Um er að ræða fyrsta barn Snook, en fyrir á Lawson barn úr fyrra sambandi.
Snook hafði ekki greint frá því opinberlega að hún væri barnshafandi fyrr en í gær, en hún er gengin heilar 32 vikur.
„Mér líður frábærlega,“ sagði hin 35 ára Snook í samtali við Entertainment Tonight. Hún segir að hún hafi verið barnhafandi við tökur á nýju þáttaröðinni.
Snook fer með hlutverk Shiv Roy í þáttunum Succession en tilkynnt hefur verið að fjórða þáttaröðin verði jafnframt sú síðasta.
Snook giftist ástralska grínistanum Dave Lawson árið 2021.