Talsmaður Radcliffe staðfesti við Hollywood Reporter í gær að Darke væri með barni. Þau kynntust við tökur á kvikmyndinni „Kill your darlings“ árið 2013 þar sem Radcliffe lék skáldið Allen Ginsberg en Darke konu sem átti í ástarævintýri með honum.
Radcliffe, sem er 33 ára gamall, er ekki mikið fyrir að tala um einkalíf sitt og hann er ekki á samfélagsmiðlum. Í viðtali í fyrra sagði hann að frá því að hann hætti að drekka áfengi væri einkalíf hans ekki nógu áhugavert til þess að rata í fréttirnar.