Óskar Hrafn segir að færeyski markakóngurinn hafi komið skakkur inn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2023 09:30 Klæmint Olsen í leik með færeyska landsliðinu. Hann hefur ekki komist í hópinn hjá Blikum. Getty/Ian MacNicol Breiðablik fékk til sín færeyska markakónginn Klæmint Olsen fyrir þetta tímabilið en það hefur vakið nokkra athygli að hann virðist ekki komast í Blikaliðið. Olsen skrifaði undir samning við NSÍ Runavík til 2024 en færeyska félagið lánaði hann síðan til Íslandsmeistara Breiðabliks. Klæmint Olsen er markahæsti leikmaður færeysku efstu deildar frá upphafi og sá fyrsti til að komast yfir tvö hundruð mörk. Hann er líka markahæsti leikmaðurinn í sögu færeyska landsliðsins. Svava Kristín Gretarsdóttir spurði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, út í stöðuna á Klæmint Olsen nú tveimur vikum fyrir mót. „Það hafa einhverjar umræður skapast í kringum Færeyinginn Klæmint Olsen hjá þér. Færeyskur landsliðsmaður og mikill markaskorari. Hefur hann ekki heillað þig eða ertu með það gott lið að hann kemst ekki í hóp hjá þér?“ spurði Svava Kristín. Fékk lengra frí en aðrir „Þetta er blanda af mörgum þáttum. Hann kemur inn um miðjan janúar og þá var hann búinn að vera í fríi frá því í lok nóvember. Hann tekur þarna landsliðsglugga í lok nóvember með Patrik með Færeyjum. Fríið hans var lengra heldur en frí annarra leikmanna,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. „Hann kemur eilítið skakkur inn og kemur í æfingaálag sem hann er ekki vanur. Á sama tíma þá erum við með unga menn eins og Stefán Inga [Sigurðarson] og Eyþór Wöhler sem báðir taka risaskref í vetur,“ sagði Óskar Hrafn. Ekki í vafa um að hann spili hlutverk í sumar „Klæmint er hins vegar frábær leikmaður og ég er ekki í vafa um það að hann muni spila hlutverk hjá okkur í sumar. Hann hefur hjálpað ungu strákunum mikið. Hann er toppmaður, frábær æfingamaður og með gríðarlega reynslu,“ sagði Óskar. „Við sóttum hann ekki til þess að hann yrði sjóðandi heitur í Lengjubikarnum. Við sóttum hann vegna þess að þarna er maður sem er kominn aðeins yfir þrítugt. Hann er búinn að spila 56 landsleiki og skora tíu mörk, markahæsti maður Færeyinga frá upphafi. Öll mörkin hafa komið síðan 2021, þetta eru ekki mörk sem hann var að skora 2013,“ sagði Óskar. Búinn að skora fleiri mörk en allir hinir „Hann er með sjö mörk í Evrópuleikjum og við viljum reyna að gera atlögu að ná betri árangri í Evrópu. Okkur fannst prófíllinn hans hjálpa okkur þar. Hann er með meiri reynslu og fleiri landsleiki heldur en allir hinir leikmenn liðsins samanlagt. Hann er búinn að skora fleiri mörk heldur en þeir allir,“ sagði Óskar. „Þar kemur hann sterkur inn og ég er ekki í vafa um það að hann muni hjálpa okkur í sumar. Bæði hann og við þurfum að vera þolinmóðir því hann kom skakkur inn á undirbúningstímabilið og var síðan bara fórnarlamb þess að Stefán Ingi og Eyþór Wöhler stigu upp og ekki síst með hjálp frá honum. Hann hefur kennt þeim mikið og þrýst á þá. Í samkeppninni þrífast menn og þar taka menn mestum framförum,“ sagði Óskar Hrafn eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Óskar Hrafn um Klæmint Olsen Besta deild karla Breiðablik Færeyski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Sjá meira
Olsen skrifaði undir samning við NSÍ Runavík til 2024 en færeyska félagið lánaði hann síðan til Íslandsmeistara Breiðabliks. Klæmint Olsen er markahæsti leikmaður færeysku efstu deildar frá upphafi og sá fyrsti til að komast yfir tvö hundruð mörk. Hann er líka markahæsti leikmaðurinn í sögu færeyska landsliðsins. Svava Kristín Gretarsdóttir spurði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, út í stöðuna á Klæmint Olsen nú tveimur vikum fyrir mót. „Það hafa einhverjar umræður skapast í kringum Færeyinginn Klæmint Olsen hjá þér. Færeyskur landsliðsmaður og mikill markaskorari. Hefur hann ekki heillað þig eða ertu með það gott lið að hann kemst ekki í hóp hjá þér?“ spurði Svava Kristín. Fékk lengra frí en aðrir „Þetta er blanda af mörgum þáttum. Hann kemur inn um miðjan janúar og þá var hann búinn að vera í fríi frá því í lok nóvember. Hann tekur þarna landsliðsglugga í lok nóvember með Patrik með Færeyjum. Fríið hans var lengra heldur en frí annarra leikmanna,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. „Hann kemur eilítið skakkur inn og kemur í æfingaálag sem hann er ekki vanur. Á sama tíma þá erum við með unga menn eins og Stefán Inga [Sigurðarson] og Eyþór Wöhler sem báðir taka risaskref í vetur,“ sagði Óskar Hrafn. Ekki í vafa um að hann spili hlutverk í sumar „Klæmint er hins vegar frábær leikmaður og ég er ekki í vafa um það að hann muni spila hlutverk hjá okkur í sumar. Hann hefur hjálpað ungu strákunum mikið. Hann er toppmaður, frábær æfingamaður og með gríðarlega reynslu,“ sagði Óskar. „Við sóttum hann ekki til þess að hann yrði sjóðandi heitur í Lengjubikarnum. Við sóttum hann vegna þess að þarna er maður sem er kominn aðeins yfir þrítugt. Hann er búinn að spila 56 landsleiki og skora tíu mörk, markahæsti maður Færeyinga frá upphafi. Öll mörkin hafa komið síðan 2021, þetta eru ekki mörk sem hann var að skora 2013,“ sagði Óskar. Búinn að skora fleiri mörk en allir hinir „Hann er með sjö mörk í Evrópuleikjum og við viljum reyna að gera atlögu að ná betri árangri í Evrópu. Okkur fannst prófíllinn hans hjálpa okkur þar. Hann er með meiri reynslu og fleiri landsleiki heldur en allir hinir leikmenn liðsins samanlagt. Hann er búinn að skora fleiri mörk heldur en þeir allir,“ sagði Óskar. „Þar kemur hann sterkur inn og ég er ekki í vafa um það að hann muni hjálpa okkur í sumar. Bæði hann og við þurfum að vera þolinmóðir því hann kom skakkur inn á undirbúningstímabilið og var síðan bara fórnarlamb þess að Stefán Ingi og Eyþór Wöhler stigu upp og ekki síst með hjálp frá honum. Hann hefur kennt þeim mikið og þrýst á þá. Í samkeppninni þrífast menn og þar taka menn mestum framförum,“ sagði Óskar Hrafn eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Óskar Hrafn um Klæmint Olsen
Besta deild karla Breiðablik Færeyski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Sjá meira