Þjálfari Svía gekk út úr viðtali eftir 5-0 sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2023 08:30 Janne Andersson var mjög pirraður í viðtali eftir leikinn þrátt fyrir að hafa unnið stórsigur. Getty/Michael Campanella Svíar unnu 5-0 stórsigur á Aserbaísjan í undankeppni EM í gær og það ætti að vera ástæða til að fá hressan landsliðsþjálfara í viðtal. Viðtalið við Janne Andersson endaði hins vegar ekki vel. Andersson lenti í orðaskaki við Bojan Djordjic, sérfræðing á Viaplay sjónvarpsstöðinni sem var að sýna leikinn. Andersson kom til sérfræðinganna í viðtal og tók ekki vel í gagnrýnina á það að hafa ekki leyft Jesper Karlsson að spila meira. Galet bråk i tv här rasar Janne: Fy fan, står här https://t.co/eBdXYI5gev— Sportbladet (@sportbladet) March 27, 2023 Karlsson átti mjög flotta innkomu í leikinn og skoraði draumamark auk þess að gefa stoðsendingu. Hann fékk þó ekki að fara inn á völlinn fyrr en á 82. múnútu. Djordjic gekk á Andersson og vildi fá svör við því af hverju strákurinn fékk ekki að spila meira. „Við getum rætt spilatíma leikmanna í allt kvöld. Þá fengju Alexander Isak eða Viktor Gyökeres ekki að spila. Hver á þá ekki að spila,“ spurði Andersson. „Átta mínútur í tveimur leikjum. Það er of lítið,“ svaraði Bojan Djordjic. „Hver ætti þá ekki að spila. Ég fæ að velja þessa ellefu. Fyrirgefðu, en þú getur gert það sem þú vilt þegar þú ert landsliðsþjálfari,“ sagði Andersson. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Andersson sakaði Djordjic um væl sem á móti sagði að þjálfarinn væri kominn í of mikla vörn. „Þú ert fulltrúi tíu milljón manns og ræðst á einhvern sem er yngri en þú,“ sagði Djordjic. „Með hverjum heldur þú?“ spurði Andersson. „Svíþjóð auðvitað, hvað annað?“ svaraði Djordjic sem var mjög ósáttur með að landsliðsþjálfarinn væri að reyna að vekja athygli á því að hann væri frá Serbíu. Þeir héldu áfram að rífast og á endanum fékk landsliðsþjálfarinn alveg nóg. „Þetta er svo slæmt. Þú stendur þarna og ert með leiðindi eftir leik sem við unnum 5-0. Fjandi er þetta slæmt. Takk fyrir í dag,“ sagði Janne Andersson og gekk út úr viðtalinu. Janne Andersson, Sweden s national team manager just had a meltdown on live TV expressing himself in a racist manner questioning if @BojanDjordjic7 was representing Swedes. No really, it happened. When Bojan says: you represent 10 million Swedes Janne pic.twitter.com/aTCHLgW1Hj — Nima Tavallaey Roodsari (@NimaTavRood) March 27, 2023 EM 2024 í Þýskalandi Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Sjá meira
Andersson lenti í orðaskaki við Bojan Djordjic, sérfræðing á Viaplay sjónvarpsstöðinni sem var að sýna leikinn. Andersson kom til sérfræðinganna í viðtal og tók ekki vel í gagnrýnina á það að hafa ekki leyft Jesper Karlsson að spila meira. Galet bråk i tv här rasar Janne: Fy fan, står här https://t.co/eBdXYI5gev— Sportbladet (@sportbladet) March 27, 2023 Karlsson átti mjög flotta innkomu í leikinn og skoraði draumamark auk þess að gefa stoðsendingu. Hann fékk þó ekki að fara inn á völlinn fyrr en á 82. múnútu. Djordjic gekk á Andersson og vildi fá svör við því af hverju strákurinn fékk ekki að spila meira. „Við getum rætt spilatíma leikmanna í allt kvöld. Þá fengju Alexander Isak eða Viktor Gyökeres ekki að spila. Hver á þá ekki að spila,“ spurði Andersson. „Átta mínútur í tveimur leikjum. Það er of lítið,“ svaraði Bojan Djordjic. „Hver ætti þá ekki að spila. Ég fæ að velja þessa ellefu. Fyrirgefðu, en þú getur gert það sem þú vilt þegar þú ert landsliðsþjálfari,“ sagði Andersson. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Andersson sakaði Djordjic um væl sem á móti sagði að þjálfarinn væri kominn í of mikla vörn. „Þú ert fulltrúi tíu milljón manns og ræðst á einhvern sem er yngri en þú,“ sagði Djordjic. „Með hverjum heldur þú?“ spurði Andersson. „Svíþjóð auðvitað, hvað annað?“ svaraði Djordjic sem var mjög ósáttur með að landsliðsþjálfarinn væri að reyna að vekja athygli á því að hann væri frá Serbíu. Þeir héldu áfram að rífast og á endanum fékk landsliðsþjálfarinn alveg nóg. „Þetta er svo slæmt. Þú stendur þarna og ert með leiðindi eftir leik sem við unnum 5-0. Fjandi er þetta slæmt. Takk fyrir í dag,“ sagði Janne Andersson og gekk út úr viðtalinu. Janne Andersson, Sweden s national team manager just had a meltdown on live TV expressing himself in a racist manner questioning if @BojanDjordjic7 was representing Swedes. No really, it happened. When Bojan says: you represent 10 million Swedes Janne pic.twitter.com/aTCHLgW1Hj — Nima Tavallaey Roodsari (@NimaTavRood) March 27, 2023
EM 2024 í Þýskalandi Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn