„Vorum klárlega betra liðið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 07:01 Marco Silva var fyrstur að fjúka hjá Fulham er liðið hrundi á Old Trafford. Simon Stacpoole/Getty Images Marco Silva, þjálfari Fulham, sagði lið sitt hafa verið betra en Manchester United þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum FA-bikarkeppninnar í gær, sunnudag. Silva, sem og tveir leikmenn Fulham, voru sendir í sturtu þegar Fulham var 1-0 yfir í leiknum. Gekk Man United á lagið eftir það og vann 3-1 sigur. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir í Fulham yfir þökk sé Serbanum með markanefið, Aleksandar Mitrović. Það mark kom á 50. mínútu og voru gestirnir með tögl og haldir á vellinum. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks gerðust hins vegar ótrúlegir hluti. Brasilíumaðurinn Willian varði boltann með hendi á marklínu. Dómari leiksins fór á endanum og skoðaði atvikið í skjánum á hliðarlínunni. Marco Silva kom askvaðandi og virðist hafa látið nokkur vel valin orð falla. Var hann samstundis rekinn af velli. Í kjölfarið fékk Willian rautt spjald fyrir að koma í veg fyrir mark og þá fékk Mitrović rautt spjald fyrir að tryllast og slá í hendi Chris Kavanagh dómara. Bruno Fernandes skoraði út vítaspyrnunni og örskömmu síðar hafði Marcel Sabitzer komið Man United yfir. Aðeins voru 265 sekúndur frá því að Willian var sendur í sturtu og að Man Utd var komið yfir. Marco Silva gave his honest opinion on a dramatic #EmiratesFACup semi-final at Old Trafford pic.twitter.com/mjWQSWMaZS— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 19, 2023 „Við vorum klárlega betri aðilinn þangað til þeir fengu vítaspyrnu og við rautt spjald. Við berum virðingu fyrir Manchester United en við vorum klárlega betra liðið,“ sagði Silva í viðtali eftir leik. „Það sem er erfitt að skilja er að tvívegis í fyrri hálfleik, þar sem í annað skiptið var klárlega brotið á Mitrović í annað skiptið, þá fór enginn í skjáinn. Af hverju skoðaði engin þau atvik,“ spurði Silva aðspurður út í rauðu spjöldin og vítaspyrnudóminn. „Ef þú spyrð hvort ég sé ánægður með það sem ég gerði þá er svarið hreint og beint nei. En ef þú spyrð mig hvort ég hafi verðskuldað rautt spjald, þá efast ég um það. Væri til í að vita hvað dómarinn skrifar í skýrsluna að ég hafi sagt við hann,“ sagði Silva að endingu um rauða spjaldið sem hann fékk. It's another trip to Wembley for @ManUtd! The Red Devils came back from a goal down to seal a 3-1 win and their place in the #EmiratesFACup semi-finals for a record-breaking 31st time! pic.twitter.com/PwI78OQyEl— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 19, 2023 Manchester United vann leikinn á endanum 3-1 og er komið í undanúrslit FA-bikarkeppninnar þar sem liðið mætir Brighton & Hove Albion. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu mörkin: Ótrúlegur viðsnúningur Man United sem er komið í undanúrslit Manchester United er komið í undanúrslit FA-bikarkeppninnar eftir ótrúlegan 3-1 sigur á Fulham þar sem gestirnir frá Lundúnum fengu að líta þrjú rauð spjöld á aðeins nokkrum sekúndum er Man United sneri leiknum sér í hag. 19. mars 2023 18:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir í Fulham yfir þökk sé Serbanum með markanefið, Aleksandar Mitrović. Það mark kom á 50. mínútu og voru gestirnir með tögl og haldir á vellinum. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks gerðust hins vegar ótrúlegir hluti. Brasilíumaðurinn Willian varði boltann með hendi á marklínu. Dómari leiksins fór á endanum og skoðaði atvikið í skjánum á hliðarlínunni. Marco Silva kom askvaðandi og virðist hafa látið nokkur vel valin orð falla. Var hann samstundis rekinn af velli. Í kjölfarið fékk Willian rautt spjald fyrir að koma í veg fyrir mark og þá fékk Mitrović rautt spjald fyrir að tryllast og slá í hendi Chris Kavanagh dómara. Bruno Fernandes skoraði út vítaspyrnunni og örskömmu síðar hafði Marcel Sabitzer komið Man United yfir. Aðeins voru 265 sekúndur frá því að Willian var sendur í sturtu og að Man Utd var komið yfir. Marco Silva gave his honest opinion on a dramatic #EmiratesFACup semi-final at Old Trafford pic.twitter.com/mjWQSWMaZS— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 19, 2023 „Við vorum klárlega betri aðilinn þangað til þeir fengu vítaspyrnu og við rautt spjald. Við berum virðingu fyrir Manchester United en við vorum klárlega betra liðið,“ sagði Silva í viðtali eftir leik. „Það sem er erfitt að skilja er að tvívegis í fyrri hálfleik, þar sem í annað skiptið var klárlega brotið á Mitrović í annað skiptið, þá fór enginn í skjáinn. Af hverju skoðaði engin þau atvik,“ spurði Silva aðspurður út í rauðu spjöldin og vítaspyrnudóminn. „Ef þú spyrð hvort ég sé ánægður með það sem ég gerði þá er svarið hreint og beint nei. En ef þú spyrð mig hvort ég hafi verðskuldað rautt spjald, þá efast ég um það. Væri til í að vita hvað dómarinn skrifar í skýrsluna að ég hafi sagt við hann,“ sagði Silva að endingu um rauða spjaldið sem hann fékk. It's another trip to Wembley for @ManUtd! The Red Devils came back from a goal down to seal a 3-1 win and their place in the #EmiratesFACup semi-finals for a record-breaking 31st time! pic.twitter.com/PwI78OQyEl— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 19, 2023 Manchester United vann leikinn á endanum 3-1 og er komið í undanúrslit FA-bikarkeppninnar þar sem liðið mætir Brighton & Hove Albion.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu mörkin: Ótrúlegur viðsnúningur Man United sem er komið í undanúrslit Manchester United er komið í undanúrslit FA-bikarkeppninnar eftir ótrúlegan 3-1 sigur á Fulham þar sem gestirnir frá Lundúnum fengu að líta þrjú rauð spjöld á aðeins nokkrum sekúndum er Man United sneri leiknum sér í hag. 19. mars 2023 18:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
Sjáðu mörkin: Ótrúlegur viðsnúningur Man United sem er komið í undanúrslit Manchester United er komið í undanúrslit FA-bikarkeppninnar eftir ótrúlegan 3-1 sigur á Fulham þar sem gestirnir frá Lundúnum fengu að líta þrjú rauð spjöld á aðeins nokkrum sekúndum er Man United sneri leiknum sér í hag. 19. mars 2023 18:30