„Ég er bara á bleiku á skýi“ Hinrik Wöhler skrifar 18. mars 2023 15:59 Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn í dag. Vísir/Diego Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var kampakátur með sigur ÍBV á Val í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í Laugardalshöll í dag. Eyjakonur hafa þurft að bíða í talsverðan tíma eftir þessum titli en þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Eyjakvenna í nítján ár. „Ég er bara á bleiku á skýi, þetta er bara þvílík sælutilfinning. Þegar mínúta var eftir leiknum byrjaði mér að líða svona æðislega vel,“ sagði Sigurður glaðbeittur í samtali við Vísi eftir leik. Vestmanneyingar létu sig ekki vanta í stúkuna í dag og veittu sínum konum góðan stuðning. „Frábær stuðningur, svona er þetta alltaf. Hér eru 600 manns frá Vestmannaeyjum, bara æðislegur stuðningur. Auðvitað hjálpar það í svona leik, sérstaklega þegar eru áföll. Þá er virkilega gott að geta fengið þessa orku frá stúkunni. Auðvitað hjálpar það.“ Umdeilt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik þegar markvörður ÍBV, Marta Wawrzynkowska, fékk að líta beint rautt spjald eftir samstuð við Theu Imani Sturludóttur. „Í leiknum fannst mér þetta galið, mér fannst þær bara hoppa saman og þetta væri mögulega tvær mínútur. Ég verð að viðurkenna þar sem ég er skaphundur að ég var alveg á þolmörkum en ég ákvað að kíkja á atvikið í hálfleik því ég var ekki búinn að jafna mig. Á endanum er ég sammála dómnum og ég sagði það við dómarana. Mér finnst hendin á Mörtu sveiflast í hana [Theu Imani], ég meina þetta eru engir vitleysingar að dæma. Þeir eru ekki að vísa henni af velli af einhverjum geðþótta.“ Sigurður missti af undanúrslitaleiknum á móti Selfossi en kom til baka á hliðarlínuna í úrslitaleikinn eftir að tekið út tveggja leikja leikbann. „Ég er trillusjómaður og er búinn að vera róa að undanförnu. Á meðan leikirnir voru í gangi voru menn að reyna ná í mig en það var ekkert hægt, ég var bara að fiska. Maður fær peninginn á sjónum en ekki í handboltanum,“ sagði sjómaðurinn og þjálfarinn, Sigurður Bragason, að lokum. Powerade-bikarinn ÍBV Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Valur 31-29 | Bikarinn siglir til Eyja í fyrsta sinn í nítján ár Valur og ÍBV mættust í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalshöllina og urðu vitni að tveggja marka sigri Eyjakvenna, 31-29. Þeirra fyrsti bikarmeistaratitill í nítján ár eða síðan 2004. 18. mars 2023 16:43 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
„Ég er bara á bleiku á skýi, þetta er bara þvílík sælutilfinning. Þegar mínúta var eftir leiknum byrjaði mér að líða svona æðislega vel,“ sagði Sigurður glaðbeittur í samtali við Vísi eftir leik. Vestmanneyingar létu sig ekki vanta í stúkuna í dag og veittu sínum konum góðan stuðning. „Frábær stuðningur, svona er þetta alltaf. Hér eru 600 manns frá Vestmannaeyjum, bara æðislegur stuðningur. Auðvitað hjálpar það í svona leik, sérstaklega þegar eru áföll. Þá er virkilega gott að geta fengið þessa orku frá stúkunni. Auðvitað hjálpar það.“ Umdeilt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik þegar markvörður ÍBV, Marta Wawrzynkowska, fékk að líta beint rautt spjald eftir samstuð við Theu Imani Sturludóttur. „Í leiknum fannst mér þetta galið, mér fannst þær bara hoppa saman og þetta væri mögulega tvær mínútur. Ég verð að viðurkenna þar sem ég er skaphundur að ég var alveg á þolmörkum en ég ákvað að kíkja á atvikið í hálfleik því ég var ekki búinn að jafna mig. Á endanum er ég sammála dómnum og ég sagði það við dómarana. Mér finnst hendin á Mörtu sveiflast í hana [Theu Imani], ég meina þetta eru engir vitleysingar að dæma. Þeir eru ekki að vísa henni af velli af einhverjum geðþótta.“ Sigurður missti af undanúrslitaleiknum á móti Selfossi en kom til baka á hliðarlínuna í úrslitaleikinn eftir að tekið út tveggja leikja leikbann. „Ég er trillusjómaður og er búinn að vera róa að undanförnu. Á meðan leikirnir voru í gangi voru menn að reyna ná í mig en það var ekkert hægt, ég var bara að fiska. Maður fær peninginn á sjónum en ekki í handboltanum,“ sagði sjómaðurinn og þjálfarinn, Sigurður Bragason, að lokum.
Powerade-bikarinn ÍBV Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Valur 31-29 | Bikarinn siglir til Eyja í fyrsta sinn í nítján ár Valur og ÍBV mættust í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalshöllina og urðu vitni að tveggja marka sigri Eyjakvenna, 31-29. Þeirra fyrsti bikarmeistaratitill í nítján ár eða síðan 2004. 18. mars 2023 16:43 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Valur 31-29 | Bikarinn siglir til Eyja í fyrsta sinn í nítján ár Valur og ÍBV mættust í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalshöllina og urðu vitni að tveggja marka sigri Eyjakvenna, 31-29. Þeirra fyrsti bikarmeistaratitill í nítján ár eða síðan 2004. 18. mars 2023 16:43