. Á morgni 15 ágúst er pakkað saman úr húsinu og svæðum róterað og menn veiða allan daginn."






×