Til áréttingar vegna Carbfix Ari Trausti Guðmundsson skrifar 22. mars 2023 06:00 Það er afar mikilvægt að Carbfix-verkefnið njóti sannmælis líkt og önnur helstu verkefni sem ætlað er að binda koldíoxíð frá iðnaði, jarðvarmanýtingu og samgöngum. Nokkur grundvallatratriði varðandi Carbfix eru þessi, umræðunni til gagns: 1. Borholur sem unnar eru til að afla ferskvatns til niðurdælingar eru grunnar líkt og neysluvatnsholur og holur sem boraðar eru vegna vatnsútflutnings eða hitaveitna sem hita ferskvatn með háhita. Algengt dýpi er 50 til 200 metrar. 2. Borholur til niðurdælingar eru fremur eða mjög djúpar, allt að rúmum 2.000 m, og ná þar með langt niður fyrir megin grunnvatnsstrauma í berggrunninum sem færa stóran hluta úrkomu til sjávar og nýtast sem uppsprettur neysluvatns. 3. Víðtæk kolefnisbinding fór fram í ármilljónir í eldri berggrunni landsins, og gerir enn allvíða í honum þar sem til þess eru skilyrði. Slík binding fer nú fram í miklum mæli í yngri, eldvirkum landshlutum, t.d. á Reykjanesskaga. 4. Þessi náttúrulega kolefnisbinding einkennir öll háhitasvæð landsins og nágrenni þeirra. Annað mjög virkt ferli er binding kísils sem kvarstegunda (t.d. jaspís eða bergkristals) og geislasteina (zeólíta). 5. Kolefni í niðurdældum vökva binst hratt, í raun hraðar en fyrstu hugmyndir báru með sér, og hvítleita steindin sem þannig myndast - kalsít (í tærasta formi silfurberg) - endist lengi á sínum stað. Kalsít (kalsíum karbónat) er ekki mengandi efnasamband. 6. Carbfix-aðferðina má nota þar sem aðstæður leyfa koldíoxíði að hvarfast við kalsíum-ríkar bergtegundir eins og basalt (meginhluti íslensks berggrunns). Engin ógn stafar af holufyllngum úr kalsíti enda eru þær hér á stórum svæðum á yfirborði jarðar, einkum á norðvestan-, norðan- og austanverðu landinu þar sem rof og veðrun hafa afhjúpað forn berglög. 7. Fanga má koldíoxíð beint úr andrúmsloftinu eins og gert er á svæði Hellisheiðarvirkjunar, eða úr útblæstri háhitaorkuvers (gert t.d. í virkjuninni) eða úr losun iðnvers (t.d. álvers). 8. Algengir niðurdælingarstaðir eru iðnaðarsvæði, hafnarsvæði og orkuvinnslusvæði þar sem fyrir eru mannvirki og jarðrask. 9. Niðurdæling vatns blandað koldíoxíði (sbr. kolsýrt vatn á flöskum, sódavatn) getur valdið spennulosun og skjálftavirkni innan virkra sprugnukerfa, sbr. Hengilskerfið. Þar hefur tekist að aðlaga niðurdælinguna vel að náttúrulegum ferlum jarðskorpuhreyfinga. Niðurdæling koldíoxíðs í nágrenni Straumsvíkur er álitlegt verkefni, bæði sem könnun á fýsileika þess að flytja koldíoxíð til öruggrar bindingar frá löndum með óhentugan berggrunn og sem hvatning tll miklu fleiri Carbfix-verkefna á veraldarvísu. Holufyllt basalt djúpt undir mjög nýlegum hraunum vestan Hafnarfjarðar veldur seint vandræðum sem slíkt. Svæðið er alllangt frá sprungukerfinu sem kennt er við Trölladyngju/Krýsuvík. Næst Straumsvík er það að finna við Undirhlíðar og Helgafell. Sprungukerfi Eldvarpa-Reykjaness nær langleiðina að Straumsvík en norðausturhlutinn er hulinn nýlegu hrauni og án brotalína á yfirborði. Landið er langt utan jarðhitasvæða. Engin upptök umtalsverðra jarðskjálfta eru þekkt í byggð í Hafnarfirði eða á iðnaðarsvæðum bæjarins. ÍSOR telur þar óverulega hættu á finnanlegri skjálftavirkni vegna niðurdælingar (bls. 11 í skýrslu frá október 2020). ÍSOR leggur engu að síður til, og eðlilega, mælingar, rannsóknir og eftirlit (alls 4 liðir) í samræmi við leiðbeiningar og atferli í þessum verkefnaflokki. Allur er varinn góður á visindagrunni. Engin jarðgrunnsverkefni eru með öllu áhættulaus á virkasta fjórðungi af flatarmáli landsins enda er þar fjöldi mannvirkja, búseta víða og náttúruvá ávallt metin með tilliti til ávinnings þegar ákvarða á framkvæmdir og verkefni. