Anníe Mist klikkaði á einni reglu og gerði sér erfitt fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir gerði vissulega mistök en sýndi síðan mikinn styrk með því að gera æfinguna aftur tveimur tímum síðar. @anniethorisdottir Það borgar sig að lesa reglubókina fyrir allar æfingar á leið sinni á heimsleikana í CrossFit og það fékk reynsluboltinn Anníe Mist Þórisdóttir að upplifa á eigin skinni í gær. Skjámynd/@anniethorisdottir Fjórðungsúrslitum undankeppni heimsleikanna lauk um helgina og nú er beðið eftir því að CrossFit samtökin fari yfir öll úrslit og staðfesti þau. Fjórðungsúrslitin buðu upp á fimm æfingar á þremur dögum og það reyndi því mikið á besta CrossFit fólkið að klára það en bestu tíu prósentin úr opna hlutanum fengu að keppa í fjórðungsúrslitunum. Anníe Mist greindi frá því á samfélagsmiðlinum Instagram að hún hafi notað „ólöglegt“ hjálpartæki í einni æfingunni á þriðja og síðasta degi fjórðungsúrslita undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Anníe notaði nefnilega griphanska við upplyftingarnar í lokaæfingunni en það er bannað samkvæmt reglum keppninnar. Keppendur verða að treysta hundrað prósent á sínar hendur í þeirri æfingu. „Svooo. Ég hélt að ég væri búin með fjórðungsúrslitin,“ skrifaði Anníe Mist og bætti svo við: „Lesa reglurnar: Engir griphanskar leyfði á slánni,“ skrifaði Anníe. Skjámynd/@anniethorisdottir Þetta þýðir að hún getur ekki skilað inn þessari æfingu því hún yrði dæmd dauð og ómerk sem hefði skilað henni núll stigum. Eina leiðin var því að endurtaka æfinguna og sleppa griphönskunum. Hún lét þetta samt ekki stoppa sig. Sagðist myndi taka sér tveggja tíma hvíld til að ná aftur kröftum sínum og reyna svo aftur við þessa krefjandi æfingu. Það þarf ekki að koma neinum á óvart sem þekkja til Anníe að hún lætur mótlætið ekki stoppa sig, ekki áður og alls ekki núna. Það er samt ljóst að þetta hafði áhrif á heildarárangur Anníe enda ekki auðvelt að þurfa að gera þessa krefjandi æfingu tvisvar sinnum á sama degi. Hún ætlaði sér hins vegar inn í undanúrslitin og það lítur út fyrir að henni hafi tekist það. CrossFit Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Skjámynd/@anniethorisdottir Fjórðungsúrslitum undankeppni heimsleikanna lauk um helgina og nú er beðið eftir því að CrossFit samtökin fari yfir öll úrslit og staðfesti þau. Fjórðungsúrslitin buðu upp á fimm æfingar á þremur dögum og það reyndi því mikið á besta CrossFit fólkið að klára það en bestu tíu prósentin úr opna hlutanum fengu að keppa í fjórðungsúrslitunum. Anníe Mist greindi frá því á samfélagsmiðlinum Instagram að hún hafi notað „ólöglegt“ hjálpartæki í einni æfingunni á þriðja og síðasta degi fjórðungsúrslita undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Anníe notaði nefnilega griphanska við upplyftingarnar í lokaæfingunni en það er bannað samkvæmt reglum keppninnar. Keppendur verða að treysta hundrað prósent á sínar hendur í þeirri æfingu. „Svooo. Ég hélt að ég væri búin með fjórðungsúrslitin,“ skrifaði Anníe Mist og bætti svo við: „Lesa reglurnar: Engir griphanskar leyfði á slánni,“ skrifaði Anníe. Skjámynd/@anniethorisdottir Þetta þýðir að hún getur ekki skilað inn þessari æfingu því hún yrði dæmd dauð og ómerk sem hefði skilað henni núll stigum. Eina leiðin var því að endurtaka æfinguna og sleppa griphönskunum. Hún lét þetta samt ekki stoppa sig. Sagðist myndi taka sér tveggja tíma hvíld til að ná aftur kröftum sínum og reyna svo aftur við þessa krefjandi æfingu. Það þarf ekki að koma neinum á óvart sem þekkja til Anníe að hún lætur mótlætið ekki stoppa sig, ekki áður og alls ekki núna. Það er samt ljóst að þetta hafði áhrif á heildarárangur Anníe enda ekki auðvelt að þurfa að gera þessa krefjandi æfingu tvisvar sinnum á sama degi. Hún ætlaði sér hins vegar inn í undanúrslitin og það lítur út fyrir að henni hafi tekist það.
CrossFit Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira