CCP tryggir sér 5,6 milljarða fyrir bálkakeðjuleik Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2023 14:34 Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP. Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins CCP hafa tryggt félaginu 5,6 milljarða króna í fjármögnun vegna þróunar nýs tölvuleiks sem byggir á bálkakeðjutækni (e. Blockchain). Þróun leiksins er þegar hafinn í höfuðstöðvum CCP í Reykjavík. Í tilkynningu frá CCP segir að leikurinn marki tímamót í 25 ára sögu fyrirtækisins, sem hafi verið í fararbroddi í þróun stafrænna sýndarheima. Fyrirtækið er hvað þekktast fyrir EVE Online. „Með framförum í bálkakeðjutækni myndast spennandi tækifæri til að skapa enn meiri dýpt og frelsi fyrir spilarana okkar. Við höfum alltaf lagt okkur fram um að vera á mörkum hins mögulega og ganga skrefinu lengra. Með því að nota bálkakeðjur færum við enn á ný til mörkin í leikjahönnun, sköpum ný spennandi tækifæri fyrir spilara og frelsi til að skapa eigin upplifanir“ segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP í áðurnefndri´tilkynningu, en EVE Online leikjaheimur fyrirtækisins stendur nú á sínu tuttugasta starfsári. „Við erum afar þakklát fyrir traust samstarfsaðila okkar við gerð þessa nýja leiks." Fjármögnunin var samkvæmt tilkynningunni leidd af Andreessen Horowitz sem hefur verið umfangamikill fjárfestir í nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum frá árinu 2009 og meðal annars verið í fararbroddi fjárfestinga í Airbnb, Skype, Twitter og Facebook. Auk Andreessen Horowitz taka Makers Fund, Bitcraft og fleiri aðilar þátt í fjármögnuninni. „CCP er brautryðjandi á sviði tækni og sýndarveruleika, með 25 ára reynslu af vöruþróun og að viðhalda stafrænum hagkerfum í gegnum EVE Online. Starfsfólk þeirra býr yfir hafsjó af reynslu og við höfum mikla trú á framtíðarsýn fyrirtækisins um að skapa magnaða upplifun á mótum framúrskarandi leikjahönnunar og bálkakeðjutækni,“ segir Jon Lai, meðeigandi hjá Andreessen Horowitz, en samhliða sjálfstæðri fjármögnun er framleiðsla hins nýja leiks aðskilin frá öðrum verkefnum CCP. Aðalsteinn Rúnar Óttarsson, fjárfestingastjóri hjá Makers Fund, segir gæði EVE Online og margslungið hagkerfi leiksins hafa sett háan stall innan iðnaðarins og gjarnan sé litið til EVE sem fordæmis við gerð bálkakeðjuleikja. „Sem fyrrverandi starfsmaður CCP finnst mér sérstaklega ánægjulegt að eiga aftur samleið með fyrirtækinu og sjá að þar hefur ástríðan fyrir nýsköpun á sviði leikjaþróunar síður en svo dvínað. Við erum spennt að styðja við sýn CCP við að víkka enn frekar út EVE heiminn með nýrri tækni." CPP heldur upp á tuttugu ára afmæli EVE á þessu ári. Leikjavísir Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Í tilkynningu frá CCP segir að leikurinn marki tímamót í 25 ára sögu fyrirtækisins, sem hafi verið í fararbroddi í þróun stafrænna sýndarheima. Fyrirtækið er hvað þekktast fyrir EVE Online. „Með framförum í bálkakeðjutækni myndast spennandi tækifæri til að skapa enn meiri dýpt og frelsi fyrir spilarana okkar. Við höfum alltaf lagt okkur fram um að vera á mörkum hins mögulega og ganga skrefinu lengra. Með því að nota bálkakeðjur færum við enn á ný til mörkin í leikjahönnun, sköpum ný spennandi tækifæri fyrir spilara og frelsi til að skapa eigin upplifanir“ segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP í áðurnefndri´tilkynningu, en EVE Online leikjaheimur fyrirtækisins stendur nú á sínu tuttugasta starfsári. „Við erum afar þakklát fyrir traust samstarfsaðila okkar við gerð þessa nýja leiks." Fjármögnunin var samkvæmt tilkynningunni leidd af Andreessen Horowitz sem hefur verið umfangamikill fjárfestir í nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum frá árinu 2009 og meðal annars verið í fararbroddi fjárfestinga í Airbnb, Skype, Twitter og Facebook. Auk Andreessen Horowitz taka Makers Fund, Bitcraft og fleiri aðilar þátt í fjármögnuninni. „CCP er brautryðjandi á sviði tækni og sýndarveruleika, með 25 ára reynslu af vöruþróun og að viðhalda stafrænum hagkerfum í gegnum EVE Online. Starfsfólk þeirra býr yfir hafsjó af reynslu og við höfum mikla trú á framtíðarsýn fyrirtækisins um að skapa magnaða upplifun á mótum framúrskarandi leikjahönnunar og bálkakeðjutækni,“ segir Jon Lai, meðeigandi hjá Andreessen Horowitz, en samhliða sjálfstæðri fjármögnun er framleiðsla hins nýja leiks aðskilin frá öðrum verkefnum CCP. Aðalsteinn Rúnar Óttarsson, fjárfestingastjóri hjá Makers Fund, segir gæði EVE Online og margslungið hagkerfi leiksins hafa sett háan stall innan iðnaðarins og gjarnan sé litið til EVE sem fordæmis við gerð bálkakeðjuleikja. „Sem fyrrverandi starfsmaður CCP finnst mér sérstaklega ánægjulegt að eiga aftur samleið með fyrirtækinu og sjá að þar hefur ástríðan fyrir nýsköpun á sviði leikjaþróunar síður en svo dvínað. Við erum spennt að styðja við sýn CCP við að víkka enn frekar út EVE heiminn með nýrri tækni." CPP heldur upp á tuttugu ára afmæli EVE á þessu ári.
Leikjavísir Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira