Hvernig er þín hamingja? Hrund Apríl Guðmundsdóttir skrifar 20. mars 2023 17:01 Alþjóðlegi dagur hamingjunnar er 20. mars, en þennan dag hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað hamingjunni, með það að markmiði að beina sjónum að mikilvægi hamingju fólks um allan heim. Með því að veita hamingjunni sérstaka athygli vilja Sameinuðu þjóðirnar jafnframt kalla eftir því að þjóðir heims leitist við að beita réttlátri nálgun í hagvexti sem stuðlar að hamingju og vellíðan allra þjóða. Árlega gefa Sameinuðu þjóðirnar út „World Happiness Report“ eða heimshamingju skýrslu á þessum degi þar sem fjallað er um hvernig hamingja þrífst og dafnar um víða veröld. Hamingjan er hreyfiafl í samfélaginu sem byrjar hjá einstaklingnum þó svo ytri aðstæður hafi vissulega einhver áhrif þar á, eins og öruggt og réttlátt samfélag. Við skiljum hamingjuna hver á sinn hátt, en það er veigamikið fyrir velferð okkar og vellíðan að bera kennsl á það hvernig okkar eigin hamingja er. Fyrir einhverja er hamingjan það að hvíla sáttur í eigin skinni eða búa yfir jafnvægi og hugarró í öldugangi lífsins. Hamingja nágrannans lítur kannski allt öðruvísi út þar sem það eru jákvæð tengsl, hreyfing, að fræðast eða upplifa sem er hans hamingja eða eitthvað allt annað? En lukkan er að þekkja sína eigin hamingju og velta því fyrir sér hvernig á að halda henni við, hvernig þarf að hlúa að henni, hvar vex hún best og fyrir hverju er hún viðkvæm. Þessi dagur er tilvalinn til að skoða hvernig eigin hamingja lítur út, ná á henni taki og ekki sleppa, sama hvað.H Höfundur er formaður félags um jákvæða sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi dagur hamingjunnar er 20. mars, en þennan dag hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað hamingjunni, með það að markmiði að beina sjónum að mikilvægi hamingju fólks um allan heim. Með því að veita hamingjunni sérstaka athygli vilja Sameinuðu þjóðirnar jafnframt kalla eftir því að þjóðir heims leitist við að beita réttlátri nálgun í hagvexti sem stuðlar að hamingju og vellíðan allra þjóða. Árlega gefa Sameinuðu þjóðirnar út „World Happiness Report“ eða heimshamingju skýrslu á þessum degi þar sem fjallað er um hvernig hamingja þrífst og dafnar um víða veröld. Hamingjan er hreyfiafl í samfélaginu sem byrjar hjá einstaklingnum þó svo ytri aðstæður hafi vissulega einhver áhrif þar á, eins og öruggt og réttlátt samfélag. Við skiljum hamingjuna hver á sinn hátt, en það er veigamikið fyrir velferð okkar og vellíðan að bera kennsl á það hvernig okkar eigin hamingja er. Fyrir einhverja er hamingjan það að hvíla sáttur í eigin skinni eða búa yfir jafnvægi og hugarró í öldugangi lífsins. Hamingja nágrannans lítur kannski allt öðruvísi út þar sem það eru jákvæð tengsl, hreyfing, að fræðast eða upplifa sem er hans hamingja eða eitthvað allt annað? En lukkan er að þekkja sína eigin hamingju og velta því fyrir sér hvernig á að halda henni við, hvernig þarf að hlúa að henni, hvar vex hún best og fyrir hverju er hún viðkvæm. Þessi dagur er tilvalinn til að skoða hvernig eigin hamingja lítur út, ná á henni taki og ekki sleppa, sama hvað.H Höfundur er formaður félags um jákvæða sálfræði.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar