Frjálst flæði evrópskra leikmanna eftir samþykkta breytingatillögu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. mars 2023 18:06 Íslenskir leikmenn gætu fengið minna hlutverk á næsta tímabili í Subway-deildum karla og kvenna. Vísir/Vilhelm Breytingatillaga um erlenda leikmenn var samþykkt á ársþingi KKÍ sem fram fór í Laugardalshöll í dag. Frá og með næsta tímabili mega lið hafa frjálst flæði leikmanna frá löndum innan EES inni á vellinum. Reglan sem gildir í dag kveður á um að hvert lið megi aðeins tefla fram einum leikmanni utan EES hverju sinni er leikklukkan gengur og tveimur erlendum leikmönnum sem koma frá löndum innan EES. Það þýðir að eins og staðan er núna verða liðin að stilla upp í það minnsta tveimur Íslendingum á hverjum tímapunkti í leiknum. Reglan sem mun taka gildi frá og með næsta tímabili segir hins vegar að nú megi liðin hafa eins marga erlenda leikmenn frá löndum innan EES og þau vilja inni á leikvellinum í einu. Reglan um að aðeins megi hafa einn leikmann utan EES á vellinum gildir þó enn. 15. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót verður því svohljóðandi: Í öllum deildum meistaraflokka karla og kvenna gildir að á leikvelli hverju sinni má mest vera einn leikmaður í hvoru liði sem ekki er ríkisborgari EES ríkis á meðan leiklukka gengur. Í bikarkeppni og meistarakeppni KKÍ gilda sömu reglur og í öllum deildum.Erlendur ríkisborgari utan EES ríkis sem hefur búið á Íslandi samfellt í þrjú ár eða meira telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ þar um. Staðfestingu KKÍ þarf til þess að leikmaður teljist með íslenskum/EES ríkisborgurum. Sá sem hefur leiktíðina sem erlendur leikmaður utan EES ríkis telst sem slíkur út leiktíðina og skal miða við fyrsta leik í móti á vegum KKÍ (Íslandsmót, bikarkeppnir eða önnur mót/leikir á vegum KKÍ), nema að fenginni undanþágu stjórnar KKÍ.Brjóti félag gegn grein þessari telst félag hafa notað ólöglegan leikmann og skal sæta viðurlögum samkvæmt 8. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót. Þegar þessi nýja regla tekur gildi á næsta tímabili geta félögin því stillt upp liði sem er einungis skipað erlendum leikmönnum á kostnað íslenskra leikmanna. Körfubolti Subway-deild karla Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Fylgstu með ársþingi KKÍ í beinni útsendingu Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands fer nú fram í dag en þar verður kosið í nýja stjórn sambandsins og þar að auki kosið um fjölmargar áhugaverðar tillögur sem fyrir þinginu liggja. 25. mars 2023 12:45 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Reglan sem gildir í dag kveður á um að hvert lið megi aðeins tefla fram einum leikmanni utan EES hverju sinni er leikklukkan gengur og tveimur erlendum leikmönnum sem koma frá löndum innan EES. Það þýðir að eins og staðan er núna verða liðin að stilla upp í það minnsta tveimur Íslendingum á hverjum tímapunkti í leiknum. Reglan sem mun taka gildi frá og með næsta tímabili segir hins vegar að nú megi liðin hafa eins marga erlenda leikmenn frá löndum innan EES og þau vilja inni á leikvellinum í einu. Reglan um að aðeins megi hafa einn leikmann utan EES á vellinum gildir þó enn. 15. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót verður því svohljóðandi: Í öllum deildum meistaraflokka karla og kvenna gildir að á leikvelli hverju sinni má mest vera einn leikmaður í hvoru liði sem ekki er ríkisborgari EES ríkis á meðan leiklukka gengur. Í bikarkeppni og meistarakeppni KKÍ gilda sömu reglur og í öllum deildum.Erlendur ríkisborgari utan EES ríkis sem hefur búið á Íslandi samfellt í þrjú ár eða meira telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ þar um. Staðfestingu KKÍ þarf til þess að leikmaður teljist með íslenskum/EES ríkisborgurum. Sá sem hefur leiktíðina sem erlendur leikmaður utan EES ríkis telst sem slíkur út leiktíðina og skal miða við fyrsta leik í móti á vegum KKÍ (Íslandsmót, bikarkeppnir eða önnur mót/leikir á vegum KKÍ), nema að fenginni undanþágu stjórnar KKÍ.Brjóti félag gegn grein þessari telst félag hafa notað ólöglegan leikmann og skal sæta viðurlögum samkvæmt 8. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót. Þegar þessi nýja regla tekur gildi á næsta tímabili geta félögin því stillt upp liði sem er einungis skipað erlendum leikmönnum á kostnað íslenskra leikmanna.
Í öllum deildum meistaraflokka karla og kvenna gildir að á leikvelli hverju sinni má mest vera einn leikmaður í hvoru liði sem ekki er ríkisborgari EES ríkis á meðan leiklukka gengur. Í bikarkeppni og meistarakeppni KKÍ gilda sömu reglur og í öllum deildum.Erlendur ríkisborgari utan EES ríkis sem hefur búið á Íslandi samfellt í þrjú ár eða meira telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ þar um. Staðfestingu KKÍ þarf til þess að leikmaður teljist með íslenskum/EES ríkisborgurum. Sá sem hefur leiktíðina sem erlendur leikmaður utan EES ríkis telst sem slíkur út leiktíðina og skal miða við fyrsta leik í móti á vegum KKÍ (Íslandsmót, bikarkeppnir eða önnur mót/leikir á vegum KKÍ), nema að fenginni undanþágu stjórnar KKÍ.Brjóti félag gegn grein þessari telst félag hafa notað ólöglegan leikmann og skal sæta viðurlögum samkvæmt 8. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót.
Körfubolti Subway-deild karla Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Fylgstu með ársþingi KKÍ í beinni útsendingu Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands fer nú fram í dag en þar verður kosið í nýja stjórn sambandsins og þar að auki kosið um fjölmargar áhugaverðar tillögur sem fyrir þinginu liggja. 25. mars 2023 12:45 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Fylgstu með ársþingi KKÍ í beinni útsendingu Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands fer nú fram í dag en þar verður kosið í nýja stjórn sambandsins og þar að auki kosið um fjölmargar áhugaverðar tillögur sem fyrir þinginu liggja. 25. mars 2023 12:45