Úr kuldanum hjá Rooney í hlýjan faðm Heimis Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2023 08:00 Ravel Morrison lék með DC United á síðustu leiktíð en missti svo sæti sitt í hópnum. Getty/Andrew Katsampes Ravel Morrison, fyrrverandi ungstirni Manchester United, er þrátt fyrir vandræði sín í DC United í nýjasta landsliðshópi Heimis Hallgrímssonar í Jamaíku. Heimir valdi í vikunni hópinn sem mætir Mexíkó á sunnudaginn í mikilvægum leik í Þjóðadeild Mið- og Norður-Ameríku. Morrison er í 23 manna hópnum en Jamaíka þarf að spjara sig án framherjans Michail Antonio og fyrirliðans og markvarðarins Andre Blake, vegna meiðsla. Coach Hallgrímsson 23-Player Squad to face Mexico in the Concacaf Nations League. : Mexico : Sunday, March 26 : 7:00 pm (JA/EST) 8:00 pm (ET) : Azteca Stadium : .#ReggaeBoyz #CNL #MEXJAM #JFF_Football pic.twitter.com/QCFDo0h9KP— Official J.F.F (@jff_football) March 20, 2023 Morrison er í hópnum þrátt fyrir að hafa ekkert spilað á nýrri leiktíð í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Fyrrverandi samherji hans hjá Manchester United, Wayne Rooney, kaus að nýta ekki krafta miðjumannsins sem skoraði tvö mörk í fjórtán deildarleikjum fyrir DC United í fyrra, eftir að hafa staðið sig vel undir stjórn Rooney hjá Derby í Englandi tímabilið 2021-22. Samningur Morrison við DC United gildir út þessa leiktíð en Rooney útskýrði nýverið af hverju leikmaðurinn væri ekki í hópnum sem hann ákvað að treysta á. „Í ljósi þess hvaða leikmenn við vorum að fá inn, og vegna annarra þátta sem þarf að skoða varðandi fjárhaginn, pláss fyrir erlenda leikmenn og fleira, þá fannst mér mikilvægara að fá aðra leikmenn í aðrar stöður, sem við töldum mikilvægari,“ sagði Rooney. Jamaíka þarf líklega á sigri að halda gegn Mexíkó til að vinna sinn riðil og komast áfram í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. Jamaíka hefur þó þegar tryggt sér að minnsta kosti 2. sæti og þar með farseðil í Gullbikarinn í sumar, þar sem sextán bestu lið Mið- og Norður-Ameríku spila. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Bandaríski fótboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
Heimir valdi í vikunni hópinn sem mætir Mexíkó á sunnudaginn í mikilvægum leik í Þjóðadeild Mið- og Norður-Ameríku. Morrison er í 23 manna hópnum en Jamaíka þarf að spjara sig án framherjans Michail Antonio og fyrirliðans og markvarðarins Andre Blake, vegna meiðsla. Coach Hallgrímsson 23-Player Squad to face Mexico in the Concacaf Nations League. : Mexico : Sunday, March 26 : 7:00 pm (JA/EST) 8:00 pm (ET) : Azteca Stadium : .#ReggaeBoyz #CNL #MEXJAM #JFF_Football pic.twitter.com/QCFDo0h9KP— Official J.F.F (@jff_football) March 20, 2023 Morrison er í hópnum þrátt fyrir að hafa ekkert spilað á nýrri leiktíð í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Fyrrverandi samherji hans hjá Manchester United, Wayne Rooney, kaus að nýta ekki krafta miðjumannsins sem skoraði tvö mörk í fjórtán deildarleikjum fyrir DC United í fyrra, eftir að hafa staðið sig vel undir stjórn Rooney hjá Derby í Englandi tímabilið 2021-22. Samningur Morrison við DC United gildir út þessa leiktíð en Rooney útskýrði nýverið af hverju leikmaðurinn væri ekki í hópnum sem hann ákvað að treysta á. „Í ljósi þess hvaða leikmenn við vorum að fá inn, og vegna annarra þátta sem þarf að skoða varðandi fjárhaginn, pláss fyrir erlenda leikmenn og fleira, þá fannst mér mikilvægara að fá aðra leikmenn í aðrar stöður, sem við töldum mikilvægari,“ sagði Rooney. Jamaíka þarf líklega á sigri að halda gegn Mexíkó til að vinna sinn riðil og komast áfram í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. Jamaíka hefur þó þegar tryggt sér að minnsta kosti 2. sæti og þar með farseðil í Gullbikarinn í sumar, þar sem sextán bestu lið Mið- og Norður-Ameríku spila.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Bandaríski fótboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti