Hjartað á réttum stað í mannréttindum Eva Einarsdóttir skrifar 21. mars 2023 13:30 Í dag fer fram aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International þar sem m.a. verður kynnt ný ársskýrsla samtakanna. Þegar horft er í baksýnisspegilinn kemur fyrst upp í hugann að í byrjun síðasta árs var heimurinn enn að berjast við heimsfaraldur sem hafði víðtæk áhrif á réttindi fólks, svo sem tjáningarfrelsi og ferðafrelsi sem og auðvitað heilsu. Í febrúar gerðist svo það sem maður sá ekki fyrir, innrás Rússlands í Úkraínu. Snemma árs gaf Amnesty International út ítarlega skýrslu um aðskilnaðarstefnu Ísraels og hryllilegar aðgerðir gegn palestínsku fólki: umfangsmiklar landtökur og eignarnám, ólögmæt dráp, þvingaða brottflutninga, verulega skerðingu á ferðafrelsi og þess að fólki sé synjað um ríkisfang eða ríkisborgararétt. Skýrslan hlaut mikla umfjöllun bæði i fjölmiðlum og innan alþjóðasamfélagsins, svo sem innan alþjóðadómstólsins í Haag. Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Það er því miður alltof ströng löggjöf í mörgum löndum gegn sjálfsákvörðunarvaldi fólks til þungunarrofs. Ekki þarf að leita lengra en til Færeyja, þar sem þungunarrofslög eru með þeim ströngustu sem þekkjast í Evrópu. Í ár mun Amnesty International meðal annars beita sér fyrir því að þessum lögum verði breytt. Við heyrum daglega neikvæðar fréttir í fjölmiðlum en það er mikilvægt bæði fyrir okkur sem störfum fyrir hreyfinguna og einnig fyrir ykkur sem styðjið við starfið, bæði fjárhagslega og með gjörðum, að heyra af öllum þeim sigrum sem nást. Árið 2022 náðist heilmikið fram: fólk sem sætti ólögmætri fangelsisvist fékk frelsi á ný, gerendur mannréttindabrota voru látnir sæta ábyrgð, mikilvægar ályktanir voru samþykktar á alþjóðavettvangi og umbætur á löggjöf áttu sér stað í ýmsum löndum. Afnám dauðarefsingarinnar á heimsvísu hélt áfram að mjakast í rétta átt og einnig urðu framfarir á sviði kvenréttinda og hinsegin fólks. Þrátt fyrir góðar fréttir frá hinum ýmsu löndum hefur Amnesty International greint bakslag í ýmsum málaflokkum. Skertari réttindi hinsegin fólks, sýnilegri rasismi, bann við þungunarrofi, mannréttindabrot í stríðshrjáðum löndum og aukinn fjöldi flóttafólks minnir okkur á af hverju það er mikilvægt að við sameinumst sem flest í að standa vörð um mannréttindi. Íslandsdeild Amnesty International heldur úti öflugu fræðslustarfi og það gera fjölmörg önnur samtök sem starfa í þágu mannréttinda. Skólar, samtök, stofnanir og fyrirtæki geta óskað eftir slíkri fræðslu og eins er heimasíða deildarinnar með víðtækt fræðsluefni. Það var ánægjulegt í lok ársins 2022 þegar Íslandsdeild Amnesty náði markmiði sínu í stærstu árlegu herferð samtakanna, Þitt nafn bjargar lífi, og safnaði alls 57.803 undirskriftum. Það má ýmislegt um okkur hér á Íslandi segja og margt má bæta en við erum mörg með hjartað á réttum stað þegar kemur að mannréttinda- og mannúðarmálum. Höfundur er formaður Íslandsdeildar Amnesty International. Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn kl. 17:00 á skrifstofu samtakanna að Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík. Öll velkomin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fer fram aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International þar sem m.a. verður kynnt ný ársskýrsla samtakanna. Þegar horft er í baksýnisspegilinn kemur fyrst upp í hugann að í byrjun síðasta árs var heimurinn enn að berjast við heimsfaraldur sem hafði víðtæk áhrif á réttindi fólks, svo sem tjáningarfrelsi og ferðafrelsi sem og auðvitað heilsu. Í febrúar gerðist svo það sem maður sá ekki fyrir, innrás Rússlands í Úkraínu. Snemma árs gaf Amnesty International út ítarlega skýrslu um aðskilnaðarstefnu Ísraels og hryllilegar aðgerðir gegn palestínsku fólki: umfangsmiklar landtökur og eignarnám, ólögmæt dráp, þvingaða brottflutninga, verulega skerðingu á ferðafrelsi og þess að fólki sé synjað um ríkisfang eða ríkisborgararétt. Skýrslan hlaut mikla umfjöllun bæði i fjölmiðlum og innan alþjóðasamfélagsins, svo sem innan alþjóðadómstólsins í Haag. Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Það er því miður alltof ströng löggjöf í mörgum löndum gegn sjálfsákvörðunarvaldi fólks til þungunarrofs. Ekki þarf að leita lengra en til Færeyja, þar sem þungunarrofslög eru með þeim ströngustu sem þekkjast í Evrópu. Í ár mun Amnesty International meðal annars beita sér fyrir því að þessum lögum verði breytt. Við heyrum daglega neikvæðar fréttir í fjölmiðlum en það er mikilvægt bæði fyrir okkur sem störfum fyrir hreyfinguna og einnig fyrir ykkur sem styðjið við starfið, bæði fjárhagslega og með gjörðum, að heyra af öllum þeim sigrum sem nást. Árið 2022 náðist heilmikið fram: fólk sem sætti ólögmætri fangelsisvist fékk frelsi á ný, gerendur mannréttindabrota voru látnir sæta ábyrgð, mikilvægar ályktanir voru samþykktar á alþjóðavettvangi og umbætur á löggjöf áttu sér stað í ýmsum löndum. Afnám dauðarefsingarinnar á heimsvísu hélt áfram að mjakast í rétta átt og einnig urðu framfarir á sviði kvenréttinda og hinsegin fólks. Þrátt fyrir góðar fréttir frá hinum ýmsu löndum hefur Amnesty International greint bakslag í ýmsum málaflokkum. Skertari réttindi hinsegin fólks, sýnilegri rasismi, bann við þungunarrofi, mannréttindabrot í stríðshrjáðum löndum og aukinn fjöldi flóttafólks minnir okkur á af hverju það er mikilvægt að við sameinumst sem flest í að standa vörð um mannréttindi. Íslandsdeild Amnesty International heldur úti öflugu fræðslustarfi og það gera fjölmörg önnur samtök sem starfa í þágu mannréttinda. Skólar, samtök, stofnanir og fyrirtæki geta óskað eftir slíkri fræðslu og eins er heimasíða deildarinnar með víðtækt fræðsluefni. Það var ánægjulegt í lok ársins 2022 þegar Íslandsdeild Amnesty náði markmiði sínu í stærstu árlegu herferð samtakanna, Þitt nafn bjargar lífi, og safnaði alls 57.803 undirskriftum. Það má ýmislegt um okkur hér á Íslandi segja og margt má bæta en við erum mörg með hjartað á réttum stað þegar kemur að mannréttinda- og mannúðarmálum. Höfundur er formaður Íslandsdeildar Amnesty International. Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn kl. 17:00 á skrifstofu samtakanna að Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík. Öll velkomin.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar