„Eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. mars 2023 07:31 Gunnar Nelson er kominn aftur á kortið í UFC. vísir/sigurjón Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. Gunnar átti ekki í neinum vandræðum með Bryan Barberena og kláraði bardagann strax í fyrstu lotu, en aðeins voru nokkrar sekúndur eftir af lotunni þegar sigurinn var í höfn. Gunnar var mættur í Mjölni innan við 48 klukkustundum frá bardaganum og beint í vinnuna. „Lífið heldur bara áfram. Þetta er bara það sem maður þekkir og mín rútína og best að komast bara í hana sem fyrst,“ segir Gunnar í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Var sem betur fer nálægt sínu horni „Mér líður frábærlega eftir þennan sigur. Það gekk allt upp og mikið af því sem við höfum verið að vinna með síðustu ár. Ég er í raun alltaf klár í bardaga núna, þannig er formið á mér.“ Eins og áður segir kláraði Gunnar bardagann þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af lotunni. „Ég heyrði mjög vel í horninu mínu og það var líka helvíti heppilegt að ég var þarna á þessum tímapunkti alveg við hornið mitt. Ég heyrði mjög skýrt í John [Kavanagh] þjálfara og hann öskraði á mig, Gunni það eru tuttugu sekúndur eftir „shots and armbar“ og það var eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði, í þeirri röð. Ég olnbogaði hann í kjálkann og svo tók ég höndina á honum. Þegar maður er þarna inni þá gerist þetta alltaf miklu hægar en þegar ég horfði á bardagann aftur þá gerist þetta allt rosalega hratt. Ég vissi samt að það var mjög lítill tími eftir og þegar ég dreg höndina hans aftur þá finna ég ekki að hann er búinn að gefast upp. Dómarinn kemur bara og ég hélt í smá stund að lotan hafi verið að klára. Svo lít ég í hornið mitt og átta mig á því að ég hafði unnið,“ segir Gunnar. Mörg augu á mér Gunnar er bjartsýnn á framhaldið og sér fyrir sér titilbardaga í nánustu framtíð.„Svona sigur er ákveðin yfirlýsing. Þú færð rosalega umfjöllun og það eru mörg augu á þér. Þetta setur ákveðin skilaboð inn í veltivigtina sem er svolítið opin núna og búin að opnast töluvert þannig að þetta setur mig í sterka stöðu. Ég myndi halda að annar svona sigur eins og þessi og rétta hype-ið þá gæti það verið nóg til að ég fái titilbardaga en maður veit aldrei.“ Klippa: Eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði MMA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Sjá meira
Gunnar átti ekki í neinum vandræðum með Bryan Barberena og kláraði bardagann strax í fyrstu lotu, en aðeins voru nokkrar sekúndur eftir af lotunni þegar sigurinn var í höfn. Gunnar var mættur í Mjölni innan við 48 klukkustundum frá bardaganum og beint í vinnuna. „Lífið heldur bara áfram. Þetta er bara það sem maður þekkir og mín rútína og best að komast bara í hana sem fyrst,“ segir Gunnar í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Var sem betur fer nálægt sínu horni „Mér líður frábærlega eftir þennan sigur. Það gekk allt upp og mikið af því sem við höfum verið að vinna með síðustu ár. Ég er í raun alltaf klár í bardaga núna, þannig er formið á mér.“ Eins og áður segir kláraði Gunnar bardagann þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af lotunni. „Ég heyrði mjög vel í horninu mínu og það var líka helvíti heppilegt að ég var þarna á þessum tímapunkti alveg við hornið mitt. Ég heyrði mjög skýrt í John [Kavanagh] þjálfara og hann öskraði á mig, Gunni það eru tuttugu sekúndur eftir „shots and armbar“ og það var eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði, í þeirri röð. Ég olnbogaði hann í kjálkann og svo tók ég höndina á honum. Þegar maður er þarna inni þá gerist þetta alltaf miklu hægar en þegar ég horfði á bardagann aftur þá gerist þetta allt rosalega hratt. Ég vissi samt að það var mjög lítill tími eftir og þegar ég dreg höndina hans aftur þá finna ég ekki að hann er búinn að gefast upp. Dómarinn kemur bara og ég hélt í smá stund að lotan hafi verið að klára. Svo lít ég í hornið mitt og átta mig á því að ég hafði unnið,“ segir Gunnar. Mörg augu á mér Gunnar er bjartsýnn á framhaldið og sér fyrir sér titilbardaga í nánustu framtíð.„Svona sigur er ákveðin yfirlýsing. Þú færð rosalega umfjöllun og það eru mörg augu á þér. Þetta setur ákveðin skilaboð inn í veltivigtina sem er svolítið opin núna og búin að opnast töluvert þannig að þetta setur mig í sterka stöðu. Ég myndi halda að annar svona sigur eins og þessi og rétta hype-ið þá gæti það verið nóg til að ég fái titilbardaga en maður veit aldrei.“ Klippa: Eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði
MMA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Sjá meira