Snýr aftur átta árum eftir að hafa hrökklast úr deildinni vegna áreitis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2023 13:01 Sinead Farrelly spilar með Gotham FC í táknrænni endurkomu í deildina. Gotham FC Það er aldrei of seint að byrja aftur og margir hafa gaman að sjá aftur eina stærsta hetjuna í baráttunni gegn kynferðismisnotkun og ofbeldi hjá þjálfurum í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta. Sinead Farrelly hefur ekki spilað í NWSL deildinni í Bandaríkjunum í átta ár. Hún hefur nú gert eins árs samning við Gotham FC á New York svæðinu og verður því liðsfélagi íslensku landsliðskonunnar Svövu Rós Guðmundsdóttur á komandi tímabili. Sinead Farrelly, whose allegations sparked investigations that found widespread sexual abuse and misconduct in the NWSL, has signed with Gotham FC.Farrelly hasn't played in the league for almost eight years since retiring in 2016. https://t.co/eHpbv0MtvE— ESPN (@espn) March 26, 2023 Farrelly er frægust fyrir því að hafa opinberað meðferð sína þegar hún lék með Portland Thorns fyrir átta árum. Hún hrökklaðist út úr deildinni á sínum tíma og hætti aðeins 27 ára gömul. Hún sagði þar frá kynferðisáreiti og þvingunum að hálfu þjálfarans Paul Riley en fyrrum liðsfélagi hennar, Mana Shim, hafði einnig sömu sögu að segja. Í framhaldinu fór í gang sjálfstæð rannsókn fyrir bandaríska knattspyrnusambandsins sem og sameiginleg rannsókn á vegum NWSL deildarinnar og leikmannasamtakanna á kynferðismisnotkun og ofbeldi í deildinni. Riley var einn af fjórum þjálfurum sem fengu lífstíðarbann frá NWSL-deildinni. „Ég þakklát fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á leið minni hingað af því að ég hefði aldrei getað gert þetta ein,“ sagði Sinead Farrelly. Farrelly spilaði fyrir yngri landslið Bandaríkjanna og á að baki 52 leiki í NWSL-deildinni fyrir bæði Portland Thorns og Kansas City. „Sinead er ekki aðeins afburðar íþróttamaður heldur einnig ein af aðdáunarverðasta fólkinu í okkar íþrótt. Hún kom í æfingabúðir okkar og vann sér inn samning með frábærri frammistöðu. Ég veit að hún sér þetta sem fyrsta skrefið en við öll hjá Gotham FC erum stolt að vera hluti af ferðalagi Sinead. Við erum öll spennt að sjá hvaða gæði hún kemur með inn í okkar lið,“ sagði Yael Averbuch West, framkvæmdastjóri Gotham FC. View this post on Instagram A post shared by Gotham FC (@gothamfc) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Sinead Farrelly hefur ekki spilað í NWSL deildinni í Bandaríkjunum í átta ár. Hún hefur nú gert eins árs samning við Gotham FC á New York svæðinu og verður því liðsfélagi íslensku landsliðskonunnar Svövu Rós Guðmundsdóttur á komandi tímabili. Sinead Farrelly, whose allegations sparked investigations that found widespread sexual abuse and misconduct in the NWSL, has signed with Gotham FC.Farrelly hasn't played in the league for almost eight years since retiring in 2016. https://t.co/eHpbv0MtvE— ESPN (@espn) March 26, 2023 Farrelly er frægust fyrir því að hafa opinberað meðferð sína þegar hún lék með Portland Thorns fyrir átta árum. Hún hrökklaðist út úr deildinni á sínum tíma og hætti aðeins 27 ára gömul. Hún sagði þar frá kynferðisáreiti og þvingunum að hálfu þjálfarans Paul Riley en fyrrum liðsfélagi hennar, Mana Shim, hafði einnig sömu sögu að segja. Í framhaldinu fór í gang sjálfstæð rannsókn fyrir bandaríska knattspyrnusambandsins sem og sameiginleg rannsókn á vegum NWSL deildarinnar og leikmannasamtakanna á kynferðismisnotkun og ofbeldi í deildinni. Riley var einn af fjórum þjálfurum sem fengu lífstíðarbann frá NWSL-deildinni. „Ég þakklát fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á leið minni hingað af því að ég hefði aldrei getað gert þetta ein,“ sagði Sinead Farrelly. Farrelly spilaði fyrir yngri landslið Bandaríkjanna og á að baki 52 leiki í NWSL-deildinni fyrir bæði Portland Thorns og Kansas City. „Sinead er ekki aðeins afburðar íþróttamaður heldur einnig ein af aðdáunarverðasta fólkinu í okkar íþrótt. Hún kom í æfingabúðir okkar og vann sér inn samning með frábærri frammistöðu. Ég veit að hún sér þetta sem fyrsta skrefið en við öll hjá Gotham FC erum stolt að vera hluti af ferðalagi Sinead. Við erum öll spennt að sjá hvaða gæði hún kemur með inn í okkar lið,“ sagði Yael Averbuch West, framkvæmdastjóri Gotham FC. View this post on Instagram A post shared by Gotham FC (@gothamfc)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira