Enginn spilað meira en Bruno Fernandes Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2023 08:01 Bruno Fernandes fær ekki mikla hvíld. Getty Images Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, verður seint sagður latur knattspyrnumaður. Enginn leikmaður í bestu fimm deildum Evrópu hefur spilað meira en Portúgalinn á þessari leiktíð. Manchester United vann 1-0 útisigur á Real Betis frá Spáni á fimmtudaginn var. Bruno Fernandes var í byrjunarliði Man United þó svo að félagið hefði unnið fyrri leik liðanna 4-1 á Old Trafford. Þetta var 43. leikur hans í treyju Man Utd á tímabilinu. Einnig hefur hann spilað 11 landsleiki og leikirnir á yfirstandandi leiktíð þar af leiðandi orðnir 54. Man United á að lágmarki eftir 15 leiki á leiktíðinni, líklega fleiri, og þá er Bruno í landsliðshóp Portúgals sem mæta Liechtenstein og Lúxemborg í undankeppni EM 2024 síðar í þessum mánuði. Þrátt fyrir gríðarlegt álag þá virðist ekkert hægjast á Bruno. Hann var enn á fullu rétt áður en hann var tekinn af velli gegn Betis á fimmtudag. Klukkaði hann þar 68 mínútur sem þýðir að hann hefur nú spilað 3751 mínútur á leiktíðinni. Enginn leikmaður efstu fimm deilda Evrópu hefur spilað meira. Bruno Fernandes has played the most minutes of any player in Europe s top five leagues this season, including goalkeepers: 3751.David de Gea is next on 3690. Erik ten Hag s faith in Fernandes is total, both for stamina + tactics.#MUFC @TheAthleticFChttps://t.co/C3IrQq3EDp— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) March 17, 2023 Venjulega eru það markverðir sem toppa lista yfir spilaðar mínútur og er einn slíkur í öðru sæti. Það er David De Gea, samherji Bruno hjá Man Utd. Sá hefur spilað 3690 mínútur á leiktíðinni. Í 3. sæti er svo Vinícius Júnior með 3510 mínútur spilaðar. Landsleikir eru ekki teknir með í myndina en ef svo væri þá væri Bruno enn lengra á undan De Gea yfir mínútur spilaðar. Það má reikna með að Bruno verði í byrjunarliði Man United í dag þegar liðið mætir Fulham í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Hefst leikurinn klukkan 16.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira
Manchester United vann 1-0 útisigur á Real Betis frá Spáni á fimmtudaginn var. Bruno Fernandes var í byrjunarliði Man United þó svo að félagið hefði unnið fyrri leik liðanna 4-1 á Old Trafford. Þetta var 43. leikur hans í treyju Man Utd á tímabilinu. Einnig hefur hann spilað 11 landsleiki og leikirnir á yfirstandandi leiktíð þar af leiðandi orðnir 54. Man United á að lágmarki eftir 15 leiki á leiktíðinni, líklega fleiri, og þá er Bruno í landsliðshóp Portúgals sem mæta Liechtenstein og Lúxemborg í undankeppni EM 2024 síðar í þessum mánuði. Þrátt fyrir gríðarlegt álag þá virðist ekkert hægjast á Bruno. Hann var enn á fullu rétt áður en hann var tekinn af velli gegn Betis á fimmtudag. Klukkaði hann þar 68 mínútur sem þýðir að hann hefur nú spilað 3751 mínútur á leiktíðinni. Enginn leikmaður efstu fimm deilda Evrópu hefur spilað meira. Bruno Fernandes has played the most minutes of any player in Europe s top five leagues this season, including goalkeepers: 3751.David de Gea is next on 3690. Erik ten Hag s faith in Fernandes is total, both for stamina + tactics.#MUFC @TheAthleticFChttps://t.co/C3IrQq3EDp— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) March 17, 2023 Venjulega eru það markverðir sem toppa lista yfir spilaðar mínútur og er einn slíkur í öðru sæti. Það er David De Gea, samherji Bruno hjá Man Utd. Sá hefur spilað 3690 mínútur á leiktíðinni. Í 3. sæti er svo Vinícius Júnior með 3510 mínútur spilaðar. Landsleikir eru ekki teknir með í myndina en ef svo væri þá væri Bruno enn lengra á undan De Gea yfir mínútur spilaðar. Það má reikna með að Bruno verði í byrjunarliði Man United í dag þegar liðið mætir Fulham í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Hefst leikurinn klukkan 16.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira