Vill vita hvað Katrín ætlar að gera vegna bréfs umboðsmanns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. mars 2023 13:53 Arndís Anna er málshefjandi umræðunnar á þingfundi sem hefst klukkan 15:30. Vísir/Vilhelm Sérstök umræða verður á Alþingi í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur og álits umboðsmanns þess efnis. Þingmaður segir augljóst að ákvæði stjórnarskrár hafi verið brotið og vill vita hvort forsætisráðhera hyggist bregðast við í verki. Umboðsmaður Alþingis sendi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í liðinni viku bréf vegna ákvörðunar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að auka vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. Niðurstaða umboðsmanns var sú að Jón hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum. Katrín sagðist svo í samtali við fréttastofu fyrir helgi sammála því mati umboðsmanns að ræða hefði átt rafbyssuvæðingu lögreglunnar á ríkisstjórnarfundi áður en reglugerð sem heimilaði notkun vopnanna var gefin út af dómsmálaráðherra. Málið hefur síðan verð rætt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og verður rætt á Alþingi í dag þar sem Katrín situr fyrir svörum vegna málsins. Arndís Anna Katrínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata, segir að í stjórnarskrá komi fram hvernig ríkisstjórnin eigi að vinna. „Í raun kemur fram í þessu bréfi að sú grein [stjórnarskrárinnar] hafi verið brotin þó að það sé vitanlega ekki í verkahring umboðsmanns að skera úr um það heldur dómstóla.“ Arndís Anna er málshefjandi umræðunnar á þingfundi sem hefst klukkan 15:30. Stjórnarskrárákvæðið sem umboðsmaður telur hafa verið brotið sé til þess gert að tryggja fagleg störf ríkisstjórnar. „Það er bara ekkert sem bendir til að það sé þannig sem hafi verið unnið í þessu máli. Það er auðvitað alvarlegra mál heldur en hvað varðar þessa rafbyssuvæðingu sem sannarlega er nógu alvarlegt mál út af fyrir sig. Hann nýtir í raun engar leiðir sem stjórnnvöld hafa til að tryggja samráð og faglega vinnu og undirbúning að málum. Ég mun spyrja forsætisráðherra út í það hvort hún telji rétt að bregðast við þessari athugun umboðsmanns. Ef já, hvernig? Ef ekki, þá hvers vegna ekki,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Alþingi Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Óásættanlegt að yfir hundrað lögreglumenn slasist við störf á ári hverju“ Landssamband lögreglumanna segir í ályktun að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi lögreglumanna í starfi. Starfsstéttin búi við flest vinnuslys. Ályktunin kemur í kjölfar fréttar Vísis sem birtist í morgun, kom þar fram að fullyrðingar dómsmálaráðherra um að slysum lögreglumanna hafi fjölgað verulega standist ekki. 17. mars 2023 14:31 Fullyrðingar ráðherra um verulega fjölgun slysa standast ekki skoðun Fullyrðingar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að slysum á lögreglumönnum hafi fjölgað verulega á síðustu árum fást ekki staðist samkvæmt gögnum frá Vinnueftirlitinu. Ráðherra hefur ítrekað vísað til þessa til að réttlæta að heimila lögreglu að bera rafbyssur. 17. mars 2023 07:59 Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. 16. mars 2023 06:49 „Meiriháttar trúnaðarbrestur“ innan ríkisstjórnarinnar Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 16. mars 2023 17:04 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis sendi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í liðinni viku bréf vegna ákvörðunar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að auka vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. Niðurstaða umboðsmanns var sú að Jón hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum. Katrín sagðist svo í samtali við fréttastofu fyrir helgi sammála því mati umboðsmanns að ræða hefði átt rafbyssuvæðingu lögreglunnar á ríkisstjórnarfundi áður en reglugerð sem heimilaði notkun vopnanna var gefin út af dómsmálaráðherra. Málið hefur síðan verð rætt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og verður rætt á Alþingi í dag þar sem Katrín situr fyrir svörum vegna málsins. Arndís Anna Katrínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata, segir að í stjórnarskrá komi fram hvernig ríkisstjórnin eigi að vinna. „Í raun kemur fram í þessu bréfi að sú grein [stjórnarskrárinnar] hafi verið brotin þó að það sé vitanlega ekki í verkahring umboðsmanns að skera úr um það heldur dómstóla.“ Arndís Anna er málshefjandi umræðunnar á þingfundi sem hefst klukkan 15:30. Stjórnarskrárákvæðið sem umboðsmaður telur hafa verið brotið sé til þess gert að tryggja fagleg störf ríkisstjórnar. „Það er bara ekkert sem bendir til að það sé þannig sem hafi verið unnið í þessu máli. Það er auðvitað alvarlegra mál heldur en hvað varðar þessa rafbyssuvæðingu sem sannarlega er nógu alvarlegt mál út af fyrir sig. Hann nýtir í raun engar leiðir sem stjórnnvöld hafa til að tryggja samráð og faglega vinnu og undirbúning að málum. Ég mun spyrja forsætisráðherra út í það hvort hún telji rétt að bregðast við þessari athugun umboðsmanns. Ef já, hvernig? Ef ekki, þá hvers vegna ekki,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.
Alþingi Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Óásættanlegt að yfir hundrað lögreglumenn slasist við störf á ári hverju“ Landssamband lögreglumanna segir í ályktun að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi lögreglumanna í starfi. Starfsstéttin búi við flest vinnuslys. Ályktunin kemur í kjölfar fréttar Vísis sem birtist í morgun, kom þar fram að fullyrðingar dómsmálaráðherra um að slysum lögreglumanna hafi fjölgað verulega standist ekki. 17. mars 2023 14:31 Fullyrðingar ráðherra um verulega fjölgun slysa standast ekki skoðun Fullyrðingar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að slysum á lögreglumönnum hafi fjölgað verulega á síðustu árum fást ekki staðist samkvæmt gögnum frá Vinnueftirlitinu. Ráðherra hefur ítrekað vísað til þessa til að réttlæta að heimila lögreglu að bera rafbyssur. 17. mars 2023 07:59 Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. 16. mars 2023 06:49 „Meiriháttar trúnaðarbrestur“ innan ríkisstjórnarinnar Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 16. mars 2023 17:04 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
„Óásættanlegt að yfir hundrað lögreglumenn slasist við störf á ári hverju“ Landssamband lögreglumanna segir í ályktun að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi lögreglumanna í starfi. Starfsstéttin búi við flest vinnuslys. Ályktunin kemur í kjölfar fréttar Vísis sem birtist í morgun, kom þar fram að fullyrðingar dómsmálaráðherra um að slysum lögreglumanna hafi fjölgað verulega standist ekki. 17. mars 2023 14:31
Fullyrðingar ráðherra um verulega fjölgun slysa standast ekki skoðun Fullyrðingar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að slysum á lögreglumönnum hafi fjölgað verulega á síðustu árum fást ekki staðist samkvæmt gögnum frá Vinnueftirlitinu. Ráðherra hefur ítrekað vísað til þessa til að réttlæta að heimila lögreglu að bera rafbyssur. 17. mars 2023 07:59
Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. 16. mars 2023 06:49
„Meiriháttar trúnaðarbrestur“ innan ríkisstjórnarinnar Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 16. mars 2023 17:04