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðhiti Umhverfismál Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Það er afar mikilvægt að Carbfix-verkefnið njóti sannmælis líkt og önnur helstu verkefni sem ætlað er að binda koldíoxíð frá iðnaði, jarðvarmanýtingu og samgöngum. Nokkur grundvallatratriði varðandi Carbfix eru þessi, umræðunni til gagns: 1. Borholur sem unnar eru til að afla ferskvatns til niðurdælingar eru grunnar líkt og neysluvatnsholur og holur sem boraðar eru vegna vatnsútflutnings eða hitaveitna sem hita ferskvatn með háhita. Algengt dýpi er 50 til 200 metrar. 2. Borholur til niðurdælingar eru fremur eða mjög djúpar, allt að rúmum 2.000 m, og ná þar með langt niður fyrir megin grunnvatnsstrauma í berggrunninum sem færa stóran hluta úrkomu til sjávar og nýtast sem uppsprettur neysluvatns. 3. Víðtæk kolefnisbinding fór fram í ármilljónir í eldri berggrunni landsins, og gerir enn allvíða í honum þar sem til þess eru skilyrði. Slík binding fer nú fram í miklum mæli í yngri, eldvirkum landshlutum, t.d. á Reykjanesskaga. 4. Þessi náttúrulega kolefnisbinding einkennir öll háhitasvæð landsins og nágrenni þeirra. Annað mjög virkt ferli er binding kísils sem kvarstegunda (t.d. jaspís eða bergkristals) og geislasteina (zeólíta). 5. Kolefni í niðurdældum vökva binst hratt, í raun hraðar en fyrstu hugmyndir báru með sér, og hvítleita steindin sem þannig myndast - kalsít (í tærasta formi silfurberg) - endist lengi á sínum stað. Kalsít (kalsíum karbónat) er ekki mengandi efnasamband. 6. Carbfix-aðferðina má nota þar sem aðstæður leyfa koldíoxíði að hvarfast við kalsíum-ríkar bergtegundir eins og basalt (meginhluti íslensks berggrunns). Engin ógn stafar af holufyllngum úr kalsíti enda eru þær hér á stórum svæðum á yfirborði jarðar, einkum á norðvestan-, norðan- og austanverðu landinu þar sem rof og veðrun hafa afhjúpað forn berglög. 7. Fanga má koldíoxíð beint úr andrúmsloftinu eins og gert er á svæði Hellisheiðarvirkjunar, eða úr útblæstri háhitaorkuvers (gert t.d. í virkjuninni) eða úr losun iðnvers (t.d. álvers). 8. Algengir niðurdælingarstaðir eru iðnaðarsvæði, hafnarsvæði og orkuvinnslusvæði þar sem fyrir eru mannvirki og jarðrask. 9. Niðurdæling vatns blandað koldíoxíði (sbr. kolsýrt vatn á flöskum, sódavatn) getur valdið spennulosun og skjálftavirkni innan virkra sprugnukerfa, sbr. Hengilskerfið. Þar hefur tekist að aðlaga niðurdælinguna vel að náttúrulegum ferlum jarðskorpuhreyfinga. Niðurdæling koldíoxíðs í nágrenni Straumsvíkur er álitlegt verkefni, bæði sem könnun á fýsileika þess að flytja koldíoxíð til öruggrar bindingar frá löndum með óhentugan berggrunn og sem hvatning tll miklu fleiri Carbfix-verkefna á veraldarvísu. Holufyllt basalt djúpt undir mjög nýlegum hraunum vestan Hafnarfjarðar veldur seint vandræðum sem slíkt. Svæðið er alllangt frá sprungukerfinu sem kennt er við Trölladyngju/Krýsuvík. Næst Straumsvík er það að finna við Undirhlíðar og Helgafell. Sprungukerfi Eldvarpa-Reykjaness nær langleiðina að Straumsvík en norðausturhlutinn er hulinn nýlegu hrauni og án brotalína á yfirborði. Landið er langt utan jarðhitasvæða. Engin upptök umtalsverðra jarðskjálfta eru þekkt í byggð í Hafnarfirði eða á iðnaðarsvæðum bæjarins. ÍSOR telur þar óverulega hættu á finnanlegri skjálftavirkni vegna niðurdælingar (bls. 11 í skýrslu frá október 2020). ÍSOR leggur engu að síður til, og eðlilega, mælingar, rannsóknir og eftirlit (alls 4 liðir) í samræmi við leiðbeiningar og atferli í þessum verkefnaflokki. Allur er varinn góður á visindagrunni. Engin jarðgrunnsverkefni eru með öllu áhættulaus á virkasta fjórðungi af flatarmáli landsins enda er þar fjöldi mannvirkja, búseta víða og náttúruvá ávallt metin með tilliti til ávinnings þegar ákvarða á framkvæmdir og verkefni. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun